Fundargerð stjórnar 02. okt 2014

Heilaheill – 3. fundur 2014-stjórnar
>> fjarfundartengsl til Akureyrar <<

Viðstaddir voru allir aðalstjórnarmenn, sex talsins og annar varamanna:
Þórir Steingrímsson, formaður félagsins,
aðrir í aðalstjórn í stafrófsröð:
Baldur Kristjánsson, Gísli Ólafur Pétursson, Guðrún Torfhildur Gísladóttir,
Páll Árdal sem var fjartengdur frá Akureyri og Þór Sigurðsson.
Í varastjórn:
Árni Bergmann sem var fjartengdur frá Akureyri.

Kolbrún Stefánsdóttir, sem er framkvæmdastjóri félagsins Heyrnarhjálpar, sat stjórnarfund félags síns og var því fjarverandi. Henni voru kunn viðfangsefni fundarins og var samhuga um niðurstöður á þeim nótum sem urðu á fundinum.

Þetta gerðist:

1) Skýrsla formanns
a) Reglubundin starfsemi er í föstum skorðum. Á laugardagsfund septembermánaðar kom Steinunn Jóhannesdóttir og á laugardagsfund októbermánaðar kemur Sigurður Skúlason leikari.
b) Málþingið á Hótel Sögu þann 10. október kl. 13-17 er í undirbúningi. SAMTAUG hefur gengið til samstarfs þar um. Ráðstefnan verður án þátttökugjalds. Markhópurinn er þeir sem eiga við málstol að etja eða/og eiga samskipti við málstola og fagfólk á sviðinu.
c) Aðalfundur Öryrkjabandalagsins verður laugardaginn 4. október. Þrír fulltrúar félagsins verða Axel Jespersen, sem er fulltrúi félagsins á vettvangi ÖBÍ, Baldur Kristjánsson, stjórnarmaður, og formaður.
d) Staðan gagnvart Slagforeningerne i Norden.
Á fundinn fóru Páll Árdal og formaður. Vísað er til fréttar á vef félagsins undir vísuninni https://heilaheill.is/?id=8078 en hún skilar sér einnig af forsíðunni undir Félagið > Fréttir.
Í kjölfar fundarins bárust formanni beiðnir um að Heilaheill bjóði hann fram til að taka að sér stjórnarsetu í Evrópusamtökunum SAFE. Finnskur fulltrúi er að ljúka setutíma sínum í stjórninni og talið er nytsamt fyrir Norðurlöndin að eiga þar áfram fulltrúa.
Eftir lýsingu á umfangi stjórnarstarfs í SAFE virðist ljóst að jákvæð viðbrögð við þeirri málaleitan muni ekki raska því góða gengi sem formaður heldur uppi á málum félagsins hér heimafyrir.
Aðspurður kvaðst formaður tilbúinn til þessa verkefnis fyrir Heilaheill . Stjórnin samþykkti einróma að verða við beiðninni og gengið var skriflega frá framboðinu til sendingar.
Ráðstefna og aðalfundur SAFE verður miðvikudaginn 5. nóvember. Þangað fara formaður og Baldur Kristjánsson.

e) Staðan gagnvart Nordisk Afasiråd.
Á fundinn fór gjaldkeri. Vísað er til fréttar á vef félagsins undir vísuninni:
https://heilaheill.is/?id=8080 en hún skilar sér einnig af forsíðunni undir Félagið > Fréttir. Næsti Afasi-fundur verður 15.-16. apríl 2015 í Osló.
f) Um fjölda fulltrúa félagsins á fundi erlendis.
Samþykkt var einróma eftirfarandi tillaga ritara:
Að minnsta kosti tveir fulltrúar fari á hvern fund erlendis fyrir hönd félagsins.
Aðstæður geta auðvitað komið í veg fyrir að ætíð takist að fá tvo til ferðar eða fleiri en þetta skal vera hið almenna viðmið.

2) Gjaldkeri gerði grein fyrir fjárhagsstöðu félagsins. Mörgum félagsmönnum er óvant að greiða félagsgjaldið þegar ekki kemur greiðsluseðill í heimabankann en þar sem bankainnheimta með greiðsluseðli er mjög kostnaðarsöm er ákveðið að leggja frekar áherslu á inngreiðslur beint á reikning félagsins og ítreka þessar leibeiningar:

Greiðsla úr heimabanka er framkvæmd svona:
(1) Fara inn á heimabankann
(2) Velja >> Greiðslur
(3) Velja >> Greiðandi – Úttektarreikningur – (greiðslan fer út af honum)
(4) Skrifa upphæðina sem er 1000 kr. fyrir slagþola
(5) Velja >> Viðtakandi – Banki – Hb – Reikningsnúmer – Kennitala
(6) Skrifa í þessari röð >>> 516 — 14 —- 555858 ——— 611294-2209
þetta eru númer reiknings Heilaheilla og kennitala Heilaheilla
(7) Velja >> Áfram – þá kemur yfirlit þar sem í ljós kemur hvort nokkur mistök hafa orðið – til dæmis hvort innritaður reikningur er reikningur Heilaheilla – ef ekki – þá hafa orðið mistök í innrituninni og þá er bara að bakka – eða hætta við – og byrja aftur. Þegar allt er í lagi –
(8) Greiða á venjulegan hátt.

Gjaldkeri tekur fram að margir aðstandendur borgi það sem þeir nefni fullt félagsgjald og það kemur sér sérstaklega vel fyrir félagið.

3) Önnur mál
Félaginu stendur til boða húsnæði í nýju húsi ÖBÍ við Sigtún þar sem allt er á gólfhæð beint inn af götu. Samþykkt að skoða það og festa félaginu ef unnt er.

Fundargerð ritaði Gísli Ólafur Pétursson.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur