Líflegur fundur HEILAHEILLA var haldinn laugardaginn 6. desember í aðstöðu í Mannréttindahúsi ÖBÍ, Sigtúni 42, Reykjavík við góða aðsókn. Í kynningu formannsins, Þóris Steingrímssonar, kom fram frekari skilgreining á markmiðum félagsins á næsta ári er varðar endurhæfingu eftir slag! Í kynningunni kom m.a. fram að samræma þarf aðkomu heilbrigðisyfirvalda í eftirfylgni slags við undirritun viljayfirlýsingar SAP-E, sem er væntanleg á nýju ári.
Voru fundarmenn sammála um að leggja áherslu á endurhæfinguna og eftirfylgni eftir slag!

