Birt með leyfi Læknablaðsins Læknablaðið 2006; 92: 233. Jóhann Heiðar Jóhannsson: Í síðasta pistli hófst umræða um heitin heilablóðfall og slag og verður henni nú fram haldið. Tilefnið var tölvupóstur frá Alberti Páli Sigurðssyni, taugasjúkdómalækni, en síðan hafa Einar Már Valdimarsson, taugasjúkdómalæknir, og Runólfur Pálsson, lyflæknir, einnig lagt til umræðunnar. Undirritaður leitaði einnig uppi dæmi […]
Þetta kann að hljóma undarlega fyrir þá sem ekki þekkja, en staðreyndin er sú að u.þ.b. tveir einstaklingar fá slag hér á landi á dag. Slag, einnig nefnt heilablóðfall, verður er æð í eða við heila springur eða stíflast – blóðþurraslag og blæðandi slag, útleggst hér sem blóðsegi, blóðtappi eða blæðing í heila, heilablóðfall. Afleiðingar […]
Ég var búinn að finna fyrir svima og einhverri vanlíðan vikuna á undan en sinnti því ekki. Það var síðan einn mánudagsmorgun fyrir skömmu, þegar ég vaknaði að ég var með höfuðkvalir, ógleði og svima. Ég ætlaði að fara fram úr rúminu en þá var ég nærri dottinn í gólfið, því mig svimaði svo mikið, ég […]
Tilgangur þessarar greinar er að setja fram í mjög grófum dráttum hugleiðingar um eina leið, en ekki þá einu, til að breyta núverandi fyrirkomulagi á fjármögnun og yfirstjórn heilbrigðisþjónustu á Íslandi.Mikið hefur verið rætt um kostnað ríkisins við heilbrigðisþjónustu en lítið um þann gífurlega þjóðhagslega hagnað, sem af henni hefur hlotist, þ.e. hagnaðinn af því […]
Sumarið var farið að láta á sér kræla og sálin lyfti sér til himna með síaukinni birtu. Dag einn þegar veðurspáin var óvenju hagstæð fyrir Norðurland ákváðum við að aka norður og dvelja eina helgi í húsi okkar í Hrísey. Ég hafði ekki komið í eyjuna frá því ég fékk þar heilablóðfallið tæpu ári áður. […]
Það er ánægjuefni að geta rætt um ríkisframtak, sem hefur stóraukið lífsgæði fjölda fólks, gert það sjálfsbjarga og að virkum þátttakendum í þjóðarframleiðslunni. Jafnframt hefur þetta framtak verið þjóðarbúinu mjög svo arðbært. Hér er um að ræða Grensásdeild Landspítala Háskóla Sjúkrahúss, en þar fer fram starfssemi, sem ekki heyrist mikið um í daglegu tali. Þangað […]
HOLLVINIR GRENSÁSDEILDAR KVEÐJA TIL VINA OG SAMHERJA Í HEILAHEILL 21. OKT. 2006 Því miður kemst ég ekki til ykkar núna en við í Hollvinum Grensásdeildar viljum koma á framfæri þakklæti okkar og ánægju yfir því nána samstarfi við Heilaheill, sem hefur ríkt frá stofnun Hollvinanna s.l. vor og fögnum þeim mikla stuðningi sem […]
Í ferðalagi HEILAHEILLA var farið um Grímsnesið 8. águst 2009 og fararstjóri var Anna Þrúður Þorkelsdóttir. Farið var í heimsókn í sumarbústað þeirra hjóna, Gunnhildar og Bergs, er hafa verið félagar í HEILAHEILL nær því frá í upphafi 1994. Þær leikkonurnar Edda Þórarinsdóttir og Sigríður Þorvaldsdóttir, báðr meðlimir í félaginu, héldu uppi fjörinu í rútunni […]
Góð þátttaka var í sumarferð HEILAHEILLA, er farið var um Reykjanesið, söguslóðir er tengjast landnámi Íslands og allt fram á okkar tíma og jarðsaga þess er afar merkileg. Enn er verið að uppgötva ævintýralegar minjar. Farið var sem leið lá suður á Vatnsleysuströnd, Voga, Njarðvíkur, Keflavík og borðað þar hádegisverður í Duushúsi. Haldið var svo […]