Skýrsla HEILAHEILLA aðalfundar 29. febrúar 2020

Starfsemi félagsins má sjá með því að smella á hér.

  1. Megin starfsemi félagsins á s.l. ári fór í kynningarstarf um félagið; forvarnir, m.a. um Heila-appið, um land allt. Sjá má á umfjöllun um það á heimasíðunni, en starfsemin fer fram í Reykjavík/Akureyri, en stjórn félagsins er skipuð af Þóri Steingrímssyni, formanni; Páli Árdal, gjaldkera og Baldri Benedikt Ermenreki Kristjánssyni, ritara í aðalstjórn; Bryndís Bragadóttir og Kolbrúnu Stefánsdóttur, varamönnum.
  2. Félagið er aðildarfélag að ÖBÍ; í samstarfi LSH; SAMTAUG (Samráðshópur taugasjúklingafélaga: Félag MND – sjúklinga; Heilaheill; LAUF – Landssamtök áhugafólks um flogaveiki; MG – félag Íslands; MS – félag Íslands og Parkinsonsamtökin á Íslandi); samstarf með Hjartaheill og Hjartavernd er nefnist GoRed og hafa þau Kolbrún Stefánsdóttir, Bryndís Bragadóttir, Gísli Eiríksson, Kristín Árdal og Einar Haraldsson lagt félaginu lið.
  3. Félagið er með aðild að Nordisk Afasiråd, er fundar árlega og fóru Þórunn Hanna Halldórsdóttir, yfirtalmeinafræðingur á Reykjalundi og Baldur Benedikt Ermenrekur á fund stjórnar 2019 á vegum félagsins.
  4. Félagið gerðist fullgildur aðili að SAFE (Stroke Alliance for Europe) 2011, er hefur haldið fundi og ráðstefnur á ári hverju víðsvegar um Evrópu, með fjárhagslegum stuðningi lyfja- og tæknifyrirtækja, m.a. Bayer, Boehringer Ingelheim, General Electric o.fl.. Hafa formaðurinn, Þórir Steingrímsson, Baldur Benedikt Ermenrekur og Páll Árdal sjórnarmenn sinnt þessum ráðstefnum. Er þetta í samræmi við heilbrigðisáætlun stjórnvalda, m.a. með átakinu “door-to-needle”, – að stytta tímann frá áfalli til meðhöndlunar og hefur sérstöku átaksteymi, undir leiðsögn Björns Loga Þórarinssonar, verið komið á innan Landspítalans og var veitt sérstök viðurkenning á ársfundum hans 2018 og 2019 í Silfurbergi, ráðstefnusal Hörpu.
  5. Markvert málþing var haldið af félaginu í Norræna húsinu á alþjóðadegi heilablóðfallssjúklinga 29. október, sem Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra setti, en fyrirlesarar voru Hjalti Már Þórisson, yfirlæknir inngripsröntgen og æðaþræðinga á LSH; Stefán Yngvason, yfirlæknir endurhæfingardeild ár LSH á Grensás og Valgerður Sverrisdóttir, fv. alþm. og ráðherra.
  6. Margir þekktir listamenn hafa heimsótt okkur á undanförnum árum og skemmt fundarmönnum og hafa stutt gott málefni án endurgjalds og kann félagið þeim miklar þakkir fyrir.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur