Mætt voru Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Páll Árdal, gjaldkeri, Bryndís Bragadóttir og Kolbrún Stefánsdóttir, varamenn.
Formaður fór yfir tilhögun fundarboðs og útsenda dagskrá. Engar athugasemdir komu fram.
Dagskrá:
- Skýrsla formanns.
Þórir gerði grein fyrir því helsta sem er á döfinni. Erum búin að senda bréf til heilbrigðisráðherra með beiðni um stuðning við SAPE. (viljayfirlýsingu). Náðum því þó ekki fyrir evrópska slagdaginn sem er 11 maí. Ráðherra athugar málið, að sögn, þegar dregur úr covid. Kvikmyndin sem minnst hefur verið á í vinnslu. - Fjármál.
Standa vel að sögn gjaldkera, Páls Árdal. Ein miljón tvö hundruð og fimmtíu þúsund nú inn á bankabók. Kvikmyndin óuppgerð. Styrkur frá ÖBÍ ókominn. - Aðalfundurinn.
Samþykkt að tillögu formanns að halda hann helgina 4 og 5 september. Annan hvorn daginn. Loka kvikmyndatakan er ráðgerð þá og stefnt að því að kvikmyndin verði tilbúin 1. október. 29. október er alþjóðaslagdagurinn. - NAR.
Nordisk Afasiråd sem við gegnum formennsku í. Verðum að svara félögum okkar ytra að við getum ekki haldið fundi í júní hér heima. - Önnur mál.
Engin.