Nú fer að líða að jólum og allir komnir í hátíðarskap, a. m. k. þeir sem eru hópstarfi HEILAHEILLA. Eins og myndirnar sýna þá var gleði og gaman. Eins og menn vita að þá eru svona hópar félagsins starfandi yfir vetrarmánuðina, frá 1. september til 1. júní. Í Reykjavík um málstol hvern mánudag kl.13-14 og […]
HEILAHEILL hefur komið á laggirnar sérstökum málstolshópi hvern mánudag kl.13-14, í Síðumúla 6, Rvík. undir stjórn Bryndísar Bragadóttur. Hafa þátttakendur lýst yfir mikilli ánægju með þetta fyrirkomulag. Er markmiðið að rjúfa félagslega einangrun þeirra er hafa orðið fyrir málstoli með slagorðunum “Úr einangrun eftir áfall”. […]
Miðvikudaginn 30. október hélt stjórn HEILAHEILLA stjórnarfund, með tengingu norður á Akureyri, þar sem tekin var ákvörðun um þátttöku félagsins í Nordisk Afasirådet, sem eru samnorræn samtök málstolssjúklinga. Á fundinn kom Þór Þórarinsson, sérfræðingur á skrifstofu Velferðarráðuneytisins og hélt fyrirlestur um tengsl Íslands við Norðurlöndin, er varðar málefni fatlaðra. Fyrir lá tilboð stjórnar ráðsins […]
Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, hélt fyrirlestur um slagið hjá Kiwanisklúbbnum JÖRFA í Reykjavík á Broadway 21 október sl.. Greindi hann frá reynslu sinni á áfallinu og endurhæfingu, en það eru liðinrúmlega 9 ár síðan það gerðist. Kynnti hann HEILAHEILL og með hvaða hætti félagið stendur fyrir félagsstarfi, fræðslu til almennings um slag (einnig nefnt […]
Heilaheill á Norðurlandi hélt sinn mánaðarlega fund á Greifanum þriðjudaginn 8 október 2013. Vel var mætt og mikið spjallað. Ákveðið var að þeir sem hefðu tök á myndu koma á Glerártorg 26. október kl. 13.00 -16.00 og hjálpa til á “Slagdaginn”. Næsti fundur verður þriðjudaginn 12. nóvember á Greifanum kl. 18.00. Fólk er beðið á fjölmenna […]
14. september síðastliðinn efndu Söguferðir til jómfrúarferðar á íslenskar söguslóðir. Það þarf ekki að koma á óvart að Njála varð fyrir valinu. Sú ferð var undir leiðsögn sagnaþulsins Bjarna Eiríks Sigurðssonar (rithöfundar, fararstjóra og félaga í HEILAHEILL) og gat því tæpast gengið öðruvísi en samkvæmt björtustu vonum. Frábær ferð og full rúta, reyndar komust færri […]
Formaður HEILAHEILLA Þórir Steingrímsson sótti stjórnarfund Nordiske Afasirådet í Kaupmannahöfn, dagana 23.-24. september s.l. sem sérstakur gestur fundarins, er var haldinn í veglegum húsakynnum Dansk Handicap Forbund i Høje-Taastrup. Fundinn sátu fyrir Damörk, Lise Beha Erichsen, framkvæmdastjóri Hjernesagen og Bruno Christiansen; Ellen Borge og Karianne Berg fyrir Noreg; Marika Railila og Victoria Mankki fyrir […]
Þar sem ekkert lát á því að fólk fær slag hér á landi, eða nær því 2 á dag, þá bætast alltaf nýir félagar í hóp HEILAHEILLA. Það sannaði sig á Akureyri, á fundi 14. september s.l. er nýir félagar mættu. Formaðurinn, Þórir Steingrímsson flutti fyrirlestur um starfsemi félagsins og sagði sína sjúkrasögu. Þá […]
Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi alþingismaður og “orkubolti”, hefur stundað sund og líkamsrækt með reglubundnum hætti sl. tugi ára. Hann var staddur snemma morguns í lok síðasta mánaðar í Kópavogssundlaug, er hann fann allt í einu aflið þverra í hægri hendi. Hann fór því uppúr og reyndi líkamsæfingar við íþróttagrindur, er þar voru,tók á þeim eins […]
Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, hélt fund með félögum á kaffistofunni Salt Café Bistro á Egilsstöðum 29.07.2013, er hann var staddur þar eystra. Blaði félagsins “Slagorð” og “Slagkortinu” var dreift meðal gesta og var gerður góður rómur að. Mikil bjartsýni var með félagsmönnum og fannst þeim að félagið ætti mikið erindi til fólks á austurlandi. Töldu […]