Bannað að fá slag!

Þórir Steingrímsson Formaður Heilaheilla
Þórir Steingrímsson Formaður Heilaheilla
Þórir Steingrímsson
Formaður Heilaheilla

Þetta kann að hljóma undarlega fyrir þá sem ekki þekkja, en staðreyndin er sú að u.þ.b. tveir einstaklingar fá slag hér á landi á dag. Slag, einnig nefnt heilablóðfall, verður er æð í eða við heila springur eða stíflast – blóðþurraslag og blæðandi slag, útleggst hér sem blóðsegi, blóðtappi eða blæðing í heila, heilablóðfall. Afleiðingar og orsakir slags eru margvíslegar, heilaskemmdir, t.d. lömun, gaumstol, málstol, hugstol o.s.frv., – jafnvel dauði. Sem betur fer ná margir fullum bata eftir slag og eru komnir aftur út í atvinnulífið og því getur umfjöllun um þessi málefni verið „dauðans alvara“, þegar horft er til þeirrar staðreyndar, að ef á að loka á taugasjúklingadeild Landspítalans B2 í u.þ.b. 6 vikur í sumar vegna sparnaðar, þá getur það varðað líf viðkomandi er fær slag í sumar og lífi hans getur verið stefnt í hættu, ef ekki eru rétt viðbrögð í hvívetna á staðnum.

Það er óumdeilt að rétt og kunnáttuleg bráðameðferð meðferð við upphaf slagsi hjá vel þjálfuðu og samhæfðu starfsfólki í heilbrigðiskerfinu um land allt, taugadeild Landspítala [slagteymi], geti skipt sköpum, hvort viðkomandi yfirleitt lifir af eða fái góðan bata eða geti snúið aftur út í atvinnulífið. Sama má segja um hjartaáföll, en vonandi stendur ekki til að loka hjartadeild Landspítalans af sömu ástæðum, – enda væri það fásinna. Þess vegna eru þær fréttir er bárust félögum HEILAHEILLA að loka ætti taugadeildinni í sumar reiðarslag, en markmið félagsins er að vinna að velferðar- og hagsmunamálum þeirra sem fengið hafa slag.
Þá hafa fulltrúar SAMTAUGAR [Samráðshópur taugasjúklingafélaga: Félag MND – sjúklinga; Heilaheill; LAUF – Þá hafa Landssamtök áhugafólks um flogaveiki; MG – félag Íslands; MS – félag Íslands og Parkinsonsamtökin á Íslandi] fregnað af lokunni og sett fram fyrirspurnir. SAMTAUG hefur um árabil styrkt taugadeildina til tækjakaupa og undirritaði þar að auki viljayfirlýsingu við LSH um samstarf árið 2005, að viðstöddum Jóni Kristjánssyni, þáverandi heilbrigðisráðherra. LSH telur það skyldu sína að rækta samband við almenning og ástunda samvinnu og samráð við hagsmunasamtök sjúklinga, en þessi lokun á B2 í sumar kemur SAMTAUG í opna skjöldu.

Heilaheill og SAMTAUG eru full meðvituð um þá erfiðleika sem yfirstjórn Landspítalans er á höndum í þeim fjárhagslegu þrengingum sem spítalinn er í eftir „hrunið“, en fallast ekki á þau rök er voru gefin, að loka þyrfti deildinni í sumar þar sem fjármagn til afleysinga á spítalanum 2010 sé um helmingur af því sem það var árið 2009 og nú væri komin röðin að B2! Í fyrra var B7 lokað og A6 sumarið þar áður. Verður hjartadeildinni þá lokað næsta sumar? Starfsemi taugadeildar mun flytja að hluta tímabundið á lungnadeild A6, en þeir sem ekki komast á A6, leggjast inn þar sem pláss er.

Rök yfirstjórnar Landspítalans um lokun taugadeildar finnst Heilaheill ekki ásættanleg. Starfsemin mun flytja tímabundið á A6, þannig að taugadeildin mun hafa rúm þar og síðan verða tækifæri til að koma sjúklingum á Grensásdeild í endurhæfingu jafnvel aðeins fyrr en verið hefur. Að mínu mati er þetta ekki svona einfalt. Það er alveg nóg að gera á A6 og Grensás og með fullri virðingu fyrir því frábæra starfsfólki, sem þar vinnur, þá búa þessar deildir ekki við sömu aðstæður, er þurfa að vera til staðar í bráðameðferð slagsjúklinga. Þó að yfirstjórn spítalans sé sannfærð um að veikustu taugasjúklingarnir munu fá sérhæfða þjónustu í þessu umhverfi, þá getur hver sá sem hefur orðið fyrir áfalli dæmt um, að þetta eru draumsýnir er geti jafnvel kostað mannslíf. Skora ég því á yfirstjórn Landspítalans að setja slagsjúklinga undir sama forgang og hjartasjúklinga, að öðrum kosti er landsmönnum hér með bannað að fá slag í þær 6 vikur sem B2 er lokað!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur