Félagar HEILAHEILLA gerðu sér glaðan dag laugardaginn 27. maí s.l. og fóru í góða dagsferð inn Eyjafjörð. Var Jólahúsið heimsótt og höfðu menn gaman að. Síðan var farið í Holtssel þar sem gæddu sér á veitingum. Þar var dvalið dágóða stund í góðu veðri . Síðan var farið í Sólgarð þar sem Smámunasafn Sverris Hermannssonar […]
Leikkonan Lilja Þórisdóttir heimsótti fjölmennan laugardagsfund Heilaheilla 6. maí 2017 að Sigtúni 42, Reyjavík og las úr bókinni Sjálfstætt fólk, eftir Halldór Kiljan Laxness, fyrir afar þakkláta áhorfendur. Valdi hún sérlega fallegan kafla og var gerður góður rómur að. Áður hafði Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla, tekið til máls og sagði stuttlega hvað væri á döfinni […]
Heilaheillaráðið kom saman í húsakynnum sínum að Sigtúni 42, Reykjavík, 05.05.2017, þeim Gísla Ólafi Péturssyni, Kópavogi, er stýrir umræðunni; Lilju Stefánsdóttur, Reykjanesbæ; Sigríði Sólveigu Stefánsdóttur, Akureyri; Kolbrúnu Stefánsdóttur, Kópavogi; Bergþóru Annasdóttur, Reykjavík; Birgi Henningssyni, Reykjavík og Þóri Steingrímssyni, Kópavogi. Þetta ráð var endurvakið eftir nokkra ára hlé þar sem félagar, óháðir stjórn, gátu rætt sín […]
Kynningarfundur um félagsdeild HEILAHEILLA á Akureyri var haldin 1. apríl á Kjarvalsstöðum í Reykjavík. Eftir skýrslu formanns, Þóris Steingrímssonar, kynnt Páll Árdal starfsemina á Akureyri. Situr hann í 5 manna stjórn félagsins er fundar reglulega með fjarsambandi til Akureyrar. Fór hann stuttlega yfir veikindi sín og sýndi sjónvarpsviðtal, er var haft við hann á sjónvarpsstöðinni […]
Sigríður Sólveig Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur á SAk, Akureyri og félagi HEILAHEILLA og Þórir Steingrímsson formaður, sátu stjórnarfund Nordisk Afasiråd í Stokkhólmi dagana 28. og 29. mars í fundaraðstöðu Afasiförbundet í Stokkholm í Svíþjóð. Á fundinum voru fulltrúar allra Norðurlandanna, Danmerkur, Noregs, Finnlands, Íslands og Svíþjóðar, sem gegna formennsku stjórnarinnar um þessar mundir til ársins 2019. Þá […]
Fróðlegur og áhrifaríkur félagsfundur var haldinn 11. mars s.l. í salarkynnum félagsins að Sigtúni 42, Reykjavík. Gestir fundarins voru þær Þórunn Hanna Halldórsdóttir formaður Félags talmeinafræðinga á Íslandi og leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Lolla. Að venju flutti formaðurinn Þórir Steingrímssson, stutta skýrslu um stöðu félagsins. Þá tók Þórunn Hanna við og flutti afar fróðlegt erindi […]