Fundargerð stjórnar 11. október 2021

Stjórnarfundur HEILAHEILLA haldinn mánudaginn 11. október kl.16:00 í fundarherbergi félagsins að Sigtúni 42, 105 Reykjavík.

Mætt Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Páll Árdal, gjaldkeri, Sædís Þórðardóttir og Kristín Árdal, varamenn

Formaður bauð fólk velkomið og lagði fram dagskrá sem hafði verið send rafrænt til stjórnarmanna.  

Dagskrá:

  1. Formaður flytur skýrslu
  2. Gjaldkeri greinir frá fjárhagsstöðunni
  3. Tillaga um vetrarstarfið (sjá greinargerð að neðan)
  4. Önnur mál

Formaður auglýsti eftir athugasemdum.  Engin athugasemd kom fram við boðun fundar né við dagskrá.  

  1. Formaður flytur skýrslu.
    Í máli sínu lagði formaður fram eftirfarandi verkaskiptingu sem var samþykkt að undangengnum umræðum um starfið framundan. (liðir 1 og 3 teknir saman).
  • ,,Ég vil byrja á því að þakka ykkur fyrir að gefa ykkur tíma að sinna þessu góða sjálfboðastarfi. En það er ekki sjálfsagt að biðja fólk um að gegna trúnaðarstörfum fyrir HEILAHEILL, hvort sem það við innlenda eða erlenda aðila, – án þóknunar. Hún telst ekki til launa og er þar af leiðandi ekki skattskyld samkvæmt lögum. Enn er hún reiknuð sem 10.000,- kr fyrir stjórnarfund, 25.000,- kr fyrir hvern fyrirlestur og svo og umsaminn ferðakostnaður hverju sinni. Mæli með að þessu verði haldið áfram.“. Sama þóknun er fyrir það að standa fyrir laugardagsfundi.
    • Samþykkt.
  • ,,HEILAHEILL hefur með starfsemi sinni undanfarin ár stimplað sig rækilega inn sem marktækur aðili, er gætir hagsmuna þeirra sem hafa orðið fyrir slagi (heilablóðfallið), hvort sem það er í samskiptum við önnur sjúklingasamtök, fagaðila eða stjórnvöld. Þá er félagið einnig þekkt og marktækt í samskiptum við erlend samtök og leitað er til þess um frekara samstarf.
  • Nokkuð rætt um þá lykilstöðu sem Heilaheill gegnir hérlendis m.a. sem tengiliður við fagaðila.  Og sérstöðu Íslands þegar kemur að slagmálum, kosti sem útskýrirst m.a. af smæð og galla sem útskýrist m.a. af skorti á góðu skipulagi sem gerir slaginu nægilega hátt undir höfði.
  • Gjaldkeri greinir frá fjárhagsstöðunni:
    Páll gerði grein fyrir fjárhagsstöðunni. Fjórar komma þrjár milljónir eru nú inn á reikningum Heilaheilla hjá Íslandsbanka.  Rúm milljón er inni vegna kvikmyndar og 362 þúsund vegna Norræna samstarfsins (Styrkur frá Norræna velfarcenter Málstolsformennsku okkar.)
  • Tillaga um vetrarstarfið (sjá greinargerð að neðan).
    STJÓRN:  
    * Þórir Stengrímsson, Baldur B.E.Kristjánsson, Páll Árdal, Kristín Árdal og Sædís Björk Þórðardóttir
    LAUGDFUNDIR: (Félagsfundir í Reykjavík) * Þórir Stengrímsson, Gísli Geirsson og Kristín Árdal.
    MIÐVDFUNDIR: (Félagsfundir á Akureyri). * Páll Árdal.
    ÖBÍ: (Öryrkjabandalag Íslands) * Þórir Stengrímsson, Baldur B.E.Kristjánsson, Páll Árdal/Kristín Árdal.
    HHR: (Heilaheillaráðið – ráðgefandi) 
    * Þórir Stengrímsson, Birgir Henningsson, Bergþóra Annasdóttir, Kristín Árdal, Baldur B.E.Kristjánsson, Lilja Stefánsdóttir og Sigríður Sólveig Stefánsdóttir.
    SAFE: (Stroke Alliance for Europe). 
    * Þórir Stengrímsson, Páll Árdal.
    SSO: (Stroke Support Organisations). * Þórir Steingrímsson.
    SAP-E: (Stroke Action Plan for Europe)  * Þórir Steingrímsson
    NAR: (Nordisk Afasiråd). * Þórunn Hanna Halldórsdóttir, Þórir Stengrímsson, Baldur B.E.Kristjánsson.
    FAST: (Leikskólafræðsla Marianne Elisabeth Klinke). * Þórir Steingrímsson, Sigríður Sólveig Stefánsdóttir, Þórunn Erna Clausen HHH: (Heilaheill+Hjartaheill+Hjartavernd)  * Kristín Árdal
    GoRed: (Forvarnir kvenna gegn hjartasjúkdómum) * Kristín Árdal
    SAMTAUG: (Samráðshópur taugasjúklingafélaga [B2]).  * Þórir Steingrímsson“.
         * Samþykkt
  • Önnur mál:  
    Tökum á kvikmynd lauk um helgina.  Stefnt er að
    frumsúningu í Sjónvarpi 9. nóvember.  Í máli formanns kom ennfremur fram að fyrirhugað er að senda öllum leiksskólum á landinu Slagorðið, senm fyrirhugað er að komi út 9. nóvember. Ástæðan er sú að þar er m.a. viðtal við Mariönnu Elisabeth Klinke lækni um mikilvægi leikskólafræðslu um það hvernig börn geta komið til hjálpar á tímum slags.  Snædís kom með þá hugmynd að fyrst yrðu leikskólum sendur póstur með fyrirfram áréttingu um að þeim væri sent blaðið og af hverju.  Snædís tók að sér að grafa upp netföng leikskóla og semja texta.  Rætt áfram um störf félagsins Zoom fundi, covid o.fl. *Ekkert samþykkt frekar.

    Fundi slitið.
    Baldur Kristjánsson.
    Fundarritari

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur