Að láta vita af sér í 112!

Fimmtudaginn 20. nóvember kynnti Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, starfsemi félagsins fyrir vistmönnum Blindrafélagsins, samtökum blindra og sjónskertra á Íslandi, í Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík.  Fór hann yfir starfsemi félagsins og brýndi fyrir vistmönnum að láta vita af sér í 112, í Neyðarlínuna, þegar þeir verða varir við fyrstu einkenna slagsins, sjóntruflun; andlitslömun; lömun útlima og […]

Stórnarfundur 3. nóvember 2025

Mætt:  Þórir Steingrímsson, formaður; Páll Árdal, gjaldkeri; Sædís Björk Þórðardóttir ritari; Kristín Árdal og Gísli Geirsson varastjórn. Dagskrá:  Formaður gefur skýrslu Búnir að vera nokkrir fundir sem að Þórir Steingrímsson formaður og Gísli Geirsson meðstjórnandi hafa farið á.  Fóru í Nauthólsvík og sátu fund með ÖBÍ, þar sem var verið að fara yfir starf félagsins […]

Fjöldi manns lét mæla sig!

Á hinum árlega alþjóðaslagdegi HEILAHEILLA lét fjöldi manns mæla í sér blóðþrýstinginn í Kringlunni í Reykjavík og á Glerártorgi Akureyri, er læknar og hjúkrunarfræðingar önnuðust og gáfu gestum og gangandi leiðbeiningar um heilsufar sitt.  Þetta átak félagsins er liður í átaki um að vekja almenning til vitundar um áhættuþætti slagsins, m.a. um of háan blóðþrýsting, […]

Stjórnarfundur 7. október 2025

Mætt:  Þórir Steingrímsson, formaður; Páll Árdal, gjaldkeri; Sædís Björk Þórðardóttir ritari; Kristín Árdal og Gísli Geirsson varastjórn. Dagskrá: Formaður gefur skýrslu Þórir er búinn að vera í tengslum við SAPE hópinn, verið að ýta á að funda.  Fundur á morgun hjá E.S.O https://eso-stroke.org.  Kristín Michelsen verður á næsta laugardagsfundi 1. nóvember hjá HEILAHEILL og mun […]

Fjölskyldumeðferð og eftirfylgni.

Laugardagsfundur HEILAHEILLA var haldinn 4. október 2025 í mannréttindahúsi ÖBÍ, Sigtúni 42, Reykjavík, þar sem Elín María Heiðberg, MA nemi í fjölskyldumeðferð við Félagsráðgjafardeild, HÍ, er ræddi við fundarmenn.  Þórir Steingrímsson, formaður félagsins, fór fyrst yfir stöðu félagsins og greindi frá markmiðum þess, að vekja almenning til vitundar um vöxt slagsins og ákominn heilaáverka.  Hann […]

Vetrarstarfið 2025-2026 hafið!

Fyrsti laugardagsfundur HEILAHEILLA var haldinn í félagsaðstöðu þess að Sigtúni 42, Reykjavík, með nettengingu til allra félagsmanna, er gátu fylgst með.  Þórir Steingrímsson, formaður félagsins flutti erindi um stöðu félagsins og starfið framundan.  Greindi hann frá því að hann væri landsfulltrúi Íslands (national coordinator) innan SAP-E, ásamt Birni Loga Þórarinssyni, lyf- og taugasérfræðingi og Dr. Marianne Elisabeth Klinke, […]

Stjórnarfundur 1. september 2025

Mætt:  Þórir Steingrímsson, formaður; Páll Árdal, gjaldkeri; Sædís Björk Þórðardóttir ritari; Kristín Árdal og Gísli Geirsson varastjórn. Dagskrá: Formaður gefur skýrslu Varð ekki af fundi með landlækni eins og stóð til 28 ágúst. Þar sem varðar viljayfirlýsingu umnsamstarf. Fjármál félagsins Páll gjaldkeri segir frá stöðuna og komin greiðsla frá ÖBÍ og staðan ágæt. Staða HUGARFARS […]

Stjórnarfundur 11. ágúst 2025

Mætt:   Þórir Steingrímsson, formaður, Páll Árdal, gjaldkeri, Sædís Björk Þórðardóttir ritari, Kristín Árdal varastjórn Fjarverandi:   Gísli Geirsson varastjórn. Dagskrá: Formaðurinn gefur skýrslu Formaðurinn kvaðst hafa fengið pósta frá SAFE og SAP-E, vegna fyrirhugaðra ráðstefna þeirra félaga.  SAFE er í Svíþjóð í mars 2026.  Boðað hefur verið til fundar 28 ágúst með landlækni, vegna […]

Fundir HEILAHEILLA

HEILAHEILL verður með ókeypis fræðslu og skemmtan fyrir alla er hafa áhuga á málefninu. Reykjavík – Sigtúni 42, fyrsta laugardag hvers mánaðar kl.11:00 Hægt verður að fylgjast með fundinum á “Zoom” hér, – góðir gestir koma í heimsókn Akureyri – á Greifanum, Glerárgötu 20 annan miðvikudag hvers mánaðar kl.18:00 Hægt verður að fylgjast með fundinum […]

Stjórnarfundur 2. júní 2025

Stjórnar-fjarfundar HEILAHEILLA á ZOOM mánudaginn 2.júní 2025 kl.16:00. Mætt Þórir Steingrímsson, formaður, Páll Árdal, gjaldkeri, Sædís Björk Þórðardóttir ritari, Kristín Árdal og Gísli Geirsson varastjórn. Dagskrá: Formaðurinn gefur skýrslu Hvetur félaga að vera sýnilega allt árið.  Talmeinafræðingar, er voru á vegum félagsins s.l. vetrarönn, voru með lokahóf fyrir málstolshópana sína og lýstu yfir áhuga á […]

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur