Aðalfundargerð 2014

Bls. 1 – Fyrsti hluti laugardaginn 8. mars kl. 14-16.
Fundarritari: Kolbrún Stefánsdóttir.

Bls. 3 – Annar hluti, framhaldsaðalfundur, laugardaginn 5. apríl kl. 13-15:10. Fundarritari: Gísli Ólafur Pétursson.

Bls. 6 – Þriðji hluti, framhaldsaðalfundur, föstudaginn 6. júní kl. 16-18:10.
Fundarritari: Gísli Ólafur Pétursson.

*  *  *  *  *  *

Aðalfundur Heilaheilla, laugardaginn 8. mars 2014 kl. 14-16, Síðumúla 6, 108 Reykjavík (SÍBS ) og Glerárgötu 20, 600 Akureyri (Greifanum ) 

Fundargerð aðalfundar:

Formaður, Þórir Steingrímsson, setti fundinn og bauð fundagesti velkomna. Hann lýsti ánægju sinni með góða mætingu og gekk úr skugga um að fjarbúnaður virkaði við Akureyri en norðanmenn voru saman komnir á Greifanum og tóku þátt í fundinum. Formaður kynnti tillögu um fundarstjóra, Pétur Guðmundarson lögmann, og var hann samþykktur af fundinum. Kolbrún Stefánsdóttir var skipuð ritari.
Fundarstjóri kannaði lögmæti boðunar og lét merkja kjörseðla eftir því hvað verið var að kjósa. F fyrir formannskjörið S fyrir aðrir stjórnarmenn og V fyrir varamenn.
Kannaður var fjöldi félagsmanna í sal. Kallað var eftir umboðum, þau yfirfarin, afstemmd við félagatal og samþykkt af fundarstjóra. Fjöldi fundarmanna var 59 í Reykjavík en 9 á Akureyri. Umboð voru 7 í Reykjavík og 2 á Akureyri.
Alls 77 atkvæði.
Ábending kom frá fundarstjóra að í framtíðinni væru seðlarnir merktir fyrirfram til að flýta afgreiðslunni.

Var þá gengið til auglýstrar dagskrár.

1. Skýrsla stjórnar félagsins:
Þórir formaður fór yfir starfsemi ársins. Hann gat þess að starfsemin hefði eflst á árinu þrátt fyrir óvenju bága fjárhagsstöðu, en engir styrkir komu frá ríkinu að þessu sinni utan 600.000,- kr úr sérstökum sjóði ráðuneytis velferðarmála. Félagsmenn hafa tekið virkan þátt í þriðjudagsfundum, og vikulegum málstolsfundum. Þá eru ónefndir laugardagsfundir, ferðalög og fleira og allt unnið í sjálfboðastarfi.
Heilaheill gerðist aðili að ÖBI á árinu en of seint til að fá styrk en þó er vonarpeningur í uppgjöri ÖBI á skiptingu hagnaðar 2013 til aðildarfélaga. Félagið gerðist aðili að Nordisk Afasirådet og er líka aðili að Evrópusamtökunum Save. Félagið greiðir árgjald 300 Evrur eða 48.000 kr en samtökin endurgreiddu allan ferðakostnað vegna ferða á þeirra vegum. Formaður telur að þátttaka í erlendu samstafi auki víðsýni og þekkingu, en auk þess nýtur félagið reynslu og þekkingar þessara stóru þjóða af forvörnum, meðhöndlun og endurhæfingu.
Þá var gefið út blað félagsins „Slagorð“ í 5000 eintökum.

Orðið gefið laust um skýrslu stjórnar.
Edda Þórarinsdóttir stjórnarmaður kom í pontu og gerði grein fyrir sinni upplifun af starfseminni síðasta árið og dró fram ýmislegt sem henni fannst að hefði mátt betur fara. Hún kvartaði undan sambandsleysi stjórnar við formann félagsins og kallaði eftir breytingum.
Þórir kom í pontu, gaf stutt andsvar en stakk upp á að ef menn vildu ræða þessi atriði yrði það gert undir liðnum önnur mál.
Gunnar Pálmason tók til máls og lýsti óánægju með þessar ásakanir og kvaðst ánægður með störf stjórnenda félagsins til margra ára. Hann lýsti síðan stuðningi og trausti til formanns. Hann minnti á að sjaldan veldur einn þá tveir deila.
Björn Gunnarsson var næstur í pontu og sagðist alltaf hafa skynjað góðan félagsanda í félaginu en lýsti óánægju með ef að stjórn hefði ekki fengið nægan tíma til að undirbúa aðalfundinn.
Gísli Pétursson sagðist ánægður með félagsstarfið þetta ár sem hann hefði verið í félaginu og kvað kostnað við vefumsjón ekki mikinn m.v. ef það yrði látið í hendur óviðkomandi aðila úti í bæ. Hann lýsti stuðningi við formann og sitjandi stjórn.

2. Ársreikningar félagsins síðasta starfsár lagðir fram til samþykktir.
Hildur Grétarsdóttir gjaldkeri kynnti reikningana og svaraði fyrirspurnum. Hún gat þess að tekjur væri mjög litlar þar sem ekki hefði komið styrkur frá ríkinu né frá ÖBI þar sem félagið hafi gengið í þess raðir seint á árinu. Hún skýrði frá því að von væri þó á styrk frá ÖBI fyrir síðasta ár en það er útdeiling hagnaðar ársins hjá ÖBI til aðildarfélaga þess. Reikningar bornir upp og samþykktir.

3. Lagabreytingar engar lagabreytingar voru lagðar fram að þessu sinni.

4. Kosning stjórnar.
Kynnt voru framboð til formanns sem kosið er um sér.
Særún Harðardóttir varaformaður var í framboði til formanns og kynnti sig og sínar áherslur í starfi. Hún kvaðst vilja draga úr samstarfi við erlend félög en einbeita sér að innlenda starfinu og efla það. Hún vildi auka þátttöku félagsmanna í starfsemi þess og efla kynningu á félaginu.
Þórir Steingrímsson sitjandi formaður var í framboði til formanns og kynnti sig og sín störf bæði innan félagsins og á almennum vinnumarkaði. Hann kvaðst vilja efla erlenda starfið og hið innlenda líka. Hann vill sjá félagið vaxa á allan máta og hafa sem best samstarf við alla aðila sem gætu komið því til góða í framtíðinni.
Gengið var til kosninga um formann.
Fundarstjóri lýsti Þóri réttkjörinn formann með 39 atkvæðum gegn 34 atkvæðum Særúnar.
Þórir biður um orðið og þakkar fyrir stuðninginn.
Næsta kosning er um tvo aðila í stjórn og er þá dreift seðlum merktum S.
Kallað var eftir framboðum og kom uppástunga um Þór Sigurðsson og Ástrós Sigurðardóttir. Þau komu í pontu og kynntu sig. Kallað var eftir fleiri framboðum. Albert Páll Sigurðsson sem verið hefur í stjórn í þrjú ár gaf kost á sér til endurkjörs og Björn Gunnarsson gaf einnig kost á sér í stjórn. Þá kom Dagmar Sævaldsdóttir í pontu og gaf kost á sér til setu í stjórn.
Fundarstjóri ákveður að halda áfram með dagskrá fundarins meðan atkvæði eru talin. 5. Kosning skoðunarmanna reikninga.
Tilnefnd voru Kolbrún Stefánsdóttir og Björgvin Kristófersson og voru þau samþykkt.

6. Fjárhagsáætlun næsta árs.
Tillaga kom frá formanni að fjárhagsáætlun yrði vísað til nýrrar stjórnar og var það samþykkt.

7. Kosning fulltrúa og talsmanna félagsins í ráð og nefndir
óafgreitt.

8. Önnur mál
Edda Þórarinsdóttir sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn kemur í pontu og þakkar fyrir sig. Hún óskar formanni til hamingju með kjörið. Birgir Henningsson tekur til máls og óskar formanni til hamingju með kjörið en óskar eftir því að næsta stjórn taki Faðm, félag barna foreldra með heilaskaða, meira að sér í framtíðinni.

Framhald kosninga, úrslit liggja fyrir
Talningu lokið í kjöri stjórnarmanna og voru Þór Sigurðsson (33) og Albert Páll (40) réttkjörnir í stjórn til 3.ára.
Hildur Grétars biður þá um orðið og segist ekki sjá að hennar áherslur nái fram að ganga í næstu stjórn og segir sig því úr stjórn. Særún kemur einnig í pontu og segir sig einnig úr stjórn. Dagmar kemur í pontu og segir sig frá framboðinu og úr félaginu.

Þá gerir fundarstjóri stutt hlé á fundi.
Fundarstjóri heldur síðan fundi áfram og segir að í samráði við stjórn félagsins hafi hann ákveðið að fresta fundi.
Framhaldsfundur verður svo fljótt sem verða má og verði þá einungis kosning til stjórnar á dagskrá.

Fundargerð ritar Kolbrún Stefánsdóttir.

