Fyrsti laugardagsfundurinn í Síðumúlanum

HEILAHEILL hélt sinn reglulega laugardagsfund í nýja húsnæðinu að Síðumúla 6, 108 Reykjavík fyrir fullu húsi, við góðar viðtökur fundarmanna.  Formaðurinn, Þórir Steingrímsson, flutti skýrslu um stöðu félagsins, um nýja húsnæðið og tengsl félagsins við HJARTAHEILL  Þá voru sýndar kvikmyndir um RAX ljósmyndara og síðan kom Gunnhildur Gyða Axelsdóttir og kynnti starfsemi Vinunnar.  Kaffihópurinn hélt […]

Í nýtt húsnæði!

Heilakaffishóparnir eru fluttir á nýtt húsnæði að Síðumúla 6, 108 Reykjavík sem er í eigu SÍBS.  Aukið samstarf er á milli Hjartaheilla og Heilaheilla, m.a. um GoRed-átakið og hefur verið kallað HHH-hópurinn [Hjartaheill+Heilaheill+Hjartavernd].  Hjartaheill er í sama húsnæði og leiðir samvinna þessara félaga til samvinnu er líkist erlendum samtökum, s.s. „Heart and Stroke Foundation“ o.s.frv.  […]

Vaktmenn HEILAHEILLA

Þeir Björn Baldursson og Guðmundur Eyjólfsson, hafa verið virkir félagar eftir sín áföll og hafa að undanförnu verið á hverjum föstudegi til staðar á Grensásdeild frá kl.14:00-16:00á vegum HEILAHEILLA.  Þessi viðvera félagsins hefur mælst mjög vel fyrir, bæði meðal sjúklinga og ekki síður starfsfólks.  Þeir sem hafa áhuga á stöðu sinni eftir meðferð á deildinni […]

Árlega fá 150 manns málstol á Íslandi

Heimasíða HEILAHEILLA hafði tal af þeim Mary Björku Sigurðardóttur og Þórarni Björnssyni, nema við Háskóla Íslands. Hann fékk slag fyrir nokkrum árum og í kjölfarið helftarlömun og málstol.  Hann er einn af mörgum félögum HEILAHEILLA og gott dæmi þess, að þó að fólk verði fyrir slagi, þá er áfall ekki endirinn!   Síður en svo, þau […]

Góður gangur!

Góður gangur hefur verið í viðræðum á milli stjórna HEILAHEILLA og HJARTAHEILLA, um fast húsnæði og viðveru fyrir það fyrrnefnda í Síðumúla 6, 108 Reykjavík, þar sem það síðarnefnda er til húsa.  Aukið samstarf á milli þessara félaga sl. 3 ár hefur kallað á óvefengjanleg samlegðaráhrif í forvarnarstarfi er varðar hjarta og æðasjúkdóma, í tengslum […]

Skemmtilegur og fyndinn fundur!

„Þetta er búið að vera gleiði og gaman, þrátt fyrir erfiðleikana“ sagði sérstakur gestur fundarins Steinar Ragnarsson, er fékk slag 1987 og 1991.  Sagði hann frá reynslu sinni og sinna félaga á spaugilegan hátt  Fjölsóttur laugardagsfundur HEILAHEILLA var haldinn 05.02.2011 í Rauða salnum, og voru þeir Steinar og Grétar Pétur Geirsson, formaður Sjálfsbjörg lsf, sérstakir […]

Rómantískt hjá Slögurum!

Faðmur hélt góðan fund á á fimmtudagskvöldið 3. mars 2011 á Café Milanó, Faxafeni 11, (við hliðina á Partýbúðinni).  Þarna hittist fjölskyldufólk er kynnst hefur slagi og gerðu með sér góða kvöldstund.  Faðmur er sérstakur sjóður er styrkir foreldra er fengið hafa slag [súrefnisþurrð, blóðfall, blóðtappa eða blæðingu í heila] og eru með börn 18 […]

Aðlafundur Heilaheilla 26. febrúar 2011

Aðlafundur Heilaheilla 26. febrúar 2011 var aftur og haldinn í Hringsal LSH og þá beint með fjarfundabúnaði á Sjúkrahúsið á Akureyri.   Formaður Þórir Steingrímsson setti fundinn og bauð fundarmenn um allt land velkomna og var Ellert Skúlason  tilnefndur sem fundarstjóri og Þórólfur Árnson fundarritari.   Þórir var endurkosinn formaður til næstu 3ja ára og með honum […]

Kanilsnúðadagar IKEA

Kanilsnúðadagar IKEA voru haldnir í annað sinn 12.-13. febrúar sl. og tveggja manna lið frá fjórum bakaríum kepptu í kanilsnúðabakstri. Gestum var boðið að smakka á kanilsnúðunum og greiða atkvæði sitt með því að setja upphæð að eigin vali í bauk þeirra bakara sem gerðu besta snúðinn að þeirra mati. Það lið sem safnaði hæstu upphæðinni […]

Ráðherrar þurfa líka á heilsunni að halda!

Þau Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrum ráðherra og verndari Go Red á Íslandi, Guðmundur Bjarnason, fyrrum ráðherra og formaður Hjartaheilla, Sveinn Guðmundsson og dr.Vilborg Sigurðardóttir, félagar Hjartaheilla fóru ásamt Þóri Steingrímssyni, formanni HEILAHEILLA í Stjórnaráðið og afhentu Guðbjarti Hannessyni, velferðarráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra merki átaksins, sem er rauður kjóll.  Mikil dagskrá fór mjög vel fram í Vetrargarðinum, Smáralindinni, […]

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur