Einn af félögum HEILAHEILLA, Guðrún Le Sage, listakona og grafískur hönnuður, ætlar að opna myndlistasýningu í húsakynnum að Bankastræti 7a, Reykjvik í dag kl.17:00, undir nafninu VERÖLD og stendur sýningin fram að 11. febrúar n.k.. Guðrún hefur getið af sér gott orðspor í sinni list, m.a. hefurhún séð um auglýsingar og útlit HEILAHEILLA á ýmsm fundum […]
RAX ljósmyndari heimsótti HEILAHEILL laugardaginn 7. janúar 2012 fyrir þéttsetnum sal í Síðumúla 6, Reykjavík. Var hann sérlegur gestur fundarins, þar sem hann hafur verið frá öndverðu verið mikill og góður stuðningsmaður félagsins. Þá voru þau einnig gestir þau Sigurlaug M. Jónasdóttir og Sigurður S. Svavarsson frá BATA. Eftir skýrslu Þóris Steingrímssonar, formanns, voru sýndar […]
Heilaheill á Norðurlandi hélt fund þriðjudaginn 13. desember á Greifanum. Mikil frostharka og snjókoma er búin að vera undanfarið en menn létu það ekki á sig fá. Það var talað um það, að við getum verið í myndsambandi við formann Heilaheilla og var ákveðið að hann myndi tala við okkur á næsta fundi, en hann […]
Göngugarpar HEILAHEILLA gengu glaðir í bragði upp frá gömlu rafstöðinni í Elliðaárdalnum laugardaginn 10.12.2011. Ekki var að sjá annað að þrátt fyrir slagið, að þá hafði það engin áhrif á þessa harðjaxla. Þau Bolli Magnússon og Dagmar Sævaldsdóttir leiddu hópinn hress í bragði út í hríðina og allir nutu góðs af. Ekkert er hollara en […]
Góður og fjölsóttur fundur var í húsakynnum að Síðumúla 6 er HEILAHEILL hélt sinn reglulega laugardagsfund nú desember 2011. Þórir Steingrímsson formaður gaf skýrslu um starfið frá síðasta laugardagsfundi, er var í Borgarleikhúsinu í nóvember. Greindi hann frá samskiptum við SAFE og hvers væri að vænta í þeim samskiptum. Þá komu þær María Inga Hannesdóttir […]
Félagar úr HEILAHEILLstóðu fyrir kynningu á félaginu á Jólabasar Hollvina Grensásdeildar laugardaginn 19. nóvember s.l.. Guðrún Pétursdóttir, varaformaður HG sagði að það hafi tekist mjög vel. “Alveg stórkostlegur árangur af Jólabasar Hollvina Grensásdeildar. Mikil og góð stemning ríkti í Safnaðarheimili Grensáskirkju þegar fjöldi fólks streymdi á jólabasarinn til styrktar Grensásdeild. Varningurinn féll í góðan jarðveg og […]
Í viðtali við Guðrúnu Pétursdóttur, varaformann Hollvina Grensásdeildar í Fréttablaðinu 16.11.2011 kom m.a. fram að starfsemi Grensásdeildar væri þjóðhagslega mjög arðbær. Ræddi hún um basar HG til styktar Grensásdeildar er verður 19. nóvember frá klukkan 13 til 18 í safnaðarheimili Grensáskirkju. “Það verða þarna handunnir munir, eins og venjulega, en margt bæði fallegra og nytsamlegra […]
Formaður HEILHEILLA, Þórir Steingrímsson, sótti ráðstefnu og aðalfund SAFE (Stroke Alliance For Europe) í Búdapest, Ungverjalandi 8-12. nóvember 2011. Enn fjölgar í samtökunum og eru þau nú 24 talsins. Staða slagþola var meginefni ráðstefnunnar og miðað við önnur ríki stendur HEILAHEILL ekki illa. Það kom fram á ráðstefnunni að aðildarfélögin ættu að notast meira við […]
Blóðþrýstingur var mældur á Slagdeginum á Akureyri og góð ráð gefin til þeirra sem þurftu þess við. Mikla athygli vakti málbandið sem öllum var gefið og lá sumum það mikið á að þeir mældu sig strax eða fengu hjálp við það. Vel var mætt og voru síst færri blóðþýstingsmældir en á seinasta ári. Þessi Slagdagur […]
Þann 5. nóvember var haldinn góður og reglulegur laugardagsfundur HEILAHEILLA í Borgarleikhúsinu þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra og Guðrún Karlsdóttir, endurhæfingarlæknir á Grensásdeild. Fundurinn var vel sóttur og fjöldi þátttakenda fer vaxandi og félagsmenn tóku á móti getum í anddyri leikhússins og spjölluðu við fundarmenn. Megin umræða fundarins var endurhæfing þeirra […]