Undanfarnar vikur hefur ýmislegt verið á döfinni á vettvangi ÖBÍ. Arnar Pálsson ráðgjafi hjá Arcur kláraði fundi með aðildarfélögum ÖBÍ vegna stefnumótunarvinnunnar og hafa þeir fundir gengið vel, þar sem óskað var eftir innleggi/viðbrögðum frá ÖBÍ á fundi Velferðarvaktarinnar, þar sem fjallað var um skýrslu Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Úttekt á fyrirkomulagi úthlutana og ráðgjafar hjálparsamtaka. Formenn og starfsmenn málefnahópa funduðu ásamt formanni og varaformanni. Stefnuþing ÖBÍ var í fyrsta sinn haldið rafrænt í dag, sem þýðir að þátttakendur taka þátt að heiman. Þetta er talsverð breyting frá því sem verið hefur og síður skemmtilegt að sitja einn við skjáinn allan daginn, en að mæta á staðinn, hitta fólk í persónu og njóta góðra veitinga.
Á næstunni verður ÖBÍ með fundarröð þar sem formenn og varaformenn þingflokka verður boðið til fundar. Þar verða helstu baráttumál ÖBÍ rædd og til stuðnings verða kosningaárherslur/stefnupunktar ÖBÍ afhentir. Fyrstu fundir verða í mars. Búið er að senda fundarbeiðni á alla flokka. Með þessu viljum við tryggja að þingflokkar verði vel upplýstir um áherslur fatlaðs og langveiks fólks tímanlega til að þeir getið tekið mið af þeim inn í sínar kosningaáherslur. ÖBÍ verður svo með seinni fundarröðina í ágúst til september og mun þar hitta alla þingflokka og fólk í framboði.