
Nú standa yfir tökur á fræðslukvikmynd um slagið fyrir HEILAHEILL. Þessi kvikmynd er ætluð fyrir sjónvarp og verður frumsýnd í tengslum við “Slagdaginn”, 29. október 2021, sem er alþjóða-dagur heilablóðfallsins (World Stroke Day). Er hún gerð í því skyni að fræða landsmenn um hvernig hægt er að koma í veg fyrir frekara skaða vegna slags, jafnvel dauða, með því að þekkja fyrstu einkennin og hafa strax réttu viðbrögðin við áfallinu og nota Heila-appið. Það hefur ávallt verið markmið félagsins að vinna að velferðar- og hagsmunamálum þeirra er fengið hafa slag (heilablóðfall), hvetja almenning að þekkja fyrstu einkennin! Hefur kvikmyndaliðið haft viðtöl við sjúklinga, lækna, sérfræðinga á bráðastigi og við enduhæfingu. Í ráði er að vera í samvinnu við starfslið Neyðarlínunnar, áhafnir sjúkrabifreiða, þyrlustarfslið Landhelgisgæslunnar og ekki síst við bráðamóttöku heilbrigðisþjónustuna. Helstu aðilarnir er standa á bak við handritið eru Páll Kristinn Pálsson, kvikmyndagerðarmaður, Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA og Björn Logi Þórarinsson, læknir.



