Á dögunum voru helstu sérfræðingar landsins á merkri ráðstefnu ESO Dr. Anna Bryndís Einarsdóttir, yfirlæknir á Taugadeild Landspítalans, Dr. Marianne Elisabeth Klinke, forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingasjúklinga, Ragnheiður Sjöfn Reynisdóttur, taugasérfræðingur og deidarstjóri á deildinni, Brynhildur Thors, taugasérfræðingur, Björn Logi Þórarinsson, lyf- og taugasérfræðingur, ásamt nokkrum taugahjúkrunarfræðingum á B-2. Allir þessir sérfræðingar standa með okkur í liði, innan Evrópuverkefnisins SAP-E, um:
- að fækka heilablóðföllum hér á landi um 10%; (a.m.k. draga úr vexti um 10%);
- að meðhöndla sjúklinga með heilablóðfall hér á landi á sérhæfðri bráðaeiningu um land allt, eins og er á Landspítalanum;
- að hafa landsáætlun um heilablóðfall er nær yfir allar heilbrigðisstofnanir frá sjálfbærni til lífs eftir heilablóðfall;
- að innleiða að fullu! áætlanir fyrir fjölþátta lýðheilsuaðgerðir til að stuðla að og auðvelda heilbrigðan lífsstíl og að draga úr umhverfisþáttum (þ.m.t. loftmengun), félagslegum og efnahagslegum þáttum sem auka hættu á heilablóðfalli.erum við sem þjóð meira og minna meðvituð um orsaklir og afleiðingar heilaslags.
Með mikilli hvatningu, fundarhöldum, útgáfu o.s.frv. undanfarin ár hefur félagið reynt að vekja athygli á helstu og einkennunum heilablóðfallsins, en þau eru: sjóntruflun; lömun útlima; andlitslömun og glatað mál, (SLAG) í von um að draga úr áfallinu og afleiðinga þess. Samkvæmt síðustu rannsóknum 2024 að í Evrópu einni eru u.þ.b. 1,1 milljón manna er fær slag á ári, er veldur 460.000 dauðsföllum! Hér á landi eru u.þ.b. 2 á dag! Tveimur of mikið! Og fer því fjölgandi! Ástæðan eru óhollir lifnaðarhættir. Vandi fylgir vegsemd hverri, – að fara betur með sig í góðærinu! Blóðþrýstingur, streita, reykingar, ofneysla fíkniefna, hreyfingarleysi o.s.frv. geta valdið undirliggjandi áhættuþáttum, er leiða til slags!
Staðreyndin er þessi:
- Heilablóðfall er leiðandi dánarorsök og fötlunar er fer fjölgandi.
- Kostnaðurinn mun aukast ef við aðhöfumst ekkert.
- Vitund almennings og forvarnir munu draga úr fjölda innlagna á sjúkrahúsum og draga úr kostnaði.
- Skjótur aðgangur í meðferð og endurhæfingu mun draga úr fötlun og langtímakostnaði
- Skipulagður langtímastuðningur þýðir að fólk er félagslega hreyfanlegt að komast aftur í vinnu og menntun