Fundargerð stjórnar 08. okt 2015

Stjórnarfundur HEILAHEILLA fimmtudaginn 8. október 2015 kl.17:00 í Oddsstofu (fundarherbergi) Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Mættir auk undirritaðs, Þórir, Kolbrún, Axel og Páll Árdal í gervi snjallsíma með mynd, sjálfur staddur á Akureyri.

1. Formaður gefur skýrslu. Formaður fór yfir starfið og kynnti m.a. nýja bæklinga sem afhentir eru sjúklingum/aðstandendum í umslagi með orðunum ,,Til þín og þinna“.
Guðrún gerir athugasemdir við að stjórnin fái ekki efni eins og þetta til lestrar og prófarkalesturs. Tekið var undir það og einnig látin í ljós ánægja með framtakið.

2. Gjaldkeri gerði grein fyrir fjárhagsstöðu félagsins. Fram kom að innistæða á bankareikningum er 1.928.256 ISK. Kreditkort í 37.726 kr. í mínus og ógreiddir reikningar um 60.000 kr. Engin lán og engin verðbréf.

3. Páll Árdal fór yfir ferð sína og Þóris formanns til Malmö í Svíþjóð á fund 8. október. Þar fundaði undirhópur undir ,,Safe“ ,,Slagforeningene i Norden“  Páll skýrði m.a. frá appi (dregið af apparatus) sem var kynnt þar, sem leiðbeinir fólki heim til sín. Meðal þess sem frásagnarvert var við þenna fund var það að grænlendingar tóku þátt í honum.

4. Axel.  Fór til Óslóar á fundarráðstefnu ásamt formanni 14. og 15. september og gerði grein fyrir ferðinni. Stefnan var um málstol og var á vegum   ,,Nordisk afasirad“. Góður og gagnlegur fundur, kvað hann.

5. Málefni Slagorðsins. Blaðið verður sent til allra félagsmanna. Kemur út nú í lok mánaðarins (október). Auglýsingar og annað slíkt sennilega komið í prentun. Pétur Bjarnason ritstýrir. Leturprent sér um umbrot og prentun.

6. Slagdagurinn verður 29. október. Höfum verið sjáanleg og sýnileg t.d. í Kringlunni. Ákveðnir þættir sem við höfum haldið úti blóðþrýstingsmæling t.d.. Fram kom hjá formanni að erfitt er að manna pósta á þessum degi og á það við um mörg félög af okkar tagi.
7. GO red – HHH. Dagurinn er næst 22. Febrúar. Fram kom hjá formanni að við þurfum að vera í startholunum. Fram kom það viðhorf formanns að við ættum að gefa út bækling fyrir daginn. Þurfum að útvega fólk til starfa.

8. ÖBÍ. Axel gerði grein fyrir aðalfundi Öryrkjabandalagsins sem hann sótti og sat ásamt formanni og Magnúsi Pálssyni.

9. Viðverukostnaður.  Bryndís Bjarnadóttir fær greitt  kr. 4000 tímann (málstolskennsla). Talið var rétt að gera samning við hana þar sem starfið yrði skilgreint. Axel og Guðrúnu falið að gera það.

10. Samtaug – samtök taugasjúklingafélaga. Sameiginlegt verkefni er hvernig við nálgumst og getum nálgast fólk eftir áfall. Guðrún tók dæmi af upplýsingum er aðstandendur fengju við andlát. Rætt um að ganga eftir því hvort og með hvaða hætti heilbrigðiskerfið vill/getur láta/látið vita af félögunum. ,,Til þín og þinna“ tekið sem dæmi um vel heppnaða leið.

11. Laugardagsfundir. Elva Ósk leikkona kemur í nóvember á fund. Sr. Baldur tók að sér að koma á desemberfund og halda hugleiðingu. Þar kemur og ljósmyndarinn RAX. Umræður urðu um það, hvernig koma megi lífi í svona fundi og hvort að laugardagar væru heppilegir dagar til slíkra funda. Rætt um að gera könnun á því meðal félagsmanna.

12. Flugfargjald. Samþykkt að greiða flugfar  Þórs Garðars Þórarinssonar sérfræðings og skrifstofustjóra í Innanríkisráðuneytinuá fund ,,Safe“ til Varsjár í nóvember, en þangað fara auk hans Þórir, sem er í stjórn ,,Safe“ og undirritaður.  Þór er m.a. formaður samráðshóps. sem fékk það hlutverk frá ráðherra að móta stefnu í nýsköpun og tækni í félagsþjónustu yfir allt landið!

13. Drög að verktakasamningi. Fyrir fundinum liggja drög að verktakasamningi við formann þar sem áætlað er hversu marga tíma hann innir af hendi fyrir félagið og hvernig beri að greiða fyrir það. Samþykkt að Axel og Guðrún ljúki samningsdrögum fyrir næsta fund sem haldinn verði eins fljótt og kostur er, og leggi fyrir þann fund. Rætt um tekjumöguleika félagsins, nauðsyn fjárhagsáætlunar og fleira í þeim dúr. Formaður vék af fundi undir þessum lið.

Fleira gerðist ekki
Fundi slitið kl. 19:00

BALDUR KRISTJÁNSSON

Skýrsla Axels Jespersen:

Ég og Þórir mættum til fundar við félaga okkar í nordisku afsíuni um miðjan septembermánuð og er það helst að segja af því að lítið var að gerst hjá félögum okkar annað en það sem fyrir var.  Það varðar þá að vekja máls á málaflokknum með hinum og þessum aðferðum.
Það sem við bárum að borði var hins vegar sá ásetningur okkar að koma á fót úrræði sem gagnast mætti málstolsfólki okkar og leituðum við þá einnig eftir ráðleggingum og upplýsingum um hvað þeir hefðu haft á prjónunum  hvað málefnið varðar og hvernig reynslan væri af þessu.  Skemmst frá að segja þá fengum við góð ráð og upplýsingar um hvernig ekki eigi að gera hlutina og má segja að við njótum ávaxta af því að hafa brautryðjendur.
Við getum leitað til þeirra hvað varðar tölfræðilegar heimildir um árangursvæntingar og hvað annað sem stutt getur við verkefnið okkar.
Í framhhaldi af þessari ferð okkar erum við nú að mynda tegslahóp um málefnið á breiðum vettvangi og stefnum á að koma á fót einhvers konar úrræði fyrir fólk sem á við málstol og talörðugleika að strýða.
f.h. Axels Jespersen og Þóris Steingrímssonar

   Axel Jespersen

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur