Laugardaginn 12. janúar fundaði stjórn HEILAHEILLA og HEILAHEILLARÁÐIÐ saman um framtíð félagsins og þau markmið sem það setur sér í samvinnu við aðila, – hvort sem það eru áhugafélög, fagaðilar eða stjórnvöld! Málin voru krufinn til mergjar, m.a. yfir borðum og nýttu þátttakendur tímann vel. Mörg ný sjónarmið komu fram er tóku á brýnustu málefnum slagþola í samvinnu við fagaðila, lækna, hjúkrunarfræðinga, talmeinafræðinga, heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytið o.s.frv.; skipulag um eftirfylgni eftir áfall úti í samfélaginu; kynningu á félaginu fyrir almenning í samvinnu við ÖBÍ, en Þuríður Harpa Sigurðardóttir heimsótti fundinn og hvatti til samvinnu um ýmis málefni. Allt það sem kom fram á fundinum mun vera leiðbeinandi fyri stjórn. Þeir félagar sem sátu fundinn og komu víða að voru þau Gísli Ólafur Pétursson, Kópavogi; Sigríður Sólveig Stefánsdóttir, Akureyri; Lilja Stefánsdóttir, Reykjanesbæ; Bergþóra Annasdóttir, Kópavogi; Birgir Henningsson, Reykjavík; Þórir Steingrímsson, Kópavogi; Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, Árborg; Páll Hallfreður Árdal, Akureyri og Kolbrún Stefánsdóttir, Kópavogi.