*******************************************

FRAMHALDSAÐALFUNDUR HEILAHEILLA 2014

laugardaginn 5. apríl  kl. 13-15

I. hæð (á bakvið) í Síðumúla 6, 108 Reykjavík

og

Glerárgötu 20, 600 Akureyri

[Fjarfundur]

Dagskrá fundar verður frá því sem frá var horfið:

1) Kosning fundarstjóra
2) Kosning meðstjórnenda í stjórn HEILAHEILLA
3) Kosning varamanna í stjórn HEILAHEILLA
4) Önnur mál

Fundargerð

Formaður Heilaheilla, Þórir Steingrímsson, setti fundinn og þakkaði góða fundarsókn. Samþykktar voru tillögur hans um Tryggva Friðjónsson sem fundarstjóra og Sigurð Helgason sem vara-fundarstjóra. Hann kvað tvo félaga hafa tekið fúslega í að taka að sér fundarritun en hvorugur hefði náð nógu tímanlega á fundarstaðinn. Hann óskaði sjálfboðaliða til að rita fundargerð og Gísli Ólafur Pétursson varð við því.

Fundarstjóri, Tryggvi Friðjónsson, fór yfir boðun fundarins, bar hana saman við lög félagsins og vitnaði til samtals síns við stjórn félagsins og úrskurðaði hana löglega og komu engar athugasemdir fram við þá ákvörðun hans. Þrír einstaklingar sem áður áttu sæti í stjórn félagsins en sögðu sig úr stjórninni á fyrsta hluta aðalfundarins sögðust ekki hafa verið á fundi þar sem fundarboðið hafi verið kynnt.

Fyrir upphaf fundarins hafði fundarstjóra borist skrifleg og undirrituð tillaga (sjá fylgiskjal) um að ógilda samþykktir fyrri hluta aðalfundarins og ósk um að hún yrði borin undir atkvæði fundarins í upphafi hans. Fundarstjóri gerði grein fyrir því að um væri að ræða framhaldsaðalfund sem hefði á dagskrá sinni þau málefni sem út af hefðu staðið er fundinum var frestað, en það væri kosning þeirra aðalmanna í stjórn sem eftir væri að velja og varamanna og liðurinn önnur mál. Hann liti svo á að tillagan ætti því ekki heima á þessum fundi.

Þar sem ljóst væri að óeining væri í röðum félagsmanna og að hans mati væri mikilvægt fyrir félagið að félagsmenn næðu að komast sem best í gegnum þann félagslega vanda svo félagið gæti komið sterkt til nýrrar sóknar kvaðst hann ákveða að leyfa stuttar umræður um þessa ákvörðun sína.

Allnokkrar umræður urðu. Þar tóku þátt Edda Þórarinsdóttir, Arndís Bjarnadóttir, Axel Jespersen, Dagmar Bjartmarz, Gísli Gestsson, Gísli Ólafur Pétursson,  Marianne Elisabeth Klinke og Þórir Steingrímsson.

Þá gerði fundarstjóri kaffihlé.

Eftir kaffihlé lagði fundarstjóri fram tillögu um að kosnir yrðu félagar í starfshóp sem hafa skyldi það hlutverk að velja þriggja manna uppstillingarnefnd til að stilla upp félagsmönnum til kjörs í þau lausu stjórnarsæti sem um er að ræða með það að markmiði að samhæfa sjónarmið félagsmanna um starfsstefnu félagsins og styrkja það til sóknar í hagsmunabaráttu Heilaheilla fyrir hönd slagþolenda, félagsmanna sinna. Meira yrði ekki gert á þessum framhaldsaðalfundi. Þegar niðurstaða uppstillingarnefndarinnar lægi fyrir yrði boðað til síðasta hluta þessa aðalfundar til að ljúka aðalfundarstörfum ársins.

Dálitlar umræður urðu um þessa tillögu. Þar tóku til máls Axel Jespersen, Baldur Kristjánsson, Bjarni Eiríkur Sigurðsson, Edda Þórarinsdóttir, Marianne Elisabeth Klinke og Þórir Steingrímsson. Ákveðið var að velja fimm félaga í starfshópinn. Valdir voru samhljóða:

Nafn Staður Sími Netfang
Arndís Bjarnadóttir Rvík 896-2035 ArnBjarn@internet.is og ArnBjarn@LSH.is
Axel Jespersen Rvík 864-2558 Jaxli@simnet.is
Haraldur Bergur Ævarsson Akureyri 892-7873 Laugartun19@simnet.is
Sigurður Helgason Rvík 899-0160 Helgason.Sigurdur@gmail.com
Þór Sigurðsson Rvík 861-1462 Duftinn@gmail.com

Fundi slitið kl. 15:10.

Fundarritari: Gísli Ólafur Pétursson.

Yfirfarið af fundarstjóra 8. apríl 2014.

————————————————————————————

AÐALFUNDI HEILAHEILLA 2014 fram haldið

föstudaginn 6. júní  kl. 16-18:10 í Síðumúla 6, 108 Reykjavík

og Glerárgötu 20, 600 Akureyri [Fjarfundur]

Dagskrá:

1) Kosning 6 stjórnarmanna

a) Skýrsla þriggja manna nefndar

2) Önnur mál

Fundargerð

Formaður Heilaheilla, Þórir Steingrímsson,  bauð fundarmenn velkomna og lagði til að Tryggvi Friðjónsson yrði kosinn fundarstjóri og Gísli Ólafur Pétursson, fundarritari, sem var samþykkt.

Fundarstjóri fór yfir boðun fundarins. Einn fundarmanna vísaði fram blaði sem borist hafði rétt merkt en sýnilega sloppið óáprentað gegnum prentvélina. Fjórir aðrir töldu sig ekki hafa fengið fundarboð með réttum hætti. Aðrir viðstaddir syðra og nyrðra höfðu fengið fundarboðin bæði póstlögð og í netpósti með hinum löglega fyrirvara sem er hálfur mánuður. Fundarstjóri úrskurðaði að fundurinn væri löglega boðaður.

Á fundinum voru 12 í Reykjavík og 3 á Akureyri. Áður en kom að kosningu höfðu þrír bæst við í Reykjavík

1. Kosning 6 stjórnarmanna og a) skýrsla þriggja manna nefndar. 

Fundarstjóri lagði til að fyrst yrði tekin fyrir skýrsla þriggja manna nefndarinnar og síðan færi kosningin fram. Þessi dagskrártillaga var samþykkt.

Skýrsla þriggja manna nefndarinnar
Nefndina skipuðu þeir Axel Jespersen, Baldur Kristjánsson og Haraldur Bergur Ævarsson og Axel var í fyrirsvari á þessum fundi. Hann kynnti skýrsluna og svaraði jafnharðan fyrirspurnum fundarmanna. Eftir að hann lauk máli sínu urðu ekki frekari umræður um skýrsluna – sem hefur um alllangt skeið verið öllum nettengdum félagsmönnum tiltæk á vef Heilaheilla.
Skýrslan opnast með þessari vísun: https://heilaheill.is/?pageid=588

Kosning 6 atjórnarmanna
Þriggja manna nefndin hafði skilað inn nöfnum sex félagsmanna sem samþykkt höfðu að gefa kost á sér til stjórnarsetu.  Það voru þau Gísli Ólafur Pétursson, Kolbrún Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Páll Árdal, Árni Bergmann og Guðrún Torfhildur Gísladóttir. Við bættist Gunnhildur Hjartardóttir sem á fundinum bauð sig fram til stjórnarsetu.

18 atkvæði voru greidd og féllu þannig að

4 aðalmenn í stjórn voru kjörin þau

Guðrún Torfhildur Gísladóttir 18 atkvæði,
Árni Bergmann 17 atkvæði,
Gísli Ólafur Pétursson 17 atkvæði,
Baldur Kristjánsson 16 atkvæði.

2 varamenn í stjórn voru kjörin 

Páll Árdal15 atkvæði,
Kolbrún Stefánsdóttir 13 atkvæði.

Gunnhildur Hjartardótti náði ekki kjöri, fékk 12 atkvæði, en bauð fram krafta sína til aðstoðar við að efla starfsemi Heilaheilla og stuðla að framhaldi áanægjulegra félagsfunda.

2. Önnur mál

Ólöf Þorsteinsdóttir kvaddi sér hljóðs. Það var hún sem hafði fengið auða blaðið í stað fundarboðsins. Hún sagði þetta fylla mælinn og sagði sig úr félaginu Heilaheill.

Arndís Bjarnadóttir tók næst til máls og kvaddi Ólöfu með kærum þökkum fyrir samstarfið.

Fleiri tóku ekki til máls og fundarstjóri gaf lokaorðið formanni félagsins, Þóri Steingrímssyni. Hann þakkaði fundarmönnum setuna og einnig sérstaklega þeim sem störfuðu í fimm-manna nefndinni og þeim sem störfuðu í þriggja manna nefndinni – og sleit svo þessum tvíframlengda aðalfundi Heilaheilla árið 2014.

Fundarritari: Gísli Ólafur Pétursson.

Yfirfarið af fundarstjóra 10. júní 2014.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur