Ungir og áhugasamir hjúkrunarfræðinemar fylgjast með fyrirlestri formanns HEILAHEILLA, Þóris Steingrímssonar. Á undanförnum árum hefur fulltrúi HEILAHEILLA tekið þátt í pallborðsumræðum í Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, er hefur fari fram í Eirbergi Eiríksgötu 34. Voru hjúkrunarfræðinemar, auk kennara, sem og fulltrúar langveikra sjúklingafélaga. Var þessum umræðum stýrt af Helgu Jónsdóttur, prófessor og eftir fyrirspurnum nemenda, þá skýrðu fulltrúar sjúklingafélaganna frá sinni reynslu og einnig frá starfsemi sinna félaga.