Nú er framundan Reykjavíkurmaraþon og þegar er kominn metfjöldi hlaupara er stefna á þátttöku í maraþoni (42,2 km) en 1.037 hafa skráð sig í vegalengdina. Gamla þátttökumetið var sett í fyrra þegar 977 skráðu sig í maraþon. 10 km hlaupið er vinsælasta vegalengdin líkt og undanfarin ár en rúmlega helmingur skráða þátttakenda stefnir á að […]
Hið árlega sumarferðalag félaga HEILAHEILLA og HJARTAHEILLA hófst að morgni 14. júní s.l. frá Síðumúla, höfuðstöðvum félaganna, vestur í Dali. Leiðsaga var ekki af verri endanum þar sem Árna Björnsson þjóðháttarfræðing var að finna. Það kom heldur ekki að sök að hann er einnig ættaður úr Dölum, nánar tiltekið frá Þorbergsstöðum. Veðrið var hið ákjósanlegasta […]
Formaður félags slagþolenda í Færeyjum, HEILAFÉLAGSINS, Bjarne Juul Petersen kom til landsins 10. júní s.l.. Hitti hann þar fyrir Þóri Steingrímsson, formann HEILAHEILLA og Pál Árdal, talsmann félagsins á Akureyri. Var tilgangurinn sá að kynna sér aðstæður er varðar bráðameðferð heilablóðfallssjúklinga, frumendurhæfingu og atvinnutengda endurhæfingu þeirra á Akureyri. Var megin tilgangur hans að afla upplýsinga […]
Nú fer að líða að hinni árlegu sumarferð HEILAHEILLA og HJARTAHEILLA og stefnt er á Dalina þetta árið. Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur verður með í för og fræðir ferðalanga um söguslóðir Laxdælu og Sturlungu. Þetta hafa verið eftirsóknarverðar ferðir fyrir félagsmenn og nú er tækifæri fyrir þá að bjóða vinum og kunningjum með fyrir lágt […]
Aðalfundi HEILAHEILLA lauk föstudaginn 6. júní og ný stjórn kosin. Þórir Steingrímsson, formaður, bauð fundarmenn velkomna og lagði til að Tryggvi Friðjónsson yrði kosinn fundarstjóri og Gísli Ólafur Pétursson, fundarritari. Var það samþykkt og tók Axel Jespersen, einn nefndarmanna “3ja-manna sáttarnefndar” til máls og fylgdi greinargerð nefndarinnar úr hlaði, sem er birt á heimasíðu félagsins. Hann svaraði […]
HEILAHEILL var með kynningu á ráðstefnu á vegum Velferðarráðuneytisins um nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu er haldin var í Hofi á Akureyri 4.–5. júní s.l.. Á ráðstefnunni kynntu fulltrúar félagsins á Akureyri málefni félagsins er varðar málstol eftir heilablóðfall í svokölluðu “Lausnargallerí“ þar ráðstefnugestir gátu kynnt sér fjölda nýjunga sem nú er verið að bjóða […]
Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, var gestur í boði Heilafélagsins í Færeyjum, félags þarlendra slagþolenda rétt fyrir mánaðamótin. Tekið var á móti honum með kostum og kynjum og var hann viðstaddur aðalfund Heilafélagsins, þar sem mikill samhugur ríkti með félagsmönnum og var auðsjánlegt að þetta litla samfélag, sem þeir byggja, þjappaði fólkinu saman um málefnið, – […]
Laugardaginn 8. mars var haldinn aðalfundur HEILAHEILLA fyrir fullu húsi, með beintengingu á Skype við fundarsal á Akureyri, undir fundarstjórn Péturs Guðmundarsonar hrl., með fulltingi Páls Árdal á Akureyri. Gerð var grein fyrir stöðu félagsins og starfseminni s.l. ár og framlagðir endurskoðaðir reikningar, er voru samþykktir. Þá var gengið til formannskosninga og bauð Særún Harðardóttir […]
GoRed átakið miðar að því að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og hvernig draga má úr líkum á þessum sjúkdómum. GoRed átakið er alheimsátak á vegum World Heart Federation og hófst á Íslandi 2009. Verndari átaksins hér á landi er Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrum heilbrigðisráðherra. Formaður stjórnar GoRed er Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir sérfræðingur í hjartasjúkdómum. HEILAHEILL var í Kringlunni […]
Laugardaginn 15.02.2014 var formanni HEILAHEILLA, Þóri Steingrímssyni, boðið að kynna félagið í hádegisverði hjá klúbbi er heitir K-21 á Kringlukránni. Er hér um að ræða “reglu” er 21 meðlimur skipa, er standa að ýmsum góðgerðarmálum. Klúbburinn K-21 mun vera hópur framtakssamra manna og er u.þ.b. 40 ára gamall. Meðlimir eru úr öllum […]