Merkur fundur var 15. janúar 2025 með fulltrúum HEILAHEILLA, Þóri Steingrímssyni formanni félagsins, Sædísi Þórðardóttur stjórnarmanni og Valgerði Sverrisdóttur félaga og verkefnahóps Landspítalans, þeim Margréti Evu Árnadóttur og Melkorku Jónsdóttur um að efla samskipti og samstarf milli aðila, – um upplifun slagsjúklinga og slagþola í heilbrigðiskerfinu. Rætt var um með-höndlun, endurhæfingu og eftirfylgni og með […]
Mættir: Þórir Steingrímsson, formaður, Páll Árdal, gjaldkeri, Sædís Björk Þórðardóttir ritari og Kristín Árdal, varastjórn Fjarverandi: Gísli Geirsson, varastjórn Dagskrá: Formaður gefur skýrslu Farið yfir þær ráðstefnur sem fyrirhugaðar eru: SAP-E – Þórir segir frá um hvað þetta snýst, til SOFIA, Búlgaríu 19.-22. janúar 2025. Verið að boða fund frá Landspítalanum um eftirfylgni eftir heilablóðfall, […]
30 ára afmælisfundur HEILAHEILLA var haldinn í húsakynnum félagsins 7. desember 2024 í Mann-réttindahúsinu ÖBÍ, Sigtúni 42, Reykjavík, með fjartengingu til félagsmanna um allt land. Þórir Steingrímsson, formaður, fór stuttlega yfir stofnun félagsins og hvers hlutverk þess er í dag, en félagið tekur þátt í sameiginlegu átaki evrópskrar aðgerðaráætlunar SAP-E, þar sem fagaðilar og sjúklingar […]
Mættir: Þórir Steingrímsson, formaður, Páll Árdal, gjaldkeri og Sædís Björk Þórðardóttir ritari, Kristín Árdalvarastjórn. FJARVERANDI: Gísli Geirsson,varastjórn. Formaðurinn gefur skýrslu Formaðurinn greindi frá því að hann og Dr. Marianne E. Klinke, taugahjúkrunarfræðingur og forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingasjúklinga færu á ráðstefnu SAP-E í janúar 2025 til Búlgaríu. Þau eru talsmenn/fulltrúar (National Coordinators) […]
Miðvikudaginn 6. nóvember héldu fulltrúar SAP-E (Stroke Action Plan for Europe), hér á landi Björn Logi Þórarinsson lyf- og taugalæknir, dr. Marianne E. Klinkeforstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingasjúklinga og Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, fund með Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra og Selmu Margréti Reynisdóttur, starfsmanni ráðuneytisins, um þátttöku Íslands í stærstu aðgerðaráætlun gegn slagi í Evrópu til 2030! Þessi fundur […]
Mættir: Þórir Steingrímsson, formaður, Páll Árdal, gjaldkeri og Sædís Björk Þórðardóttir ritari Kristín Árdal og Gísli Geirsson, varastjórn. Formaðurinn gefur skýrslu Búið að vera kynning vegna alþjóðlega slagdagsins, dagurinn er í raun 29 okt. en var ákveðið að halda daginn hér 2 nóv, að beiðni fagaðila innan Landspítala og annara sem koma að deginum. Einnig […]
Laugardagsfundur HEILAHEILLA fór fram samkvæmt venju í félagsaðstöðu þess í Mannréttindahúsi ÖBÍ, Sigtúni 42. Sérstakur gestur var hinn þjóðkunni Spaugstofumaður Karl Ágúst Úlfsson, leikari, leikstjóri og rithöfundur. Eftir inngangserindi Þóris Steingrímssonar, formanns HEILAHEILLA, um stöðu félagsins innan Evrópusamfélagsins SAP-E, las Karl upp bráðskemmtilega kafla úr handriti sínu í ætlaða bók, við mikinn fögnuð og hlátur […]
Fimmtudaginn 17. október kom fjöldi fólks á fund að Hæðargarði 31, um bókina Sjávarföll, um ættarsögu fimm kynslóða er glímdu við arfgenga heila-blæðingu. Persónur birtast okkur í því umhverfi og að-stæðum sem þær lifðu við samkvæmt þeim ríkulegu heimildum sem höfundur byggir söguna á. Frásögnin er sett fram á þann hátt að hún endurspeglar tíðaranda […]
Fjölsóttur aðalfundur Mannréttindasamtakanna ÖBÍ 2024 var haldinn dagana 4.-5. október í húsnæði Natura, Nauthólsvegi 52, Reykjavík og sendur var út á samskiptaforritinu Zoom. Kosið var um varaformann samtakanna og nýja stjórn með rafrænum hætti og gekk hún vel fyrir sig. HEILAHEILL er með 3 fulltrúa með atkvæðisrétt, er mættu til leiks ásamt 1 varamanni. Gengið […]
Verðbólgan hefur nefnilega leikið landsmenn grátt síðustu misseri. Það er allt of dýrt að fara út í búð, fólk á rétt svo fyrir húsnæðiskostnaði og það er illa hægt að gera eitthvað skemmtilegt þegar það er búið að greiða fyrir nauðsynjar. Þótt núna sé loksins farið að rofa til, stýrivextir hafi verið lækkaðir örlítið, er […]







