Stafalogn á Stórhöfða!

Hver hefði trúað því að þegar fjölmennur ferðahópur HEILAHEILLA og HJARTAHEILLA heimsótti Vestmannaeyjar laugardaginn 18. júní 2011, að blíðskaparveður og logn væri uppi á Stórhöfða, Vestmannaeyjum,  sem þekktur er um allan heim fyrir allt annað en veðurblíðu.Hópurinn, allt að 90 manns, lagði af stað í tveimur stórum rútum frá Síðumúlanum í fallegu veðri.  Af fréttum […]

Framtíð í Noðurlandasamstarfi?

Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, fór á vinnufund „slagfélaganna“ á norðurlöndunum í Osló dags.06.06.2011, þar sem var tekin var upp umræða um frekara samstarf með norðurlandaþjóðunum um slagið.  Þarna mættu fulltrúar Dana, Norðmanna og Íslendinga, í húsakynnum Bayer Healtth Care er boðaði og bauð til fundarins, að undirlagi og í samráði við Arne Hagan, formanns félagsins í Noregi.  […]

Ferðalög framundan hjá HEILAHEILL

Nú fer sumarið í hönd og hafa forsvarsmenn HEILAHEILLA í samráði við forsvarsmenn Hjartaheilla, í Reykjavík annarsvegar og á Akureyri hinsvegar, skipulagt ódýrar eins dags ferðir í rútum, um suðurland 18. júní til Vestmannaeyjar um Landeyjahöfn og 25. júní á Mánárbakka, Húsavík og Mývatnssveit fyrir norðan.  Þessar sumarferðir félagsins hafa gefið góða raun og góðar […]

Öflugur fundur á Akureyri!

Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfundur og myndlistamaður og Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, héldu kjarnafund með góðu fólki á Akureyri 1. júní 2011 sl. í „Stássinu“, Greifanum.  Á fundinn komu þeir sem hafa orðið fyrir slagi, aðstandendur, læknir og sjúkraþjálfari, þ.e.a.s. allir þeir sem láta sig málefnið varða.  Eftir að fundarmenn höfðu minnst Ingólfs Margeirssonar, var sýnd kvikmynd […]

Ný rannsókn spáir faraldri gáttatifs

Algengi hjartasjúkdómsins gáttatifs hefur aukist um fimmtung síðasta áratuginn samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra vísindamanna frá Landspítala og Hjartavernd. Davíð O. Arnar, hjartalæknir á Landspítala og Hrafnhildur Stefánsdóttir læknir, í samvinnu við ThorAspelund og Vilmund Guðnason vísindamenn hjá Hjartavernd, unnu að rannsókninni.  Búast má við að gáttatif verði enn meira áberandi sjúkdómurá þessari öld. Hann er […]

Forslag í stað TIA?

Málþing HEILAHEILLA að Grand Hótel tókst mjög vel laugardaginn 21. maí sl., undir stjórn Guðmundar Bjarnasonar, formanns Hjartaheilla.  Minntist hann á mikilvægi samstarfs HEILAHEILLA og HJARTAHEILLA og minntist m.a. á sameiginleg átök þessara félaga.  Þarna voru helstu sérfræðingar landsins í slagi, læknarnir og taugasérfræðingarnir, Albert Páll Sigurðsson og Finnbogi Jakobsson, er báðir starfa á B2, […]

Undirbúningur í fullum gangi!

Félagar í HEILAHEILLA hafa verið á fullum krafti að undirbúa málþingið “Eru við of sein” er verður á laugardaginn 21. maí nk. á Grand Hótel og byrjar kl.10:00.         Þetta málþing verður jafnframt til minningar um Ingólf Margeirsson rithöfund, sagnfræðing og fjölmiðlamanns, fyrrum félaga og stjórnarmann HEILAHEILLA, er lést fyrir skömmu, en honum var mjög […]

Dr. Hjalti Már Þórisson fræddi fundarmenn

Á laugardagsfundi HEILAHEILLA 7. maí 2011, var Ingólfs Margeirssonar minnst.  Það sem gerði þennan fund sérstakan var að hann var sjálfur búinn að skipuleggja hann, áður en hann lést 15. apríl 2011.  Ingólfur hafði gert ráðstafanir um að “stjúptengdasonur” hans, Dr. Hjalti Már Þórisson, héldi erindi um röntgenlækningar á slagi.  Dr. Hjalti kom á fundinn […]

Fróðleikur HEILAHEILLA bjargaði mér!

Það var frísk kona, Matthildur Guðmannsdóttir hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, er kom eldsnemma úr sundlauginni í Kópavogi einn morguninn.  Ekki var að sjá á henni að hún hafi orðið fyrir slagi fyrir 6 mánuðum síðan.  Hún kvaðst þá hafa verið að vinna ósköp venjulega sín störf yfir daginn og fann ekki fyrir neinu, fyrr en hún […]

Ingólfur jarðsettur í „Skáldareit“

Ingólfur Margeirsson, fyrrum stjórnarmaður HEILAHEILLA, var jarðsunginn miðvikudaginn 27. apríl 2011 af séra Hjálmari Jónssyni, í þéttsetinni Dómkirkju Reykjavíkur, við mikla viðhöfn. Viðstaddir voru Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ásamt öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar.  Þá voru viðstaddir þingmenn, bæjar- og borgarfulltrúar.  Einnig voru fjöldinn allur af vinum Ingólfs og mátti þekkja marga samstarfsmenn hans úr […]

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur