Heila-Appinu gerð skil á Útvarpi Sögu!

Í Síðdegisútvarpinu á Útvarpi Sögu í umsjá Hauks Haukssonar var Þórir Steingrímsson formaður Heilaheilla og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður gestur þáttarins um kl.17:00 í dag.  Var farið vítt og breytt um uppeldi Þóris, fyrri störf og skoðanir á þjóðmálum.  Að lokum var rætt um útgáfu Heila-Appsins og  útskýrði Þórir hvernig hægt væri að setja það inn með einföldum hætti.  […]

Lugardagsfundur Heila-Appsins

Fróðlegur “Laugardagsfundur” var haldinn 3. september í húskynnum félagsins í Sigtúni 42, Reykjavík.  Þórir Steingrímsson, formaður félagins, bauð fundarmenn velkomna og fór stuttlega yfir stöðu félagsins og hvað væri framundan.  Þá lagði hann áherslu á útkomu Heila-Appsins, sem hafði mælst mjög vel fyrir og væri hátt um 1000 manns búnir að hlaða því inn.  Margar […]

Heila-appið komið í notkun!

Talsmenn HEILAHEILLA þeir Þórir Steingrímsson, formaður og Gísli Ólafur Pétursson, fv. stjórnarmaður og starfsmenn tölvufyrirtækisins SPEKTRA, þeir Björn Ingi Björnsson og Þór Haraldsson, fögnuðu fyrsta áfanga “Heila-Appsins” með fundi 16. ágúst.  Voru þeir sammála um að viðtökurnar hafi verið mjög jákvæðar frá almenningi og má reikna með því að útgáfa þess hafi haft mjög jákvæð áhrif, sér í lagi fyrir þá sem […]

Njála vekur umhugsun!

Sumarferð HEILAHEILLA 2016 var farin frá höfuðstöðvum félagsins að Sigtúni 42, Reykjavík að morgni laugardagsins 13. ágúst. Fararstjóri var Bjarni Eiríkur Sigurðsson og var hann óþrjótandi viskubrunnur um staðhætti, menn og málefni Njálu. Ekið var til Selfoss, þar sem Björn Ingimarsson mjólkurfræðingur hjá Mjólkurbúi Flóamanna (MS) tók á móti ferðalöngunum, fræddi þá um framleiðsluna og […]

Heila-appið komið í notkun!

Þau Lilja Stefánsdóttir, húsmóðir; RAX (Ragnar Guðni Axelsson) ljósmyndari og Þórir Steingrímsson formaður HEILAHEILLA voru í viðtalsþætti hjá Sirrý á Hringbrautinni 27. júlí 2016.  Fylgdu þau úr hlaði nýja heila-appinu, öryggistæki fyrir þá er kenna sér slags, beintengt við Neyðarlínuna 112.  Þessu appi er ætlað ókeypis í alla snjallsíma og getur hver sem er sótt […]

SAFE – HORIZION 2020

HEILAHEILLA er aðili að SAFE (Stroke Alliance For Europe) og stendur til boða að vera þátttakandi í rannsóknarverkefninu HORIZON 2020 á vegum samtakanna og Evrópusambandsins, sem fjármagnar ýmsa þætti í framkvæmdinni. Hefur félagið biðlað til opinberra aðila um að vera því innanhandar, sérstaklega þegar komið er að áætluninni HORIZION 2020.  Framlag Íslands yrði bundið niðurstöðum  rannsókna er […]

Norðurlöndin samstíga!

Svæðisráðstefna SAFE (Stroke Alliance For Europe) yfir skandinavísku löndin, þ.e. norðurlöndin ásamt Eystrasaltsríkinu Litháen, var haldin 16. júní í Osló nú á dögunum.  Þar mættu fulltrúar HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson formaður, Páll Árdal talsmaður Norðurdeildar félagsins á Akureyri og Magnús Pálsson, fulltrúi félagsins í opnu húsi í Reykjavík.  Fjallað var um nýungar í læknavísindum á Norðurlöndum […]

Meistaragráða varin í Læknagarði

Sigfús Helgi Kristinsson, meistaraprófsnemi í talmeinafræði vann við meistaraprófsverkefni sitt undir leiðsögn margra aðila og varði það 3. júní í Læknagarði, að viðstöddum fulltrúum HEILAHEILLA og fjölda manns.  Kristinn Tómasson, læknir, prófaði Sigfús og gaf honum góð ummæli. Sigfús greindi m.a. frá því að öll vinna hafi gengið vel á öllum stigum verkefnisins, og þakkaði það m.a. […]

Merkur fundur um slagið!

Merkur fundur um slagið var á Akureyri um helgina, er Páll Árdal forsvarsmaður félagins á Akureyri setti, nánar i Stássinu, Greifanum við Glerárgötu, sunnudaginn 22. maí s.l..  Þau Velgerður Sverrisdóttir, fyrrum ráðherra og alþingismaður, Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA og Friðriki Vagn Guðjónsson, endurhæfingalæknir á Kristnesi, tóku til máls og greindu frá reynslu sinni af áfallinu.  Á […]

Öflugur fundur fyrir sumarið!

Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona, varaborgarfulltrúi og formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar heimsótti Laugardagsfund HEILAHEILLA 7. maí s.l..  Eftir stutta skýrslu Þóris Steingrímssonar formanns um félagið, las leikkonan upp úr bók Ingólfs heitins Margeirssonar, Afmörkuð stund, við mikla kátínu fundarmanna.  Eins og mönnum er kunnugt skrifaði Ingólfur bókina um lífið og tilveruna eftir heilablóðfall í gamansömum tón.  Var hann […]

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur