Fundargerð stjórnar 04. des 2014

2014.12.04 kl. 17 til 18:30.

Heilaheill – 5. fundur 2014-stjórnar
>> fjarfundatengsl til Akureyrar <<
Viðstaddir voru þrír aðalstjórnarmenn og einn varamanna:
Þórir Steingrímsson, formaður félagsins,
aðrir í aðalstjórn í stafrófsröð:
Gísli Ólafur Pétursson,
Páll Árdal sem var fjartengdur frá Akureyri.
Í varastjórn:
Kolbrún Stefánsdóttir.
Aðrir boðuðu forföll – m.a. vegna óveðurs og ófærðar.

Þetta gerðist:

1) Skýrsla formanns 

a) Reglubundin starfsemi er í föstum skorðum bæði í Reykjavík og á Akureyri.
b) Aðspurður segir formaður frá starfinu í tengslum við stjórn SAFE. Þar er næsta dagleg tenging vegna úrlausnarefna. Ekki eru alveg hliðstæðir stjórnunarhættir í öllum þeim löndum sem eiga aðild að samtökunum – og hugsanlega ekki í öllum samtökunum. Línur eru lagðar þannig að allt starf aðildarfélaganna skilgreinist fallandi að regluverki Evrópusambandsins.

2) Ritari gerir grein fyrir vinnu framkvæmdanefndar vegna tvítugsafmælis félagsins.
Í umræðunni staðfestist að það er einhugur um að afmælishátíðinni skuli ætlað að kynna félagið, verkefni þess og árangur af starfi þess.

Hér eru taldir nærtækir þyngdarpunktar í starfinu um þessar mundir:

    • Félagið á merkisfmæli
    • Félagið hefur ákveðið að flytja verustað sinn og stórbæta aðgengi.
    • Félagið stuðlar að aukinni þekkingu fólks á því sem veldur slagi og hvað þá er til ráða.
    • Félagið leitar sífellt nýrrar þekkingar til hagsbóta félögum sínum og samfélaginu öllu.
    • Félagið hefur náð góðum tengslum við sín norrænu systursamtök.
    • Félagið leggur til stjórnarmann í Evrópusamtökunum næsta kjörtímabil.
    • Félagið er í samstarfi við velferðar- og heilbrigðisyfirvöld sem styrkja það til að gegna hlutverki sínu til liðsinnis við slagþola og aðstandendur þeirra.

Félagið er í samstarfinu SAMTAUG með sjúklingafélögum á tengdum sviðum.
Félagið er í samstarfi við sjúklingafélagið HUGARFAR um hæfingu og endurhæfingu heilaskertra.

3) Ákveðið að stefna að tímasetningu sem fyrst eftir að flutt er inn í nýja húsnæðið en ljóst er að það verður ekki aðgengilegt fyrr á fyrstu mánuðum nýs árs.
Nánar um dagskrá á næsta fundi stjórnar.

4) Félagið býður til kaffis við jólasamkomu.
Vegna fyrirspurnar Páls er staðfest að sá er siður félagsins að bjóða til kaffis á jólafundi í byrjun desember.

Fleira ekki. Fundargerð ritaði Gísli Ólafur Pétursson.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur