Útrás Heilaheilla – Sunnaas spítalinn skoðaður

Sunnaas endurhæfingarstofnunin

Ingólfi Margeirssyni, fræðslufulltrúa Heilaheilla var boðið af hjúkrunarfólki Sunnaas endurhæfingarspítalans á Nesodden við Oslófjörðinn, að halda fyrirlestur um bata sinn eftir heilaslag og segja sérstaklega frá starfsemi Heilaheilla.
Ingólfur heimsótti spítalann í júlímánuði í sumar og ræddi við hjúkrunarfólk og sjúklinga.

Sunnaas endurhæfingarsjúkrahúsið stendur á Nesodden, miklum skaga sem teygir sig í Oslófjörðinn skammt frá Osló. Bæði er unnt að aka út á skagann eða taka ferju frá höfninni í Osló. Ferjuferðin tekur aðeins 15 – 20 mínútur og er mælt með þeim ferðarmáta.

Í raun er Sunnaas endurhæfingarstofnunin 3 spítalar, einn á Nesodden, einn í Askim , einn í borginni Dröbak. Allir þessir staðir eru í nágrenni Oslóar og samanlagður rúmafjöldi fyrir sjúklinga er um 150 í dag. Legurýmið fer þó stækkandi. Sunnaas er langþekktasta endurhæfingarsjúkrahús í Noregi og víðar.

Hjónin Rolf og Berit Sunnaas sem stofnuðu sjúkrahúsið upp úr síðari heimsstyrjöld. Þau ráku í fyrstu endurhæfingarspítala í Osló. Þeim þótti borgin óheppilegur staður fyrir endurhæfingu og vildu leggja meiri áherslu á náttúrufegurð og heimilislegar vistarverur. Grunninn
að þessari mannúðarstefnu lögðu þau með stofnun spítalans á Nesodden
sem skírður var eftir nafni þeirra, Sunnaas árið 1948. Einnig gættu þau þess, að allt hjúkrunarfólk væri fyrsta flokks, með góða menntun og mikla reynslu. Þeirri stefnu er fylgt enn þann dag í dag.

Þrír spítalar í kringum Osló
Hugsun dr. Rolfs og eiginkonu hans Berit var einfaldlega sú að búa sjúklingum mannlegt umhverfi og láta þá sjálfa ráða sem mestu.
Sunnaas spítalinn var því „sjúklingavæddur.“ Hann var sá fyrsti þeirrar gerðar í Noregi og víðar á Norðurlöndum og á meginlandi Evrópu og vakti verðskuldaða athygli og jafnvel deilur. Sunnaas stofnunin hélt stöðugt áfram að vaxa, og á sjöunda og áttunda árartugnum risu þrír spítalar til viðbótar í nálægð við Osló. Eftir andlát dr. Rolfs árið 1979 tók Oslóborg ( Akerhus hreppur) við rekstri sjúkrahússins. Flest legupláss á Nesodden spítalanum var á 8.

áratugnum en þá bauð sjúkrahúsið 279 rúm.Hinar upphaflegu hugmyndir lifa áfram og eru iðkaðar. Spítalinn er allur mjög mannúðlegur  og öllu sem minnir á sjúkrahúsvist er haldið í lágmarki, en reynt að gera húsið heimilislegt og notalegt. Umhverfið um spítalann er himneskt: Stór skógur með fallegum stígum liggur umhverfis spítalann og stutt í fallegan fjörðinn. Leiðir  liggja niður að strönd þar sem smábátar rugga við litlar timburbryggjur. Lítil eyja er fyrir utan ströndina. Þar býr margt af hjúkrunarfólkinu  í fallegum tréhúsum.

Margt hjúkrunarfólksins eru sálfræðingar. Einn sálfræðingurinn sagði við fulltrúa Heilaheilla, að það væri algengt að sálfræðingarnir byðu sjúklingum sínum í kaffi og spjall á heimilum sínum í stað þess að yfirheyra þá á köldum læknastofum. Sálarleg vellíðan, öryggi  og jafnvægi eru grunnþættir í meðferðinni.

Margþættuð endurhæfing
Sunnaas býður upp á marþætta endurhæfingu. Þannig er deild fyrir fólk með almenna heilaskaða, önnur fyrir sjúklinga sem hlotið hafa heilaslag. Enn ein er fyrir mænuskaðaða. Þá er sérdeild fyrir fjölfötlun (multitrauma). Auk þess eru margar sérdeildir sem tengjast nær allar hinum deildum, eins og sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, talmeinafræði eða talþjálfun. Þá er sérstök rannsóknardeild, aðallega fyrir stúdenta sem leggja stund á hjúkrunargreinar, eins og læknisfræði, hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun og þar fram eftir götunum.
Sunnaas var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 1993. Þá er þar þjónustumiðstöð og sálfræðingaaðstoð.

Margir Íslendingar sem hafa unnið og vinna við Grensás eru menntaðir á Nesodden. Þannig er Guðrún Karldóttir sérhæfð á Sunnaas.
Sálfræðingurinn Sólrún sálfræðingur á Grensás er menntuð frá Sunnaas og er að skrifa doktorsritgerð sína þar um þessar mundir. Margt hjúkrunarfólk m.a. frá Grensási,  hefur heimsótt Sunnaas reglulega.

Það er ekki aðeins lögð áhersla á góð samskipti sjúklinga og hjúkrunarfólks heldur einnig utanaðkomandi gesti, ekki síst fjölskyldumeðlimi og samskipti þeirra ásjúklinga. Fjölskyldumeðlimir eiga kost á að sofa í nærliggjandi herbergjum fyrir lítinn kostnað en börn undir 12 ára fá næturgistingu ókeypis. Þetta er gert til að halda sterkum böndum milli sjúklinga og fjölskyldumeðlima. Mikið er um skilnaði maka eftir að annar þeirra verður öryrkja. Karlar fara í mun meiri mæli frá fatlaðri konu en öfugt. Reynt er að koma fyrir upplausn hjónabanda og sambanda með því að styrkja tengsl sjúklinga og ástvina þess sem unnt er.

Eftir fyrirlestur Ingólfs um ástand heilaslagsjúklinga var mikið spurt. Einkum spurðu sálfræðingar um áherslu andlegrar umönnunar við endurhæfingarsjúklinga á Íslandi. Það kom þeim á óvart að andlega þættinum var augljóslega minna sinnt en þeim líkamlega.
Þeir spurðu mikið um upplýsingar  og fræðslu um kynlíf þeirra og öryrkja almennt og urðu undrandi þegar þeir heyrðu, að nánast  engin áhersla væri lögð á þá hluti. Mun meira væri lögð á aðra þætti eins og líkamsþjálfun og mataræði. Þeir urðu einnig undrandi á að heyra, að lögð væri miklu meiri áhersla á líkamlega þjálfun en þá andlegu.

Eftir að Ingólfur hafði farið yfir sjúkrasögu sína, greindi hann frá starfi Heilaheilla og sýndi m.a. heimasíðu samtakanna.
Norðmennirnir dáðust mjög að starfi Heilaheilla og sögðu að það félli vel að grunnhugsun Sunnaas að nesti batinn væri sá sem sjúklingarnir berðust sjálfir fyrir. Þeir sögðu einnig að Heilaheill stæði miklu framar en sambærileg samtök heilaslagsjúklinga í Noregi og á Norðurlöndum.

Þeir undruðust hve stóran þátt af vandamálum er fylgja heilaslagi sem Heilaheill tækju að sér. Þannig datt andlitið  af mörgum þeirra, þegar Ingólfur fræddi Norðmennina um að Heilaheill ætti gott samstarf við heilbrigðisráðuneytið, ráðherra, alþingi og stjórnsýsluna auk fyrirtæki í einkageiranum. Einn fundargesta stóð upp á fundinum og hrópaði: „Samstarf við ráðherra! Svoleiðis er ekki hægt hér. Við bíðum bara og sjáum hvað við fáum frá sveitarfélafi og ríki. “ Enn meira var gripið fram í ræðu Ingólfs þegar hann sagði að fyrrverandi heilbrigðisráðherra, hin hálfnorska Siv Friðleifsdóttir, (móðirin er norsk) hefði haldið ræðu á ráðstefnu Heilaheilla. Slíkt þykir óhugsandi á Íslandi. Ingólfur útskýrði að aðstæður væru auðvitað öðruvísi á Íslandi vegna mannfæðar og nálægðar.

Norðmenn urðu einnig hrifnir af fjársöfnum Heilaheilla og samstarfi við fyrirtæki.

Yfirsálfræðingur Sunnaas sagði yfir salinn að Heilaheill hefði unnið frumkvöðlastarf á Norðurlöndum og nauðsynlegt að feta í fótspor þeirra. Hún dáðist af slagorðum Heilaheilla: Lífið heldur áfram!

Þetta er ekki búið! Og Áfall er ekki endirinn, og lýsti því yfir að Sunnaas myndi stela þessum yfirskriftum Heilaheilla og koma þeim í gagnið á Sunnaas.

Þannig lauk fyrstu útrás Heilaheilla. Vonandi fer Heilaheill í fleiri útrásir á næstunni. Það er greinilegt að vara vor er seljanleg!

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur