GRENSÁS – DEILDIN GLEYMDA?

Það er ánægjuefni að geta rætt um ríkisframtak,  sem hefur stóraukið lífsgæði fjölda fólks, gert það sjálfsbjarga og að virkum þátttakendum í þjóðarframleiðslunni.  Jafnframt hefur þetta framtak verið þjóðarbúinu mjög svo arðbært.  Hér er um að ræða  Grensásdeild Landspítala Háskóla Sjúkrahúss,  en þar fer fram starfssemi,  sem ekki heyrist mikið um í daglegu tali.  Þangað […]

Sumarferð HEILAHEILLA 2009

Í ferðalagi HEILAHEILLA var farið um Grímsnesið 8. águst 2009 og fararstjóri var Anna Þrúður Þorkelsdóttir.  Farið var í heimsókn í sumarbústað þeirra hjóna, Gunnhildar og Bergs, er hafa verið félagar í HEILAHEILL nær því frá í upphafi 1994.  Þær leikkonurnar Edda Þórarinsdóttir og Sigríður Þorvaldsdóttir, báðr meðlimir í félaginu, héldu uppi fjörinu í rútunni […]

Sumarferð HEILAHEILLA 2008

Góð þátttaka var í sumarferð HEILAHEILLA, er farið var um Reykjanesið,  söguslóðir er tengjast landnámi Íslands og allt fram á okkar tíma og jarðsaga þess er afar merkileg.  Enn er verið að uppgötva ævintýralegar minjar.  Farið var sem leið lá suður á Vatnsleysuströnd, Voga, Njarðvíkur,  Keflavík og borðað þar hádegisverður í Duushúsi.  Haldið  var svo […]

Reykjavíkurmaraþon 2008

Reykjavíkurmaraþon Glitnis 2008

Eins og ykkur er kunnugt um verður Reykjavíkurmaraþon Glitnis þann 23.08.2008 og í tengslum við hlaupið gefst þá öllum starfsmönnum og viðskiptavinum GLITNIS tækifæri á að “hlaupa til góðs” þ.e. bankinn styrkir góðgerðarfélag að vali viðskiptavinar um ákveðna fjárhæð. Einnig gefst fyrirtækjum og einstaklingum sem ekki geta / kjósa að hlaupa en vilja láta gott […]

Aðalfundur HEILAHEILLA 2007

Aðalfundar HEILAHEILLA var haldinn fimmtudaginn 22. febrúar 2007

Aðalfundar HEILAHEILLA var haldinn fimmtudaginn 22. febrúar 2007 kl.20:00 í “Rauða salnum” á II. hæð að Hátúni 12, 105 Reykjavík samkvæmt 7.gr. og 9.gr. laga félagsins. Þórir Steingrímsson gaf aftur kost á sér og var hann kosinn formaður. Þær Bergþóra Annasdóttir gjaldkeri og Jónína Ragnarsdóttir ritari gáfu ekki kost á sér og var þeim þökkuð […]

SALURINN 8. NÓV 2007

Faðmur hélt styrktartónleika í SALNUM 8. nóv. s.l. og Katrín Júlíusardóttir, alþingismaður, formaður sjóðsins, bauð áhorfendur velkomna og þakkaði stuðninginn. Hún greindi frá því að Faðmur Heilaheilla væri styrktarsjóður er styður barnafjölskyldur þar sem foreldri hefur fengið heilaslag/heilablóðfall. Hún greindi frá því að hægt væri að sækja um styrki úr sjóðnum fyrir tómstundir, námi eða […]

Kaffifundur

Kaffifundur

Margir félagar HEILAHEILLA, sjúklingar, aðstandendur, fagaðilar, velunnarar og gestir sóttu kaffifund Heilaheilla, sem haldinn var á Hótel Reykjavík Centrum 4, febrúar s.l.. Voru sýnd af DVD-diskum viðtöl úr ýmsum sjónvarpsþáttum við þá sem höfðu fengið heilablóðfall og síðan skrafað og lagt á ráðin Framvarðasveitin, Katrín Júlíusdóttir alþingismaður, Þórir Steingrímsson ranns.lögr.maður, Edda Þórarinsdóttir leikkona og Ragnar […]

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur