Göngugarpar HEILAHEILLA gengu glaðir í bragði upp frá gömlu rafstöðinni í Elliðaárdalnum laugardaginn 10.12.2011. Ekki var að sjá annað að þrátt fyrir slagið, að þá hafði það engin áhrif á þessa harðjaxla. Þau Bolli Magnússon og Dagmar Sævaldsdóttir leiddu hópinn hress í bragði út í hríðina og allir nutu góðs af. Ekkert er hollara en […]
Góður og fjölsóttur fundur var í húsakynnum að Síðumúla 6 er HEILAHEILL hélt sinn reglulega laugardagsfund nú desember 2011. Þórir Steingrímsson formaður gaf skýrslu um starfið frá síðasta laugardagsfundi, er var í Borgarleikhúsinu í nóvember. Greindi hann frá samskiptum við SAFE og hvers væri að vænta í þeim samskiptum. Þá komu þær María Inga Hannesdóttir […]
Félagar úr HEILAHEILLstóðu fyrir kynningu á félaginu á Jólabasar Hollvina Grensásdeildar laugardaginn 19. nóvember s.l.. Guðrún Pétursdóttir, varaformaður HG sagði að það hafi tekist mjög vel. “Alveg stórkostlegur árangur af Jólabasar Hollvina Grensásdeildar. Mikil og góð stemning ríkti í Safnaðarheimili Grensáskirkju þegar fjöldi fólks streymdi á jólabasarinn til styrktar Grensásdeild. Varningurinn féll í góðan jarðveg og […]
Í viðtali við Guðrúnu Pétursdóttur, varaformann Hollvina Grensásdeildar í Fréttablaðinu 16.11.2011 kom m.a. fram að starfsemi Grensásdeildar væri þjóðhagslega mjög arðbær. Ræddi hún um basar HG til styktar Grensásdeildar er verður 19. nóvember frá klukkan 13 til 18 í safnaðarheimili Grensáskirkju. “Það verða þarna handunnir munir, eins og venjulega, en margt bæði fallegra og nytsamlegra […]
Formaður HEILHEILLA, Þórir Steingrímsson, sótti ráðstefnu og aðalfund SAFE (Stroke Alliance For Europe) í Búdapest, Ungverjalandi 8-12. nóvember 2011. Enn fjölgar í samtökunum og eru þau nú 24 talsins. Staða slagþola var meginefni ráðstefnunnar og miðað við önnur ríki stendur HEILAHEILL ekki illa. Það kom fram á ráðstefnunni að aðildarfélögin ættu að notast meira við […]
Blóðþrýstingur var mældur á Slagdeginum á Akureyri og góð ráð gefin til þeirra sem þurftu þess við. Mikla athygli vakti málbandið sem öllum var gefið og lá sumum það mikið á að þeir mældu sig strax eða fengu hjálp við það. Vel var mætt og voru síst færri blóðþýstingsmældir en á seinasta ári. Þessi Slagdagur […]
Þann 5. nóvember var haldinn góður og reglulegur laugardagsfundur HEILAHEILLA í Borgarleikhúsinu þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra og Guðrún Karlsdóttir, endurhæfingarlæknir á Grensásdeild. Fundurinn var vel sóttur og fjöldi þátttakenda fer vaxandi og félagsmenn tóku á móti getum í anddyri leikhússins og spjölluðu við fundarmenn. Megin umræða fundarins var endurhæfing þeirra […]
Laugardagsfundur 5. nóvember 2011 BORGARLEIKHÚSINUkl.11:00 -13:00 Litla sviðið Laugardagsfundur HEILAHEILLA verður á Litla sviðinu í BORGARLEIKHÚSINU 5. nóvember n.k. kl.11:00-13:00. Sérstakir gestir verða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra, Guðrún Karlsdóttir, endurhæfingarlæknir á Grensásdeild. Inibjörg Sólrún Guðrún Karlsdóttir […]
Ingibjörg Sólrún og fleiri verða gestir á næsta laugardagsfundi og eru félagsmenn Heilaheilla og þeirra gestir hjartanlega velkomnir á áhugaverðan fund þar sem fjallað verður um endurhæfingu. Fundurinn verður haldinn, laugardaginn 5. nóvember kl 11.00–13.00 á Litla sviði BORGARLEIKHÚSSINS (gengið inn um aðaldyr) og er aðgangur ókeypis og reyndar öllum opinn. Margir góðir gestir koma […]
Þórunn Lárusdóttir leikkona og verndari FAÐMS ætlar að skemmta ásamt fleira listafólki í Slippsalnum á kvennafrídaginn, í kvöld klukkan 21:00. Margar af fremstu listakonum landsins hafa komið komið fram undanfarna daga í tilefni af kvennafrídeginum sem er á morgun, 25. október. Hægt er að skoða myndskeið hér! Til baka