Fimmtudaginn 21. mars mætti fjöldi manns á fræðslufund Heilaheilla í Hjálma-kletti í Borgarnesi. Fundarmenn hlýddu á fyrirlestra um heilablóðfallið. Auk flutnings Þóris Stein-grímssonar, for-manns Heilaheilla, um heilablóðfallið, forvarnir, snemm-tæka íhlutun heil-brigðiskerfisins við slaginu, stigu þeir Gunnlaugur Á Júlíusson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, Hjalti R Kristinsson og Baldur B E Kristjánsson á stokk og fluttu erindi, hver í sínu lagi, um sína reynslu af slaginu! Gunnlaugur bæjarstjóri greindi frá sínum áhrifamikla þætti í söfnunarátakinu “Á rás fyrir Grensás” fyrir u.þ.b. áratug og samskiptin þá við HEILAHEILL.
Þá var sýnd myndklippa af fyrirlestri Björns Loga Þórarinssonar, taugasérfræðings, um segabrottnám á Landspítalanum. Margar fyrirspurnir voru bornar fram og héldu fundarmenn heim á leið mun fróðari um heilablóðfallið.