Bylting í meðferð vegna heilablóðfalls!


Afar áhugaverðar umræður fóru fram á fjarfundi HEILAHEILLA, í samkomubanninu, þar sem sérstakur gestur var Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, yfirlæknir, HVEST (Heilbrigðisstofnun Vestfjarða).  Sat hún fyrir svörum og greindi frá stöðu þeirra er fá heilalóðfall í hennar umdæmi.  Var hún sammála fagaðilum að það nýja verklag, er væri hafið innan heilbrigðiskerfisins, um segaleysandi meðferð og blóðsegabrottnám væri nokkurkonar bylting.  Að mati sérfræðinga væri hægt að koma í veg fyrir frekari skaða í heila, ef um blóðtappa væri að ræða, í 80% tilvika, – þ.e.a.s. ef slagþoli kemur sér strax undir læknishendur og hægt er að hefja viðeigandi meðferð.  Fjarfundir eru nú tíðkaðir í meira mæli en áður og gefur félögum HEILAHEILLA, sem og stjórn, að halda félagsstarfi áfram, þrátt fyrir heimsfaraldur Covid-19.  Er í ráði að næsti fjarfundur verði laugardaginn 6. júní kl.11:00 og auglýstur verður og eru allir velkomnir.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur