Góður, skemmtilegur og fjölmennur „Laugardagsfundur HEILAHIELLA“ var haldinn í Síðumúla 6, Reykjavík. Eftir skýrslu formannsins var sýnd sjónvarpsupptaka af málþingi félagsins á Grand Hótel frá því í fyrra. Var það haldið í minningu Ingólfs Margeirssonar, rithöfundar, sagnfræðings og fjölmiðlamanns frá því í fyrra. Eftir það flutti dr. Ólöf Guðný Geirsdóttir næringarfræðingur fyrirlestur um hollt mataræði. […]
Þeir Heilakaffisfundir, er hafa verið haldnir á vegum HEILAHEILLA hvern þriðjudag frá kl.13-15 í Síðumúla 6, hafa gefið góða raun. Allir þeir sem hafa verið á þessum fundum frá öndverðu og þeir sem eru enn að bætast í hópinn eru þessarar skoðunar, – og hafa gaman að! Það er sama hvaða afleiðingum fólk hefur orðið […]
Nú er samstarf slagsjúklinga á Norðurlöndum að verða að veruleika og stjórnarmennirnir, Þórir Steingrímsson og Albert Páll Sigurðsson, sækja boðaða ráðstefnu í Osló 25-26 febrúar n.k., ásamt Velgerði Hermannsdóttur, hjúkrunarfræðingi, félag Hjartaheilla, í boði HEILAHEILLA. Er hér um að ræða undirbúningshóp innan SAFE [Stroke Alliance For Europe] . Hugmynd að þessu fæddist á málþingi/aðalfundi SAFE í Ljubljana, […]
HEILAHEILL á Norðurlandi hélt fund í mikilli ófærð þriðjudaginn 10. janúar 2012 í veitingahúsinu Greifanum. Vel var mætt. Sýnt var myndband sem tekið var á fundi Heilaheilla, þar sem Dr. Hjalti Már Þórisson hélt fyrirlestur um nýjustu meðferðir vegna heilablóðfalla. Vel var látið af, að fá að sjá myndband á fundinum og voru menn ánægðir með að fundurinn […]
Einn af félögum HEILAHEILLA, Guðrún Le Sage, listakona og grafískur hönnuður, ætlar að opna myndlistasýningu í húsakynnum að Bankastræti 7a, Reykjvik í dag kl.17:00, undir nafninu VERÖLD og stendur sýningin fram að 11. febrúar n.k.. Guðrún hefur getið af sér gott orðspor í sinni list, m.a. hefurhún séð um auglýsingar og útlit HEILAHEILLA á ýmsm fundum […]
RAX ljósmyndari heimsótti HEILAHEILL laugardaginn 7. janúar 2012 fyrir þéttsetnum sal í Síðumúla 6, Reykjavík. Var hann sérlegur gestur fundarins, þar sem hann hafur verið frá öndverðu verið mikill og góður stuðningsmaður félagsins. Þá voru þau einnig gestir þau Sigurlaug M. Jónasdóttir og Sigurður S. Svavarsson frá BATA. Eftir skýrslu Þóris Steingrímssonar, formanns, voru sýndar […]
Heilaheill á Norðurlandi hélt fund þriðjudaginn 13. desember á Greifanum. Mikil frostharka og snjókoma er búin að vera undanfarið en menn létu það ekki á sig fá. Það var talað um það, að við getum verið í myndsambandi við formann Heilaheilla og var ákveðið að hann myndi tala við okkur á næsta fundi, en hann […]
Göngugarpar HEILAHEILLA gengu glaðir í bragði upp frá gömlu rafstöðinni í Elliðaárdalnum laugardaginn 10.12.2011. Ekki var að sjá annað að þrátt fyrir slagið, að þá hafði það engin áhrif á þessa harðjaxla. Þau Bolli Magnússon og Dagmar Sævaldsdóttir leiddu hópinn hress í bragði út í hríðina og allir nutu góðs af. Ekkert er hollara en […]
Góður og fjölsóttur fundur var í húsakynnum að Síðumúla 6 er HEILAHEILL hélt sinn reglulega laugardagsfund nú desember 2011. Þórir Steingrímsson formaður gaf skýrslu um starfið frá síðasta laugardagsfundi, er var í Borgarleikhúsinu í nóvember. Greindi hann frá samskiptum við SAFE og hvers væri að vænta í þeim samskiptum. Þá komu þær María Inga Hannesdóttir […]
Félagar úr HEILAHEILLstóðu fyrir kynningu á félaginu á Jólabasar Hollvina Grensásdeildar laugardaginn 19. nóvember s.l.. Guðrún Pétursdóttir, varaformaður HG sagði að það hafi tekist mjög vel. “Alveg stórkostlegur árangur af Jólabasar Hollvina Grensásdeildar. Mikil og góð stemning ríkti í Safnaðarheimili Grensáskirkju þegar fjöldi fólks streymdi á jólabasarinn til styrktar Grensásdeild. Varningurinn féll í góðan jarðveg og […]