Aðalfundargerð 2007

Fundinn setti formaður félagsins Þórir Steingrímsson og gerði tillögu um að Ellert Skúlason sem fundarstjóra og Sigurð H. Sigurðarson sem fundarritara. Tillagan var samþ.

Gengið var til dagskrár.

1. Formaður las fundargerð síðasta aðalfundar og var hún samþ. athugasemdalaust, jafnframt vísaði hann til heimasíðu félagsins, www.heilaheill.is um starfsemi félagsins á síðasta starfsári. Formaður gerði m.a. skipulag félagsins að umræðuefni og skýrði nánar fyrir fundarmönnum og nefndi auk þess setu sína sem fulltrú félagsins í framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar. Aðspurður skýrði formaður frá þvi í byrjun vikunnar hafi verið gengið frá stofnun starfshóps á Akureyri.
2. Bergþóra Annasdóttir gjaldkeri félagsins fór yfir ársreikning og svaraði spurningum um einstaka liði, reikningarnir voru samþ. athugsemdalaust.
3. Fyrirhuguðum lagabreytingum var frestað til næsta aðalfundar þar sem ekki hafði náðst að senda tillögur út með löglegum fyrirvara.
4. Ný stjór var kosin “rússneskri” kosningu, en hana skipa:
Þórir Steingrímsson, formaður.
Edda Þórarinsdóttir, gjaldkeri.
Sigurður H. Sigurðarson, ritari.
Albert Páll Sigurðson, varamaður.
Ellert Skúlason, varamaður.
Fráfarandi stjórnarmönnum Bergþóru Annasdóttur og Jónínu Ragnarsdóttur voru þökkuð vel unnin störf.

Að loknu kaffihléi voru önnur mál á dagskrá.
Gunnar Finnson formaður hollvinafélags Grensás bar félaginu kveðjur og greindi frá áformum heillavina varðandi frekari uppbyggingu endurhæfinar á Grensásdeild. Hann lýsti jafnframt áhyggjum vegna stofnunnar Hugarfars  félas aðstandenda heilaskaðaðra og taldi hugsanlegt að þeirra hagsmunir færu saman með okkar. Nokkrar umræður urðu um efnið. Einnig nefndi GF framboð aldraðra og öryrkja í umræðum í framhaldi af því kom fram að Sjálfsbjörg tæki ekki afstöðu til póltískra framboða.
Dröfn Jónsdóttir sagði frá störfum starfshópa á vegum ÖBÍ, Landsambands Eldriborgara og Þroskahjálpar, stefnt era ð fundi með öllum stjórnmálaflokkum á apríl þar sem farið yrði yfir stefnu þeirra í málefnum aldraðra og öryrkja.
Bergur Jónsson og Ellert Skúlason voru kjörnir skoðunamenn reikninga.
Dröfn Jónsdóttir bættist í kaffihóp.
Nokkrar frekari umræður spunnust um ofangreind málefni.

Fundi var slitið um kl 21:30.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur