Nýársfundur HEILAHEILLA í Reykjavík var haldinn laugardagsmorguninn 5. janúar 2019 í húsakynnum félagsins að Sigtúni 42, klukkan 11, að venju með morgunkaffi og meðlæti. Formaðurinn Þórir Steingrímsson gerði grein fyrir stöðu félagsins á nýju ári og þeim verkefnum sem biðu framundan. Voru bornar fram margar fyrirspurnir og lögðu fundarmenn sérstaka áherslu á að Heila-appið yrði kynnt meira og voru með margar uppástungur í því sambandi, þ.á.m. að kynna myndband það, sem gert var í samvinnu með ÖBÍ, þar sem þeim fannst það eiga erindi til þjóðarinnar allrar. Sérstakur gestur fundarins var leikarinn Atli Rafn Sigurðarson er kynnti söguþráð úr leikritinu “Draumur á Jónsmessunótt” eftir William Shakespeare sem er ætlunin að sýna í Þjóðleikhúsinu á næstunni. Leikur Atli Rafn eitt hlutverk í þessari uppfærslu. Var gerður góður rómur að flutningi hans og var sérstaklega þakkað með góðu lófataki.
Dreifum lífsbjörginni með því að ýta á hér!