Í viðtali við Guðrúnu Pétursdóttur, varaformann Hollvina Grensásdeildar í Fréttablaðinu 16.11.2011 kom m.a. fram að starfsemi Grensásdeildar væri þjóðhagslega mjög arðbær. Ræddi hún um basar HG til styktar Grensásdeildar er verður 19. nóvember frá klukkan 13 til 18 í safnaðarheimili Grensáskirkju. “Það verða þarna handunnir munir, eins og venjulega, en margt bæði fallegra og nytsamlegra […]
Formaður HEILHEILLA, Þórir Steingrímsson, sótti ráðstefnu og aðalfund SAFE (Stroke Alliance For Europe) í Búdapest, Ungverjalandi 8-12. nóvember 2011. Enn fjölgar í samtökunum og eru þau nú 24 talsins. Staða slagþola var meginefni ráðstefnunnar og miðað við önnur ríki stendur HEILAHEILL ekki illa. Það kom fram á ráðstefnunni að aðildarfélögin ættu að notast meira við […]
Blóðþrýstingur var mældur á Slagdeginum á Akureyri og góð ráð gefin til þeirra sem þurftu þess við. Mikla athygli vakti málbandið sem öllum var gefið og lá sumum það mikið á að þeir mældu sig strax eða fengu hjálp við það. Vel var mætt og voru síst færri blóðþýstingsmældir en á seinasta ári. Þessi Slagdagur […]
Þann 5. nóvember var haldinn góður og reglulegur laugardagsfundur HEILAHEILLA í Borgarleikhúsinu þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra og Guðrún Karlsdóttir, endurhæfingarlæknir á Grensásdeild. Fundurinn var vel sóttur og fjöldi þátttakenda fer vaxandi og félagsmenn tóku á móti getum í anddyri leikhússins og spjölluðu við fundarmenn. Megin umræða fundarins var endurhæfing þeirra […]
Laugardagsfundur 5. nóvember 2011 BORGARLEIKHÚSINUkl.11:00 -13:00 Litla sviðið Laugardagsfundur HEILAHEILLA verður á Litla sviðinu í BORGARLEIKHÚSINU 5. nóvember n.k. kl.11:00-13:00. Sérstakir gestir verða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra, Guðrún Karlsdóttir, endurhæfingarlæknir á Grensásdeild. Inibjörg Sólrún Guðrún Karlsdóttir […]
Ingibjörg Sólrún og fleiri verða gestir á næsta laugardagsfundi og eru félagsmenn Heilaheilla og þeirra gestir hjartanlega velkomnir á áhugaverðan fund þar sem fjallað verður um endurhæfingu. Fundurinn verður haldinn, laugardaginn 5. nóvember kl 11.00–13.00 á Litla sviði BORGARLEIKHÚSSINS (gengið inn um aðaldyr) og er aðgangur ókeypis og reyndar öllum opinn. Margir góðir gestir koma […]
Þórunn Lárusdóttir leikkona og verndari FAÐMS ætlar að skemmta ásamt fleira listafólki í Slippsalnum á kvennafrídaginn, í kvöld klukkan 21:00. Margar af fremstu listakonum landsins hafa komið komið fram undanfarna daga í tilefni af kvennafrídeginum sem er á morgun, 25. október. Hægt er að skoða myndskeið hér! Til baka
Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, þáði boð Velferðarráðuneytisins að sitja ráðstefnu þess og Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) um stefnumótun og stefnuvinnu í þjónustu við fólk með sérþarfir. Málþingið var haldið með það að markmiði að auðvelda starfsfólki ríkis og sveitarfélaga að tileinka sér nýja starfshætti og að sinna skyldum sínum á sem árangursríkastan hátt. Málþingið var haldið á grundvelli […]
Fundur HEILAHEILLA á Norðurlandi var haldin þriðjudaginn 11. okt. á Stássinu Greifanum. Vel var mætt, horft var á myndir sem teknar voru í ferð félagsins á Norðurlandi í sumar. Allir voru ánægðir með þær og lifðu ferðina upp aftur. Þá voru einnig sýndar myndir sem teknar voru í ferðinni á síðasta ári. Fólk lýsti yfir ánægju með […]
Laugardaginn 15.10.2011 verður SLAGDAGUR HEILAHEILLA í Kringlunni, Smáralind í Reykjavík og á Glerártorgi á Akureyri frá kl.13-16. Þar verður gestum og gangandi boðið upp á ókeypis blóðþrýstingsmælingu og gefin góð ráð af læknum, taugasérfræðingum og taugahjúkrunarfræðingum. Þetta er alþjóðlegur og árlegur liður félagsins til að hvetja fólk til að bregðast rétt við þegar það kennir sér slags. Eru allir velunnarar […]