Boðað er til stjórnar-fjarfundar HEILAHEILLA á ZOOM föstudaginn 21. janúar 2022 kl.16:00.
Mætt Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Páll Árdal, gjaldkeri, Sædís Þórðardóttir og Kristín Árdal, varamenn
Dagskrá:
- Formaður gefur skýrslu
- Fjármál:
- Staða fjármála
- Reikningarnir fyrir 2021
- Steiney hjá Stemmu
- um NORDISK AFASIRÅD
- Málstolsátakið
- Aðalfundur
- Önnur mál
Engar athugasemdir komu fram við dagskrá og fundarboð er lýst var eftir slíku.
- Í skýrslu sinni fjallaði formaður um slagið, SAPE sem þrýstiafl til stuðnings draums okkar um séstaka slagdeild og þjónustu hennar um land allt. Fjallaði um skort á tölfræði hérlendis en einnigum kosti fámennisins. Fjallaði um málstolið. Málstolið gæti orðið verkefni ársins.
- Í máli gjaldkera,Páls, kom fram að fjármál eru í góðu lagi. Slagorðið er á sléttu. 400.000 eru á reikningi í Íslandsbanka. 2,1 í Arionbanka. Fundurinn lagði blessun sína yfirt þá áætlun Páls að skipta um söfnunaraðila (út af Slagorði o.fl.). leita til Merkismanna sem Páll sagði hagstæðari.
- Samþykkt var að auka samstarf við Talmeinafræðinga. Rætt um samstarf við Hugarafl.
- Samþykkt að taka ákvörðun um aðalfund á stjórnarfundi í byrjun febrúar.
- Samþykkt að styrkja heimasíðu, netsíðu, upplýsingasíðu hvað rétt er að kalla síðuna, Ingunnar Högnadóttur um 50 þúsund krónur, en hún fjallar um málstol.
- Fram kom á gott veður er nú á Akureyri.
Fleira gerðist ekki,
Baldur Kristjánsson