Fundargerð stjórnar 18. október 2019

Fundur í stjórn Heilaheilla föstudaginn 18. október 2019 kl.17:00 í Oddsstofu Sigtúni 42, Reykjavík með tengingu til Akureyrar.  Allir mættir, Páll fyrir norðan, fjartengdur.

Formaður óskaði eftir atugasemdum við útsenda dagskrá sem sést hér í upphafi liða. Enginn gerði athugasemd og var gengið til dagskrár.
Dagskrá:
1. Skýrsla formanns.
Formaður skýrði frá starfinu. Það eina sem var ákveðið undir þessum lið var að Þórir Steingrímsson og Páll H. Árdal færu út til Portúgal að áliðnum nóvember á aðalfund SAFE, en samtökin greiða fyrir tvo fulltrúa Heilaheilla.
2. Fjárhagsstaðan.
Á bankabókum eru rétt rúmlega tvær og hálf milljón og eftir er að greiða 300 þúsund vegna Slagorðsins. Þaðan gætum við einnig átt von á fé. Umræður um hvernig styrktarlínur (og félagsgjöld) eru innheimt. Hvort að greiðslur fyrir samþykktar og birtar styrktarlínur ættu að vera valfrjálsar líkt og er með félagsgjöld. Bankinn tekur mikið fyrir ítrekanir. Fólk var á því, ekki síst Kolbrún að það ætti að vera valfrjálst hvort greitt er. Samþykkt bar að Páll fari saumana á þessu fyrirkomulagi öllu hjá Arion banka.
3. Alþjóðlegi slagdagurinn 29. okt.
Það er Þriðjudagur. Sama dag er Málþing um Heilablóðfallið í Norræna húsinu sem við stöndum fyrir. Helstu kostnaðarliðir er Salur 100.000, kaffi 50.000 auglýsing 50.000. Samtals 150.000 kr. Málþinginu verður streymt. Fundurinn lagði blessum sína yfir þetta fyrirkomulag.
4. Önnur mál
*  Kolbrún spurði um fastan kostnað við rekstur félagsins. Fram kom hjá gjaldkera og formanni að fastur kostnaður væru um það bil 204.000. Þar af eru greiðslur til formanns 94.000 krónur.
*  Bryndís bar það upp að hún fengi 4000 krónur á tímann , í stað,3000 króna, fyrir málstolskennslu þá sem hún heldur uppl. Samþykkt.
Rætt um undirbúning málþingsins.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 18:30
 
Baldur Kristjánsson
fundarritari.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur