Aðalfundur HG var haldinn í safnaðarheimili Grensáskirkju miðvikudaginn 9. maí s.l.. Á fundinn mættu Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra og aðstoðarmaður hans, Anna Albertsdóttir. Fundarstjóri var Þórir Steingrímsson. Eftir skýrslu formanns og gjaldkera var öll stjórnin endurkjörin, þau Gunnar Finnsson, Guðrún Pétursdóttir, Ottó Schopka og Þórunn Þórhallsdóttir. Varamenn voru þau Baldvin Jónsson og Guðný Daníelsdóttir kosin og […]
Eftir skýrslu Þóris Steingrímssonar, formanns, tók Edda Þórarinsdóttir, söng og leikkona, sem er þekkt fyrir frammistöðu sína í “Þrjú á palli” úr leikritinu “Þið munið hann Jörund” eftir Jónas Árnason, lagið með þeim Birgi Henningssyni, Böðvari Ólafssyni og Halldóri Geir Jensssyni á fjölsóttum reglulegum laugardagsfundi HEILAHEILLA. Það var hent gaman að þessari uppákomu og þau […]
Vilný Reynkvist Bjarnadóttir er ötull félagi í HEILAHEILL, er fékk slag fyrir u.þ.b. 3 árum. Hún starfaði þá sem sjúkraliði og annaðist fólk. Hún segir að í fyrstu hafi sér verið brugðið og hætti störfum. Þá sagði hún að endurhæfingin hafi verið sér nokkuð erfið, “en þannig er það hjá öllum er verða fyrir áfalli.” […]
Fundur Heilaheilla á Norðurlandi var haldinn þriðjudaginn 10 apríl í Greifanum á Akureyri. Vel var mætt og margt spjallað. Það var sýnt myndband um pappalöggu, en hún var af formanni Heilaheilla. Síðan var sýnt viðtal við Þórir Steingrímsson og Jón Hersir Elíasson sem var tekið árið 2006 og eftir það var sýnd stutt mynd af því þegar blóðtappi […]
Í febrúar síðastliðnum gafst mér færi á að sitja stofnfund félaga slagsjúklinga frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Færeyjum, Íslandi og Finnlandi, í boði Heilaheillar. Það var sérlega ánægjulegt að fá tækifæri til að sitja þennan stofnfund og kynnast vinnu sem er í gangi hjá norrænu félögunum. Öll vinna þau að því að efla velferð og berjast […]
Heilaheill á Norðurlandi hélt sinn mánaðarlega súpufund á Greifanum þriðjudaginn 14 marz. Vel var mætt og margt var rætt t.d. ferð Heilaheilla á Norðurlandi í sumar. Kom fram tillaga um að fara til Dalvíkur og skoða Hvol-safnið þar sem er sýning um Jóa risa, hæðsta Íslending sem vitað er um. Síðan að fara á Vesturfarasafnið […]
Þau Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla, Albert Páll Sigurðsson, taugalæknir og stjórnarmaður í Heilaheill, Valgerður Hermannsdóttir, hjúkrunarfræðingur og stjórnarmaður í Hjartaheilla, sátu stofnfund félaga slagsjúklinga, Noregs, Svíþjóðar, Danmörku, Færeyja, Íslands og Finnlands í Osló 25-26. febrúar sl., þar sem þessi Norðurlönd áttu öll sína fulltrúa, en það hefur ekki gerst áður. Fyrri daginn héldu þeir Albert […]
Aðalfundur HEILAHEILLA var haldinn samtíða með fjarfundarbúnaði (Skype) í Síðumúla 6 Reykjavík og á Glerárgötu 20, Akureyri. Fjölsótt var á fundinn á báðum stöðum og góðar veitingar voru bornar fram. Fundarstjóri var Sigurður Hjalti Sigurðarson og eftir skýrslu Þóris Steingrímssonar formanns HEILAHEILLA og Þórólfs Árnasonar, gjaldkera, voru nokkrar spurningar lagðar fram og reikningarnir síðan samþykktir. […]
Fundur Heilaheilla á norðurlandi var haldinn á veitingarhúsinu Greifanum þriðjudaginn 14 febrúar sl. Þórir Steingrímsson formaður Heilaheilla talaði við fundarmenn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Skype og ræddi um starf félagsins og svaraði spurningum fundarmanna. Sýnd var kvikmynd um Hafliða Ragnarsson, slagþola, verðlaunahafa í konfektgerð, eiganda Mosfellsbakarís, þar sem hann rekur sjúkdómssögu sína og endurhæfingu. Þá var […]
HHH-hópurinn (Hjartaheill, Heilaheill og Hjartavernd) voru með sameiginlegt átak um forvarnir í Perlunni sunnudaginn 19. febrúar 2012. Hófst átakið með fyrirlestrum lækna og sérfræðinga kl.12:00 og stóð það fram á daginn. Sýndar voru kvikmyndir um GoRed hér á Íslandi 2011 og voru margir aðilar með kynningarbása, þar sem fólk var hvatt til betra lífernis. Fundarstjóri […]