Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, þáði boð Velferðarráðuneytisins að sitja ráðstefnu þess og Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) um stefnumótun og stefnuvinnu í þjónustu við fólk með sérþarfir. Málþingið var haldið með það að markmiði að auðvelda starfsfólki ríkis og sveitarfélaga að tileinka sér nýja starfshætti og að sinna skyldum sínum á sem árangursríkastan hátt. Málþingið var haldið á grundvelli […]
Fundur HEILAHEILLA á Norðurlandi var haldin þriðjudaginn 11. okt. á Stássinu Greifanum. Vel var mætt, horft var á myndir sem teknar voru í ferð félagsins á Norðurlandi í sumar. Allir voru ánægðir með þær og lifðu ferðina upp aftur. Þá voru einnig sýndar myndir sem teknar voru í ferðinni á síðasta ári. Fólk lýsti yfir ánægju með […]
Laugardaginn 15.10.2011 verður SLAGDAGUR HEILAHEILLA í Kringlunni, Smáralind í Reykjavík og á Glerártorgi á Akureyri frá kl.13-16. Þar verður gestum og gangandi boðið upp á ókeypis blóðþrýstingsmælingu og gefin góð ráð af læknum, taugasérfræðingum og taugahjúkrunarfræðingum. Þetta er alþjóðlegur og árlegur liður félagsins til að hvetja fólk til að bregðast rétt við þegar það kennir sér slags. Eru allir velunnarar […]
V6 Sprotahús styrkir HEILAHEILLað fárhæð er var safnað á Pecha Kucha Reykjavík, listkvöldi sem haldið var vorið 2010. Pecha Kucha Reykjavík er alþjóðlegur listviðburður og gengur út á að c.a 14 stk einstaklingar stíga á stokk og kynna 20 skýrur (slides) sem hver og ein fær einungis að vera í 20 sekúndur. Þannig er komið […]
Stjórnarmennirnir, Þórir Steingrímsson og Albert Páll Sigurðsson, sóttu fund norræna undirbúningshópsins innan SAFE [Stroke Alliance For Europe] í Stokkhólmi 6. október s.l.. Hugmynd af þessum hópi fæddist á málþingi/aðalfundi SAFE í Ljubljana, Slóveníu, í nóvember 2010, er Þórir og Sigurður Hjalti Sigurðarson, stjórnarmaður, sóttu. Þar stungu fulltrúar Noregs [Arne Hagen] og Svíþjóðar [Chatarina Lindgren] að við tækjum […]
Heilaheill á Norðurlandi heldur súpufund þriðjudaginn 11. október kl 18.oo á Stássinu á Greifanum Akureyri. Sýndar verða myndir sem teknar voru í ferð Heilaheilla í sumar þar sem farið var á safnið á Mánárbakka og í Fuglasafnið í Mývatnssveit í sumar. Undirbúningur er einnig hafinn fyrir Slagdaginn 15. október og er í fullum gangi, er verður […]
Það er ekki vonlaust, þó að það geti verið erfitt að endurhæfa sig upp úr slagi, en það fékk Guðbjörg Alda Þorvaldsdóttir, fyrirstætan, tískudaman og arkitektinn, að reyna þegar hún fékk slag árið 2000. Hún heimsótti reglulegan félagsfund HEILAHEILA 1. október 2011 og eftir skýrslu Þóris Steingrímssonar, formanns HEILAHEILLA, þá var sýnd heimildamynd Kompáss Stöðvar 2 […]
Mánudaginn 19.09.2011 fór fram kynning á HEILAHEILL í Hjúkrunarskóla Íslands [HÍ] í Eribergi við Eiríksgötu undir stjórn Helgu Jónsdóttur, prófessors. HEILAHEILL var þar ásamt öðrum sjúklingafélögum, m.a. frá Parkinsonsatökunum, Félagi lungnaskúkra, Hjartaheilla og Gigtarfélaginu! Það hefur alltaf verið á dagskrá hjá formanni HEILAHEILLA, Þóri Steingrímssyni, að kynna starfsemi félagsins á árlegri kynningu fulltrúa sjúklingafélaganna. Þarna hefur verið, sem […]
Þær Heiða Mjöll Stefánsdóttir og Sigríður Þormar, taugahjúkrunarfræðingar, félagar í HEILAHEILL, sitja í vinnuhópi á vegum HHH-hópsins [Heilaheill, Hjartaheill og Hjarta] um forvarnarstarf á vegum félaganna, – þ.á.m. í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Sátu þær undirbúningsfund félaganna í Menntaskólanum í Kópavogi, m.a. með Margréti Friðriksdóttur, skólameistara, Guðrúnu Bergmann frá Hjartaheill og Bylgju Valtýsdóttur, frá Hjartavernd. Fram […]
Nú er styrktarsjóðurinn Faðmur að fara af stað með vetrarstarfið. Hann er ætlaður fólki er hefur fengið skerðingu vegna slags, heilablóðfalls, blæðingu, súrefnisþurrðar eða blóðtappa í heila og eru með börn á framfæri sem eru í sérnámi. Byrjað verður á úthlutun styrkja nú í vetur og hægt er að nálgast eyðublöð og fá nánari upplýsingar […]