Opið hús á Grensásdeild verður laugardaginn 20. nóvember kl. 13.00 – 16.00 Með opnu húsi vill starfsfólk þakka fyrir frábærar undirtektir við átakið „Á rás fyrir Grensás“ og gefa almenningi kost á að kynna sér starfsemina, skoða húsnæðið, m.a. nýja þjálfunaríbúð og skoða fyrirliggjandi tillögur um breytingar og nýbyggingu. • Hollvinir Grensásdeildar, Heilaheill og fleiri samtök sem […]
Heilaheill á Norðurlandi hélt súpufund þriðjudaginn 9. nóvember á Greifanum. Ákveðið var að hafa næsta fund annan þriðjudag í janúar á sama stað klukkan 18°°. Sjá myndir hér! Til baka
Þann 20. nóvember nk. kl.13:00 til 16:00 verður haldið opið hús á Grensásdeild. Þá mun vera hægt að skoða húsakynni deildarinnar þar á meðal æfingarsal, sundlaug, æfingaríbúð og sjúkrastofur. Eins mun starfsfólk vera til staðar til að leiðbeina og svara spurningum. Mikilvægi deildarinnar er aldrei of oft rómað, en nú er tækifæri fyrir hvern og einn að […]
Fjölmennur laugardagsfundur HEILAHEILLA var samkvæmt venju 6. nóv 2010 og Þórir Steigrímsson, formaður, gerði grein fyrir stöðu félagsins. Þá voru sýndar svipmyndir af Slagdeginum og gerð grein fyrir hvaða þýðingu hann hefur fyrir samfélagið. Sérstakur gestur fundarins var Kolbrún Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar og var gerð grein fyrir þróun undirbúningsnefndar er varðar Þjónustu- og þekkingamiðstöð Sjálfsbjargar. […]
Heilaheill á norðurlandi hélt slagdaginn 16. október á Glerártorgi. Aldrei hafa eins margir komið í mælingu eins og núna. Mikla lukku vakti þegar Lilli klifurmús og bakaradrengurinn úr Dýrunum í Hálsaskógi komu í mælingu eins og margir aðrir. Þetta var vel heppnaður dagur hjá okkur fyrir norðan. Við viljum minnna á að við höldum fund […]
Slagdagur HEILAHEILLA 16.10.2010 tókst mjög vel og við góðar undirtektir í Smáralindinni, Kringlunni og á Glerártorgi, Akureyri. Á þessum stöðum voru læknar, taugasérfræðingar og hjúkrunarfræðingar, er buðu vegfarendum upp á almenna fræðslu um slag og blóðþrýstingsmældir og spurningar lagðar fyrir þá og fyrsta mat á áhættu metið. Sem beturfer var enginn sendur upp á bráðamóttöku i þetta […]
Heilaheill á Norðurlandi hélt súpufund þriðjudaginn 12. október á veitingastaðnum Greifanum. Rætt var um slagdaginn sem verður næstkomandi laugardag á Glerártorgi. Sagt var frá því að Ingvar Þóroddsson og Páll Árdal yrðu í viðtali á sjónvarpstöðinni N4 næstkomandi föstudag í tilefni slagdagsins. Einnig var ákveðið að halda fund annan Þriðjudag í mánuði á Greifanum kl. […]
Slagdagurinn verður haldinn í 4 skiptið á Íslandi laugardaginn 16.10.2010 í Smáralind, Kringlunni og á Glerártorgi milli kl.13:00 og 16:00. Gestum og gangandi er boðið upp á fræðslu, blóðþrýstingsmælingu og fara í mat á því að fá slag næstu 10 árin. Þema dagsins er TIA eða skammvinn heilablóðþurrð. Einkenni TIA (Transient Ischmic Attack) eru þau sömu […]
Fyrsti fundur hjá Faðmi-Heilaheill var haldinn á Cafe Milano Faxafeni 11, (við hliðina á Partýbúðinni) fimmtudaginn 7. október s.l. kl:20:00. Faðmur styrkir foreldra sem fengið hafa heilaslag og eru með börn 18 ára og yngri á sínu framfæri. Sjóðurinn er ekki framfærslusjóður heldur ætlað að mæta þekktum og óvæntum útgjöldum er snúa að börnum á heimili […]
Á reglulegum laugardagsfundi HEILAHEILLA 02.10.2010 fór formaðurinn Þórir Steingrímsson yfir stöðu félagsins og sýndi myndir frá fyrri tímum. Þá greindi Krístín Stefánsdóttir, stjórnarmaður í HEILAHEILLog í styrktarsjóðnum Faðmi, frá starfsemi sjóðsins og væntalegri breytingar í stjórn hans, þar sem Katrín Júlíusdóttir, ráðherra, víkur úr stjórn hans sem formaður. Þá greindi Þórir frá væntanlegum Slagdegi er […]