Heilaheill stóð fyrir fjölsóttum fræðslufundi fyrir almenning á Icelandair Hótel á Akureyri laugardaginn 12. maí, um slagið (heilablóðfallið), forvarnir, íhlutun og endurhæfingu. Á þessum fundi kynnti fulltrúi HUGARFARS þá einnig um ákominn heilaskaða, um starfsemi þess félags og fyrir hvað það stendur. Bæði þessi félög hafa heilann að aðalviðfangsefni. Eftir að Páll Árdal, talsmaður HEILAHEILLA á Akureyri, bauð fundarmenn velkomna tók formaðurinn, Þórir Steingrímsson við og gerði grein fyrir starfsemi félagsins. Sagði hann að meginverkefni félagsins væri að kynna heila-appið, virkni þess og kosti. Eftir hann fór yfir starfsemina, tók Stefán John Stefánsson, frá HUGARFARI við og sagði sína sögu er hann varð fyrir höfuðáverka! Að loknum erindum þeirra voru nokkrar spurningar lagðar fram og var gerður góður rómur að erindum þeirra og fundarmenn fóru öllu fróðari heim.