Heilaheill á norðurlandi hélt slagdaginn 16. október á Glerártorgi. Aldrei hafa eins margir komið í mælingu eins og núna. Mikla lukku vakti þegar Lilli klifurmús og bakaradrengurinn úr Dýrunum í Hálsaskógi komu í mælingu eins og margir aðrir. Þetta var vel heppnaður dagur hjá okkur fyrir norðan. Við viljum minnna á að við höldum fund […]
Slagdagur HEILAHEILLA 16.10.2010 tókst mjög vel og við góðar undirtektir í Smáralindinni, Kringlunni og á Glerártorgi, Akureyri. Á þessum stöðum voru læknar, taugasérfræðingar og hjúkrunarfræðingar, er buðu vegfarendum upp á almenna fræðslu um slag og blóðþrýstingsmældir og spurningar lagðar fyrir þá og fyrsta mat á áhættu metið. Sem beturfer var enginn sendur upp á bráðamóttöku i þetta […]
Heilaheill á Norðurlandi hélt súpufund þriðjudaginn 12. október á veitingastaðnum Greifanum. Rætt var um slagdaginn sem verður næstkomandi laugardag á Glerártorgi. Sagt var frá því að Ingvar Þóroddsson og Páll Árdal yrðu í viðtali á sjónvarpstöðinni N4 næstkomandi föstudag í tilefni slagdagsins. Einnig var ákveðið að halda fund annan Þriðjudag í mánuði á Greifanum kl. […]
Slagdagurinn verður haldinn í 4 skiptið á Íslandi laugardaginn 16.10.2010 í Smáralind, Kringlunni og á Glerártorgi milli kl.13:00 og 16:00. Gestum og gangandi er boðið upp á fræðslu, blóðþrýstingsmælingu og fara í mat á því að fá slag næstu 10 árin. Þema dagsins er TIA eða skammvinn heilablóðþurrð. Einkenni TIA (Transient Ischmic Attack) eru þau sömu […]
Fyrsti fundur hjá Faðmi-Heilaheill var haldinn á Cafe Milano Faxafeni 11, (við hliðina á Partýbúðinni) fimmtudaginn 7. október s.l. kl:20:00. Faðmur styrkir foreldra sem fengið hafa heilaslag og eru með börn 18 ára og yngri á sínu framfæri. Sjóðurinn er ekki framfærslusjóður heldur ætlað að mæta þekktum og óvæntum útgjöldum er snúa að börnum á heimili […]
Á reglulegum laugardagsfundi HEILAHEILLA 02.10.2010 fór formaðurinn Þórir Steingrímsson yfir stöðu félagsins og sýndi myndir frá fyrri tímum. Þá greindi Krístín Stefánsdóttir, stjórnarmaður í HEILAHEILLog í styrktarsjóðnum Faðmi, frá starfsemi sjóðsins og væntalegri breytingar í stjórn hans, þar sem Katrín Júlíusdóttir, ráðherra, víkur úr stjórn hans sem formaður. Þá greindi Þórir frá væntanlegum Slagdegi er […]
Fundur var hjá Heilaheill á Norðurlandi 21 september í Einingar-Iðjusalnum á Akureyri. Voru sýndar myndir frá ferð Heilaheilla á Norðurlandi sem var farin í sumar. Einnig voru síndar myndir ofan af þakinu á Mennigar húsinu Hofi sem voru tekknar í Júni í sumar. Var ákveðið að hafa fund aftur 13 Október, verður hann auglystur þegar […]
Um 13 hlauparar skráðu sig í Reykjavíkurmaraþonið 2010 og söfnuðu fyrir Heilaheill kr.185.731,- og eiga miklar þakkir skilið fyrir þetta frábæra framtak. Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig safnaðist þessi upphæð til félagsins og kemur að góðum notum. Hægt að hvetja […]
Fyrsti laugardagsfundur HEILAHEILLA [er verður reglulega fyrsta laugardag hvers mánaðar í vetur] var fjölsóttur laugardaginn 4. september 2010 í RAUÐA SALNUM að Hátúni 12, 105 Reykjavík [Sjálfsbjargarhúsinu] og var gerður góður rómur að. Þórir Steingrímsson, formaður, gaf skýrslu um stöðu félagsins í samstarfi við aðra aðila í samfélaginu t.d. um forvarnarþáttinn, s.s. með Hjartaheill og […]
Samkomulag hefur tekist á milli HEILAHEILLA og forsvarsmanna MS-félagsins, um að HEILAHEILL fái að halda kaffifundi að Sléttuvegi 5, 103 Reykjavík, [beint á móti “Borgarspítalanum”] – til handa þeim er þurfa á endurhæfingu að halda vegna heilaslags. Eru slíkir fundir kallaðir Heilakaffi og eru þátttakendur allir þeir er hafa við ýmsa erfiðleika að stríða eftir áfallið, sjúklingar sem aðstandendur. […]