Dreifum lífsbjörginni!

Nýársfundur HEILAHEILLA í Reykjavík var haldinn laugardagsmorguninn 5. janúar 2019 í húsakynnum félagsins að Sigtúni 42, klukkan 11, að venju með morgunkaffi og meðlæti.  Formaðurinn Þórir Steingrímsson gerði grein fyrir stöðu félagsins á nýju ári og þeim verkefnum sem biðu framundan.  Voru bornar fram margar fyrirspurnir og lögðu fundarmenn sérstaka áherslu á að Heila-appið yrði kynnt meira og voru með margar uppástungur í því sambandi, þ.á.m. að kynna myndband það, sem gert var í samvinnu með ÖBÍ, þar sem þeim fannst það eiga erindi til þjóðarinnar allrar.  Sérstakur gestur fundarins var leikarinn Atli Rafn Sigurðarson er kynnti söguþráð úr leikritinu “Draumur á Jónsmessunótt” eftir William Shakespeare sem er ætlunin að sýna í Þjóðleikhúsinu á næstunni.  Leikur Atli Rafn eitt hlutverk í þessari uppfærslu.  Var gerður góður rómur að flutningi hans og var sérstaklega þakkað með góðu lófataki.

Dreifum lífsbjörginni með því að ýta á hér!

 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur