SLAGDAGUR HEILAHEILLA tókst mjög vel í Reykjavík og á Akureyri. Eins og áður hefur komið fram bauð félagið upp á ókeypis áhættumat á gestum í verslunarmiðstöðvunum Kringlunni, Smáralindinni og einnig ráðleggingar við Glerártorg á Akureyri . Heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, opnaði SLAGDAGINN í Smáralindinni, með kaup á fyrsta barmmerki félagsins, sem Edda Þórarinsdóttir, leikkona, færði honum og nældi á hann.
Langar biðraðir mynduðust við hvert borð hjúkrunarfræðinganna, er mældu blóðþrýstinginn, sem vísuðu svo til læknanna ef þeim þótti þörf á.
Þessir fagaðilar voru sérfræðigngar frá Taugadeild B2 Landspítalans við Fossvog , Grensásdeild, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Kristnesi.
Margir fengu læknisfræðilegar ráðlegginingar, að sjáfsögðu misalvarlegar, en það kom fyrir að sumir fengu beinan vegísi upp á „bráðadeild“ Landspítalans, þar sem læknum þótti ástæða til að láta rannsaka viðkomandi betur. Það er von félagsins að gera þetta að árlegum viðburði, því markmið félagsins er að vekja athygli almennings á fyrirbyggjandi þáttum slags.