Aðalfundargerð 2013

Aðalfundur Heilaheilla var haldinn að Síðumúla 6 og í gegnum fjarfundabúnað á Glerárgötu 20 Akureyri. Fundurinn var afar vel sóttur og stóð yfir frá kl: 13-15.

—————————-

Þórir Steingrímsson formaður bauð fundargesti velkomna og setti fundinn. Fundarstjóri var tilnefndur Gísli Ólafur Pétursson og fundarritari Særún Harðardóttir og var það samþykkt.

Þá var gengið til dagskrár aðalfundar.

  • 1. Skýrsla stjórnar félagsins. Formaður flutti skýrslu stjórnar.
  • 2. Framlagðir endurskoðaðir reikningar til samþykktar. Þórólfur Árnason gjaldkeri lagði fram endurskoðaða reikninga félagsins og voru þeir samþykktir samhljóða.
  • 3. Lagabreytingatillögur bornar upp til afgreiðslu. Engar lagabreytingatillögur komu fram.
  • 4. Kosning stjórnar. Ný stjórn var kosin og hana skipa nú Þórir Steingrímsson, formaður, Hildur Grétarsdóttir, gjaldkeri, Særún Harðardóttir, ritari, Albert Páll Sigurðsson, Edda Þórarinsdóttir og Páll Árdal í aðalstjórn og Ólöf Þorsteinsdóttir og Axel Sigurðsson í varastjórn.
  • 5. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga. Lagt var til að Ellert B. Skúlason og Bergur Jónsson yrðu félagskjörnir skoðunarmenn reikninga og var það samþykkt samhljóða.
  • 6. Fjárhagsáætlun borin upp til samþykktar. Engin fjárhagsáætlun var borin upp að þessu sinni.
  • 7. Kosning fulltrúa og talsmanna félagsins í ráð og nefndir. Formaður kynnti nöfn þeirra sem hafa verið talsmenn málefnahópa Heilaheilla og lagði til að þeirra væri áfram óskað í þau störf. Var það samþykkt samhljóða af aðalfundi.
  • 8. Önnur mál. Engin mál voru borin upp.

 

Eftir frábærar kaffiveitingar kaffihópsins kynntu þeir Dr. Þorleifur Friðriksson og Encho Stoyanov ferð til Búlgaríu í vor (sjá nánar á heimasíðu Heilaheilla). Þá kynnti Edda Þórarinsdóttir málþing sem halda á í Borgarleikhúsinu þann 4. mars nk.

Þá var aðalfundi Heilaheilla slitið.

 

 

Særún Harðardóttir fundarritari.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur