Aðalfundur 2025

Aðalfundur Heilaheilla var haldinn í Mannréttindahúsinu – ÖBÍ, Sigtúni 42 Reykjavík, sunnudaginn 2. mars kl.13:00. Nettenging til Akureyrar á ZOOM.   Fimm mættir í Sigtúninu og sex á Akureyri.

Formaður Þórir Steingrímsson setti fundinn og stakk upp á sér sem fundarstjóra, er var samþykkt mótatkvæðalaust og tók við fundarstjórn.  Stakk hann upp á því að Kristín Árdal yrði fundarritari og var það samþykkt mótatkvæðalaust.  Kallaði hann eftir athugasemdum um fundarboðið, er bárust ekki.  Gengið var til dagskrár.

    1. Skýrsla stjórnar félagsins.
      Formaður stakk upp á því að skýrsla stjórnar og skoðaðir reikningar yrðu borin saman undir fundinn og var það samþykkt.  Gaf hann síðan skýrslu stjórnar.  
    2. Framlagðir endurskoðaðir reikningar til samþykktar.  
      Páll Áral, gjaldkeri, lagði fram reikninga félagsins og gerði grein fyrir þeim.
      Fundarstjóri bar síðan skýrslu stjórnar og reikninga undir fundinn, er voru samþykkt samhljóma.
    3. Lagabreytingatillögur bornar upp til afgreiðslu
      Fundarstjóri lagði fram breytingar á lögum félagsins og gerði grein fyrir þeim.  Las hann upp lögin eins og þau myndu verða og bar undir fundinn, er samþykkti breytinguna mótatkvæðalaust.
    4. Kosning stjórnar.
      Engar kosningar stjórnarmanna
    5. Kosning 2ja skoðunarmanna reikninga.
      Stungið var uppá þeim Þór Sigurðssyni og Baldri Benedikt Ermenreki Kristjánssyni sem skoðunarmönnum reikninga og voru þeir samþykktir.
    6. Fjárhagsáætlun borin upp til samþykktar.
      Kom fram tillaga um að haldið yrði áfram á sömu braut og eins og áður, þ.e.a.s., eins og s.l. ár og var það samþykkt.
    7. Kosning fulltrúa og talsmanna félagsins í ráð og nefndir.
      Kom fram tillaga að þessum lið yrði vísað til stjórnar og var það samþykkt.
    8. Önnur mál
      Hér urðu nokkrar umræður um að heyrast hefði mátt í Heilaheill þegar austur/vestur flugbrautinni var lokað á Reykjavíkurflugvelli. Ákveðið að Heilaheill mætti leggja orð í belg í svona málum því mínútur geta skipt máli. Þetta er ekki eingöngu landsbyggðarmál því þetta skiptir máli fyrir alla landsmenn.  Var tekið undir þetta sjónarmið
Fundi slitið
Kristín Árdal
fundarritari

 

 

 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur