Laugardagsfundur HEILAHEILLA var haldinn 4. október 2025 í mannréttindahúsi ÖBÍ, Sigtúni 42, Reykjavík, þar sem Elín María Heiðberg, MA nemi í fjölskyldumeðferð við Félagsráðgjafardeild, HÍ, er ræddi við fundarmenn. Þórir Steingrímsson, formaður félagsins, fór fyrst yfir stöðu félagsins og greindi frá markmiðum þess, að vekja almenning til vitundar um vöxt slagsins og ákominn heilaáverka. Hann […]
Fyrsti laugardagsfundur HEILAHEILLA var haldinn í félagsaðstöðu þess að Sigtúni 42, Reykjavík, með nettengingu til allra félagsmanna, er gátu fylgst með. Þórir Steingrímsson, formaður félagsins flutti erindi um stöðu félagsins og starfið framundan. Greindi hann frá því að hann væri landsfulltrúi Íslands (national coordinator) innan SAP-E, ásamt Birni Loga Þórarinssyni, lyf- og taugasérfræðingi og Dr. Marianne Elisabeth Klinke, […]
Mætt: Þórir Steingrímsson, formaður; Páll Árdal, gjaldkeri; Sædís Björk Þórðardóttir ritari; Kristín Árdal og Gísli Geirsson varastjórn. Dagskrá: Formaður gefur skýrslu Varð ekki af fundi með landlækni eins og stóð til 28 ágúst. Þar sem varðar viljayfirlýsingu umnsamstarf. Fjármál félagsins Páll gjaldkeri segir frá stöðuna og komin greiðsla frá ÖBÍ og staðan ágæt. Staða HUGARFARS […]
Mætt: Þórir Steingrímsson, formaður, Páll Árdal, gjaldkeri, Sædís Björk Þórðardóttir ritari, Kristín Árdal varastjórn Fjarverandi: Gísli Geirsson varastjórn. Dagskrá: Formaðurinn gefur skýrslu Formaðurinn kvaðst hafa fengið pósta frá SAFE og SAP-E, vegna fyrirhugaðra ráðstefna þeirra félaga. SAFE er í Svíþjóð í mars 2026. Boðað hefur verið til fundar 28 ágúst með landlækni, vegna […]
HEILAHEILL verður með ókeypis fræðslu og skemmtan fyrir alla er hafa áhuga á málefninu. Reykjavík – Sigtúni 42, fyrsta laugardag hvers mánaðar kl.11:00 Hægt verður að fylgjast með fundinum á “Zoom” hér, – góðir gestir koma í heimsókn Akureyri – á Greifanum, Glerárgötu 20 annan miðvikudag hvers mánaðar kl.18:00 Hægt verður að fylgjast með fundinum […]
Stjórnar-fjarfundar HEILAHEILLA á ZOOM mánudaginn 2.júní 2025 kl.16:00. Mætt Þórir Steingrímsson, formaður, Páll Árdal, gjaldkeri, Sædís Björk Þórðardóttir ritari, Kristín Árdal og Gísli Geirsson varastjórn. Dagskrá: Formaðurinn gefur skýrslu Hvetur félaga að vera sýnilega allt árið. Talmeinafræðingar, er voru á vegum félagsins s.l. vetrarönn, voru með lokahóf fyrir málstolshópana sína og lýstu yfir áhuga á […]
Drög á ensku að tilmælum til sérfræðinefndar Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks!
Nokkrir meðlimir hópastarfsin “Tökum til máls“, á vegum HEILAHEILLA, fyrir fólk með málstol, stýrt af þeim Þórunni Hönnu Halldórsdóttur og Helgu Thors talmeinafræðingum, fóru á fund í heilbrigð-isráðuneytinu til að ræða stöðu fólks með málstol og brýna þörf fyrir heildræna þjónustu fyrir full-orðna með ákomna máltruflun. Hafa þær m.a. leitt starf félagsins í samskiptum við […]
Afsakaðu félagi, einungis netfang þitt er ekki í félagaskrá HEILAHEILLA og við höfum ekki aðra burði að koma boðum til þín með öðrum hætti: Viljirðu bæta netfangi þínu við, – sendu tölvupóst úr því í heilaheill@heilaheill.is ásamt nafni og kennitölu.
Málstolshópur HEILAHEILLA “TÖKUM TIL MÁLS” kom sér saman, ásamt aðstandendum á ánægjulegri “lokaæfingu” að vori, á vænum veitingastað laugardaginn 17. maí s.l. og naut góðs hádegisverðar. Er þetta annað árið sem þetta átak hefur verið innan félagsins og hefur þjálfunin farið fram í aðstöðu þess í Mannréttindahúsi ÖBÍ, Sigtúni 42, Reykjavík. Hafa talmeina-fræðingarnir dr. Helga […]





