Aðalfundur félagsins var haldinn laugardaginn 26. mars 2022 í Sigtúni 42, Reykjavík, með beintengingu við Akureyri. Gísli Ólafur Pétursson var kosinn fundarstjóri og Baldur Benedikt E Kristjánsson ritari. Gengið var til venjubundinnar dagskrá og flutti formaðurinn, Þórir Steingrímsson, skýrslu stjórnar og gjaldkeri, Páll Árdal, lagði fram reikninga fyrir árið 2021. Var hvorutveggja samþykkt samhljóða. Margar fyrirspurnir voru lagðar fram og þar var lagt til að félagsgjaldið yrði áfram valkvætt, en hverjum félagsmanni væru sendar hvatningar um greiðslu á 1.000,- kr og einnig reikninganúmer er auðveldaði honum að greiða. Ekki var kosið til stjórnar að þessu sinni, en Valgerður Sverrisdóttir og Þór Sigurðsson voru aftur kosin félagslegir skoðunarmenn reikninga. Engar lagabreytingar voru að þessu sinni, en samkvæmt tillögu formanns var samþykkt, að auk stjórnar og skoðunarmanna reikninga, gegndu þær Þórunn Hanna Halldórsdóttir og Ingunn Högnadóttur talmeinfræðingar ásamt Bryndísi Bragadóttur, sjúklingi, skipulagi um málstolsþjálfun félagsmanna. Þá var lagt til að Dr. Marianne E. Klinke forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og tauga-endurhæfingasjúklinga, við HÍ og Björn Logi Þórarinsson lyf- og taugasérfræðingur væru félaginu til ráðgjafar um “Viljayfirlýsingu SAP-E” og leikskólaátakið “Angels”. Eftir að aðalfundargestir gæddu sér á veitingum og meðlæti, snéru þeir ánægðir heim.