Aðalfundur Heilaheilla
haldinn
í Síðumúla 6, Reykjavík
og með fjarfundabúnaði
á Glerárgötu 20, Akureyri
3. mars 2011 kl. 11.00.
Formaður Þórir Steingrímsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna, bæði í Reykjavík og á Akureyr. Var stungið upp á Sigurði Hjalta Sigurðarsyni, sem fundarstjóra og Þórólfi Árnasyni sem ritara og var það samþykkt. Gengið var til dagskrár aðalfundar.
- Skýrsla stjórnar.
Formaður flutti skýrslu stjórnar, sem er aðgengileg á heimasíðu félagsins. Hann gerði grein fyrir stöðu félagsins og samskiptum þess við Hjartaheill, SAFE og SLAGFORENINGER I NORDEN [Stroke Associations in the Nordic Countries]. Vakti hann athygli á öflugu félagstarfi og svaraði fyrirspurnum. - Framlagðir endurskoðaðir reikningar
Þórólfur Árnason, gjaldkeri, gerði grein fyrir reikningunum og ræddi um beiðni um fjárstyrk til Velferðarráðuneytisins. Hvatti hann til ráðdeildar og lagði til að árgjaldið væri óbreytt, kr.1.000,- á ári. Nokkrar fyrirspurnir bárust og síðan voru reikningarnir, ásamt tillögu gjaldkera, bornar upp og samþykkt með öllu greiddum atkvæðum. - Lagabreytingar:
Engar tillögur um lagabreytingar lágu fyrir. - Kosning stjórnar:
Stjórnin var kosin til þriggja ára 2011 og situr því til 2014. Formaður lagið til að Heiða Mjöll Stefánsdóttir kæmi inn í stórnina í stað Ingólfs Margeirssonar er féll frá á árinu. Þá lagði fomaður til að Snædís Jónsdóttir tæki sæti í varastjórn í stað Sigríðar Þormar. Var hvort tveggja semþykkt og er þá stjórnin þannig skipuð:
Þórir Steingrímsson, formaður
Sigurður Hjalti Sigurðsson, varaformaður
Þórólfur Árnason, gjaldkeri
Heiða Mjöll Stefánsdóttir, ritari
Albert Páll Sigurðsson, meðstjórnandi
Edda Þórarinsdóttir, meðstjórnandi
Í varastjórn: Ólöf Þorsteinsdóttir
Í varastjórn: Snædís Jónsdóttir - Kosning skoðunarmanna reikninga:
Bornar voru tillögur um þá Ellert Skúlason og Berg Jónsson, sem félagskjörna skoðunarmenn reikninga og voru þær samþykktar með öllum greiddum atkvæðum. - Fjárhagsáætlun borin upp til samþykktar:
Gjaldkeri gerði grein fyrir fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, en treysti sér ekki að setja fram nákvæmar tölur, vegna óvissu um fjárhagsbeiðni félagsins til Velferðarráðuneytisins. Lagt var til að aðalfundur veitti upboð til stjórnar félagsins að gera fjárhagáætlun fyrir 2012, eftir að svar bærist frá ráðuneytinu og var það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
- Kosning fulltrúa og talsmanna félagsins í ráð og nefndir:
Formaðurinn lagði til að færa fulltrúa málefnahópa til og bæta þeim Mary Björk Sigurðardóttur sem fulltrúa aðstandenda [málstolsfulltrúi], Heiðu Mjöll Stefánsdóttur [Go Red] og Bolla Magnússyni [gönguhópurinn] í HEILAHEILLARÁÐIÐ. Var það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. - Önnur mál:
Nokkrar fyrirpurningar voru lagðar fram, m.a. um starfið framundan, s.s. sumarferðina, Reykjavíkurmaraþonið, Slagdaginn o.fl. Þá bað Gunnar Pálmason um orðið og þakkaði stjórninni og öllum félögum fyrir gott starf. Fleiri mál voru ekki tekin fyrir og fundi slitið.