Þar sem ekkert lát á því að fólk fær slag hér á landi, eða nær því 2 á dag, þá bætast alltaf nýir félagar í hóp HEILAHEILLA. Það sannaði sig á Akureyri, á fundi 14. september s.l. er nýir félagar mættu. Formaðurinn, Þórir Steingrímsson flutti fyrirlestur um starfsemi félagsins og sagði sína sjúkrasögu. Þá tók Kristín Vilhjálmsdóttir, iðjuþjálfi, við og útskýrði HTM (Hjálpartækjamiðstöð) á Kristnesi.
n
Á Akureyri er góður kjarni félagsins er eflist með degi hverjum. Auk þess eiga Akureyringar einn fulltrúa í stjórn félagsins, Pál Árdal, er leiðir starfsemina með dyggri aðstoð félaga sinna, hvort sem það eru sjúklingar, aðstandendur, læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar o.s.frv., – eða hver sem er er hefur áhuga á málefninu.