Afar áhugaverðar umræður fóru fram á fjarfundi HEILAHEILLA, í samkomubanninu, þar sem sérstakur gestur var Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, yfirlæknir, HVEST (Heilbrigðisstofnun Vestfjarða). Sat hún fyrir svörum og greindi frá stöðu þeirra er fá heilalóðfall í hennar umdæmi. Var hún sammála fagaðilum að það nýja verklag, er væri hafið innan heilbrigðiskerfisins, um segaleysandi meðferð og blóðsegabrottnám væri nokkurkonar bylting. Að mati sérfræðinga væri hægt að koma í veg fyrir frekari skaða í heila, ef um blóðtappa væri að ræða, í 80% tilvika, – þ.e.a.s. ef slagþoli kemur sér strax undir læknishendur og hægt er að hefja viðeigandi meðferð. Fjarfundir eru nú tíðkaðir í meira mæli en áður og gefur félögum HEILAHEILLA, sem og stjórn, að halda félagsstarfi áfram, þrátt fyrir heimsfaraldur Covid-19. Er í ráði að næsti fjarfundur verði laugardaginn 6. júní kl.11:00 og auglýstur verður og eru allir velkomnir.