Drög á ensku að tilmælum til sérfræðinefndar Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks!
Nokkrir meðlimir hópastarfsin “Tökum til máls“, á vegum HEILAHEILLA, fyrir fólk með málstol, stýrt af þeim Þórunni Hönnu Halldórsdóttur og Helgu Thors talmeinafræðingum, fóru á fund í heilbrigð-isráðuneytinu til að ræða stöðu fólks með málstol og brýna þörf fyrir heildræna þjónustu fyrir full-orðna með ákomna máltruflun. Hafa þær m.a. leitt starf félagsins í samskiptum við […]
Afsakaðu félagi, einungis netfang þitt er ekki í félagaskrá HEILAHEILLA og við höfum ekki aðra burði að koma boðum til þín með öðrum hætti: Viljirðu bæta netfangi þínu við, – sendu tölvupóst úr því í heilaheill@heilaheill.is ásamt nafni og kennitölu.
Málstolshópur HEILAHEILLA “TÖKUM TIL MÁLS” kom sér saman, ásamt aðstandendum á ánægjulegri “lokaæfingu” að vori, á vænum veitingastað laugardaginn 17. maí s.l. og naut góðs hádegisverðar. Er þetta annað árið sem þetta átak hefur verið innan félagsins og hefur þjálfunin farið fram í aðstöðu þess í Mannréttindahúsi ÖBÍ, Sigtúni 42, Reykjavík. Hafa talmeina-fræðingarnir dr. Helga […]
Mættir: Þórir Steingrímsson, formaður, Páll Árdal, gjaldkeri, Sædís Björk Þórðardóttir ritari, Kristín Árdal og Gísli Geirsson varastjórn. Dagskrá: Formaðurinn gefur skýrslu Íslenska SAPE-deildin fór á fund heilbrigðisráðherra Ölmu Möller, þau Björn Logi Þórarinsson, lyf- og taugasérfræðingur, Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA og dr. Anna Bryndís Einarsdóttir, taugasérfræðingur og yfirlæknir taugadeildar Landspítalans B2. Umræðuefnið var undirritun viljayfirlýsingar […]
Mættir: Þórir Steingrímsson, formaður, Páll Árdal, gjaldkeri, Sædís Björk Þórðardóttir ritari, Kristín Árdal og Gísli Geirsson varastjórn. Dagskrá: Formaðurinn gefur skýrslu Formaðurinn setti fundinn bauð stjórn velkomna. Hann kvað fund með heilbrigðisráðherra um SAP-E hafa verið frestað til 30. apríl. Fjármál félagsins: Páll gjaldkeri, fór yfir stöðu reikninga, komið er svolítið inn eftir söfnun sem […]
Læknablaðið birti nýlega fróðlega grein þeirra Björns Loga Þórarinssonar, læknis, lyf- og taugasérfræðings og talsmanns SAP-E hér á landi og Dr. Marianne E. Klinke forstöðmanns fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingasjúklinga. Hafa þau verið tíðir gestir á “Laugardagsfundum” HEILAHEILLA og setið fyrir svörm! Þau draga fram nákvæma rannsókn í greininni á stöðu slagsjúklinga hér á […]
Laugardagsfundur HEILAHEILLA var haldinn 5. apríl 2025 í ODDSSTOFU Mannréttindahúss ÖBÍ, við góða aðsókn og með opinni Zoom-tengingu, – er hægt var að sækja á heimasíðunni. Formaðurinn Þórir Steingrímsson opnaði fundinn og bað alla velkomna og kynnti sérstaka gesti fundarins, er voru Finnbogi Jakobsson, taugasérfræðingur á endurhæfingardeild Landspítalans, Grensás, er fór yfir spasticities/spasma eftir slag […]
Heilaheill hefur tekið þátt í þróunarverkefni með Cerebrum, sem eru tékknesk samtök fólks um ákominn heilaskaða. Verkefnið var stutt af Uppbyggingasjóði EES og Noregs (EEA and Norway Grants). Verkefnið fól í sér heimsókn tékkneskra talmeinafræðinga og fulltrúa Cerebrum hingað til lands til að kynna sér starfsemi Heilaheilla, þ.m.t. hópastarf félagsins með fólki með málstol. Þá […]
Aðalfundur Heilaheilla var haldinn í Mannréttindahúsinu – ÖBÍ, Sigtúni 42 Reykjavík, sunnudaginn 2. mars kl.13:00. Nettenging til Akureyrar á ZOOM. Fimm mættir í Sigtúninu og sex á Akureyri. Formaður Þórir Steingrímsson setti fundinn og stakk upp á sér sem fundarstjóra, er var samþykkt mótatkvæðalaust og tók við fundarstjórn. Stakk hann upp á því að […]





