Færeyjar 2014

Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, var gestur í boði Heilafélagsins í Færeyjum, félags þarlendra slagþolenda rétt fyrir mánaðamótin. Tekið var á móti honum með kostum og kynjum og var hann viðstaddur aðalfund Heilafélagsins, þar sem mikill samhugur ríkti með félagsmönnum og var auðsjánlegt að þetta litla samfélag, sem þeir byggja, þjappaði fólkinu saman um málefnið, – […]

Aðalfundi frestað.

Laugardaginn 8. mars var haldinn aðalfundur HEILAHEILLA fyrir fullu húsi, með beintengingu á Skype við fundarsal á Akureyri, undir fundarstjórn Péturs Guðmundarsonar hrl., með fulltingi Páls Árdal á Akureyri.  Gerð var grein fyrir stöðu félagsins og starfseminni s.l. ár og framlagðir endurskoðaðir reikningar, er voru samþykktir.  Þá var gengið til formannskosninga og bauð Særún Harðardóttir […]

HEILAHEILLA á Go Red í Kringlunni

GoRed átakið miðar að því að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og hvernig draga má úr líkum á þessum sjúkdómum. GoRed átakið er alheimsátak á vegum World Heart Federation og hófst á Íslandi 2009. Verndari átaksins hér á landi er Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrum heilbrigðisráðherra. Formaður stjórnar GoRed er Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir sérfræðingur í hjartasjúkdómum. HEILAHEILL var í Kringlunni […]

Hópbílar styrkja HEILAHEILL

Laugardaginn 15.02.2014 var formanni HEILAHEILLA, Þóri Steingrímssyni, boðið að kynna félagið í hádegisverði hjá klúbbi er heitir K-21 á Kringlukránni.  Er hér um að ræða “reglu” er 21 meðlimur skipa, er standa að ýmsum góðgerðarmálum.     Klúbburinn K-21 mun vera hópur framtakssamra manna og er u.þ.b. 40 ára gamall.   Meðlimir eru úr öllum […]

Akureyri menntast um slagið!

Páll Árdal fór á vegum Heilaheilla á Norðurlandi á fund með nemum í framhaldsnámi í heilbrigðisvísindum á Akureyri 11.02.2014.  Nemendurnir eru allir í framhaldsnámi í heilbrigðisvísindum og tilheyra ýmsum fagstéttum, s.s. hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar. Á fundinum var einnig aðili frá lungnasjúklingum. Hélt Páll u.þ.b. 10 mínútna ræðu um reynslu sína af heilbrigðiskerfinu, hjúkrun, sjúkraþjálfun, […]

SAMTAUG þingar á Selfossi

Miðvikudaginn 29.01.2014 sátu saman til skrafs og ráðagerða fulltrúar aðildarfélaga SAMTAUGAR, samtök taugasjúklinga, [Félags MND-sjúklinga, Heilaheilla, Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki, MG-félags Íslands, MS-félags Íslands og Parkinsonssamtakanna á Ísland] þeir Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla, Sigurður Jónsson félagi Heilaheilla, Hafsteinn Jóhannesson félagi Parkinsonssamtakanna á Íslandi og Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félags Íslands.  Fundurinn var á Selfossi og kom […]

Sól hækkar á lofti á Akureyri.

Heilaheill á Norðurlandi hefur haldið fundi annan þriðjudag hvers mánaðar frá haustinu. Á þriðjudaginn 21 janúar var fyrsti “þriðjudagsfundurinn” eftir áramót haldinn á Greifanum, viku seinna en vanalega vegna handboltans. Næsti fundur verður haldinn annan þriðjudag í febrúar þann 11. á Greifanum á sama tíma og áður, kl 18. á Stássinu.  Allir eru velkomnir og […]

Ánægja með “Málstol á mánudögum”!

HEILAHEILL hefur komið á laggirnar sérstökum málstolshópi hvern mánudag kl.13-14, í Síðumúla 6, Rvík. undir stjórn Bryndísar Bragadóttur.  Hafa þátttakendur lýst yfir mikilli ánægju með þetta fyrirkomulag.  Er markmiðið að rjúfa félagslega einangrun þeirra er hafa orðið fyrir málstoli með slagorðunum “Úr einangrun eftir áfall”.                       […]

HEILAHEILL í Nordiske Afasirådet

Miðvikudaginn 30. október hélt stjórn HEILAHEILLA stjórnarfund, með tengingu norður á Akureyri, þar sem tekin var ákvörðun um þátttöku félagsins í Nordisk Afasirådet, sem eru samnorræn samtök málstolssjúklinga.   Á fundinn kom Þór Þórarinsson, sérfræðingur á skrifstofu Velferðarráðuneytisins og hélt fyrirlestur um tengsl Íslands við Norðurlöndin, er varðar málefni fatlaðra.  Fyrir lá tilboð stjórnar ráðsins […]

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur