Fundargerð stjórnar 12. jún 2014

Heilaheill – 1. fundur 2014-stjórnar
>> fjarfundartengsl til Akureyrar <<

Viðstaddir voru allir stjórnarmenn, átta talsins:

Þórir Steingrímsson, formaður félagsins, aðrir í aðalstjórn í stafrófsröð:
Árni Bergmann,
Baldur Kristjánsson,
Gísli Ólafur Pétursson,
Guðrún Torfhildur Gísladóttir,
Þór Sigurðsson

Í varastjórn:
Kolbrún Stefánsdóttir,
Páll Árdal sem var fjartengdur frá Akureyri

Þetta gerðist:

Dagskrá
Formaður setti fund, lagði fram drög að dagskrá, sem samþykkt var, og var fyrsti liður að stjórnarmenn kynntu sig. Þar sem þessar kynningar geta nýst félagsmönnum og vegna þess að síðar á fundinum var ákveðið að fundargerðir stjórnar yrðu birtar á vef félagsins – verða hér endurbirtar í stafrófsröð þær kynningar sem lágu fyrir þegar þessir nýliðar voru í kjöri til stjórnarsetunnar. Formaðurinn er öllum kunnur eftir 8 ára formennsku.

Þórir Steingrímsson
Þórir Steingrímsson, formaður félagsins, var kjörinn á fyrsta hluta aðalfundar ársins.  Hann er öllum kunnur eftir 8 ára formennsku.

Þór Sigurðsson
Þór Sigurðsson var kjörinn á fyrsta hluta aðalfundar ársins. Þór er vélstjóri að mennt.

Árni Bergmann
Árni Bergmann – atvinnurekandi á Akureyri. Árni var um árabil aðaleigandi og framkvæmdastjóri RAF ehf. á Akureyri. Hann er afar kunnugur starfsmannahaldi og hefur átt í góðum samskiptum við annað fólk.

Baldur Kristjánsson
Baldur er sóknarprestur í Ölfusi, kirkjuþingsmaður og sérfræðingur í ECRI skipaður af íslenskum stjórnvöldum og hefur haldið úti vefsíðu frá 2001. Hann er vanur félagsmálum og er með Th.M gráðu í guðfræði með aðaláherslu á siðfræði frá Harvard University. Hann er B.A. í Þjóðfélagsfræðum frá H.Í. og hefur leiðsögumannspróf frá EHÍ. Frekari upplýsingar um hann eru á http://blog.pressan.is/baldurkr/

Gísli Ólafur Pétursson
Gísli er vanur félagsstörfum og hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum.  Hægt er að afla frekari upplýsinga um hann á vefsíðu hans: GOPfrettir.net/open/gop.

Guðrún Torfhildur Gísladóttir
Guðrún er viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi og starfar hjá Grant Thornton endurskoðun ehf. Hún er vön félagsstöfum og er í stjórn Landsbyggðarinnar lifi. Hún var í stjórn Félags kvenna í endurskoðun og Sumarbústaðarfélagsins Valshamar. Einnig er hún félagi í Oddfellow. Hún er gift Magnúsi Atla Guðmundssyni og á fjögur börn.

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún er framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar en var áður framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra í sex ár. Þar áður starfaði hún sem útibússtjóri hjá Landsbanka Íslands í yfir 20 ár.  Hún hefur lengi starfað í félagsmálum, var t.d. varaforseti Soroptimistasambands Íslands eitt tímabil og í stjórn Landssambands eldri kylfinga í 4 ár og sat í sveitarstjórn á Raufarhöfn í 7 ár.  Kolbrún lauk rekstrar- og viðskiptafræðinámi og mannauðsstjórnun frá EHÍ. Hún á tvær dætur og fjögur barnabörn.

Páll Árdal
Páll Árdal sat einnig í fyrri stjórn félagsins.  Páll býður sig fram til stjórnar Heilaheilla 2014-17. Hann býr á Akureyri og hefur verið í forsvari fyrir félagið á Norðurlandi. Fékk heilablóðfall í janúar 2008 og hefur náð sér mikið eftir áfallið, hafið vinnu og starfaða mikið fyrir Heilaheill. Páll hefur verið ötull talsmaður slagþolenda á Akureyri og víðar. Hefur tengsl við slagþolendur víðar um Norðurland og sat m.a. í stjórn félagins á síðasta ári.  Er í sambúð, á 2. stráka vinnur sem iðnaðarmaður við múrbrot og stíflulosanir.

Það skal tekið fram að allir stjórnarmenn – utan einn – hafa sjálfir fengið slag, eru slagþolar, og hinn eini hefur verið aðstandandi slagþola.

2) Um samstarf stjórnarmanna, lög félagsins og fundargerðir stjórnarfunda.
Rætt um störf og starfsaðferðir og gildandi lög félagsins.
Samþykkt að varamenn skuli boðaðir til allra stjórnarfunda.
Samþykkt að fundargerðir skuli innihalda niðurstöður umræðna og ákvarðanir og birtast á vef Heilaheilla.

3) Stjórnin skiptir með sér verkum
Gísla Ólafi Péturssyni var falið að vera ritari.
Guðrúnu Torfhildi Gísladóttur var falið að vera gjaldkeri.
Þau féllust bæði á að taka þau verkefni að sér.

4) Greinargerð þriggja-manna-nefndarinnar
Niðurstaða: Baldur Kristjánsson tekur saman vísa að verklagi og hugmyndir um úrvinnslu þeirra ábendinga sem koma fram í greinargerðinni. Stjórnin fjallar nánar um málið þegar því er lokið.

5) Nefndir og ráð skv. 5. tl. 6. gr. laga félagsins
a) Fjárhagsnefnd
Samþykkt að formaður, ritari og gjaldkeri myndi fjárhagsnefnd sem taki ákvarðanir um útgjöld sem til falla og eru innan áætlunarramma félagsins. Gjaldkeri tekur saman drög að fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsnefndina svo fljótt sem verða má.
Færa þarf prókúru fyrir félagið frá fyrrverandi gjaldkera til núverandi gjaldkera. Að því munu allir stjórnarmenn þurfa lið að leggja en gjaldkeri tekur að sér hafa frumkvæði í því máli. Formaður nefndi að sumarferð félagsins næsta laugardag muni kosta félagið yfir 200 þúsund krónur – en félagið niðurgreiðir kostnað þátttakenda.
b) Laganefnd
Frestað með tilliti til frestunar umræðu um greinargerð þriggja manna nefndar.
c) Útgáfumál – vefsíða
Samþykkt að hér væri um að ræða grundvallarþætti til stuðnings starfsemi Heilaheilla. Félagið fékk fyrr á árinu styrk frá Öryrkjabandalanginu til að standa straum af kostnaði við að halda úti öflugum vef og sólarhringssvörun á skrifstofu. Fram kom að fyrir fjórum árum var í stjórn rætt um að ráða framkvæmdastjóra. Málið var þá leyst með greiðslum fyrir útgjöld stjórnarmanna í störfum fyrir félagið. Ákveðið að fresta ákvörðunum uns gjaldkeri nær að leggja fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsnefndina.
d) Samskipti og ferðir á vegum félagsins
Formaður sagði af verkefnum félagsins sem nánar eru tíunduð á vef Heilaheilla og er þar af mörgu að taka – bæði kynningarstörf nær og fjær innanlands og nú nýlega áætlanir færeyska systurfélagsins sem mætir Heilaheillum helst á Akureyri. Það er vegna þess að þeir telja að heppilegt geti verið hve svipuð að stærð eru starfssvið félagsins á Akureyri og þeirra sjálfra heima í Færeyjum.
e) Talsmaður Norðurdeildar
Samþykkt að Páll Árdal taki það verk að sér og hann fellst á það.

6) Önnur mál
Formaður, Þórir Steingrímsson, er sá eini viðstaddra sem hefur starfað í stjórn Heilaheilla. Hann hefur verið formaður félagsins í 8 ár. Hann lagði fram eftirfarandi samantekt til kynningar á starfsemi félagsins.

“Kæru félagar
Ég tel rétt af mér að upplýsa ykkur nýja stjórnarmenn um uppbyggingu félagsins, svo þið megið glöggva ykkur á stöðu þess í samfélaginu. Ég hef kosið að skipta starfsemi þess í tvo meginkafla, innra og ytra starf:
Innra starf:
> 1. Aðalfundir – árlega
> 2. Stjórnarfundir – u.þ.b. 8-10 á ári (eftir þörfum)
> 3. Laugardagsfundir – mánaðarlega yfir vetrarmánuðina
> 4. Mánudagsfundir – vikulega yfir vetrarmánuðina (málstol)
> 5. Þriðjudagsfundir – vikulega yfir vetrarmánuðina (allir)
> 6. Grensásdeild – vikulega yfir vetrarmánuðina
> 7. Taugadeild LS – B2 – vikulega yfir vetrarmánuðina
> 8. Sumarferðir – árlega
> 9. Slagdagar – árlega – alþjóðlegur dagur
> 10. Málstolsdagur – árlega – alþjóðlegur dagur
> 11. Málþing – u.þ.b. fimm ára fresti
> 12. Útgáfumál – Slagorð – Blað HEILAHEILLA / Bæklingar o.fl.
> 13. Vefumsjón:
a) Heimasíðan – Fréttir með myndum, frásagnir, ofl..
b) Tölvupóstur – Öll rafræn samskipti félagsins út á við
c) Póstlisti – Webmankerfið – u.þ.b. 550 netföng – 1700 fréttabréf
d) Facebook – Síða HEILAHEILLA ásamt hópum
e) YouTube – Fræðsluefni ísl./erlent

Innri starfsemi félagsins byggist á forvörnum, meðferð og endurhæfingu slagþolenda, aðstandenda þeirra og allra þeirra er hafa áhuga á málefninu.

Ytra starf:
1. Hjartaheill – Go Red
2. Hjartavernd
3. Öryrkjabandalagið
4. Velferðarráðuneytið
5. Samtaug
6. Landspítalinn
7. Grensásdeild
8. Kristnes
9. Reykjalund
10. SAFE
11. Slagforeningen i Norden
12. Nordisk Afasiråd
13. Færeyjar
Allir þessir aðilar hafa gefið félaginu ákveðið vægi í sínum ranni sem sjúklingafélag sem málssvara slagþolenda hér á landi. Ég vona að þetta gefi stjórnarmönnum einhverja mynd af uppbyggingu félagsins.

Þórir Steingrímsson
formaður.”

Við umræður um þessa greiningu á verksviði félagsins var rætt um stjórnarfundi, tíðni þeirra og fundartíma og samþykkt var að reglulegir fundir skuli haldnir mánaðarlega í mánuðunum frá og með september til og með maí, fyrsta fimmtudag hvers þeirra – klukkan 17.

Næsti reglulegi stjórnarfundur
er því boðaður klukkan 5 síðdegis fimmtudaginn 4. september 2014.

Komi upp á öðrum tímum mál sem stjórn þarf nauðsynlega að fjalla um verður boðað til stjórnarfundar aukalega af því tilefni.

Eftir umræður um þessa víðfeðmu verkefnagreiningu telur ritari að stjórnarmönnum hafi orðið ljóst að starfsemi félagsins er gríðarlega umfangsmikil og að einboðið sé að fylgja eftir þeirri öflugu þróun sem með starfi þess er í gangi til stuðnings “velferðar- og hagsmunamálum þeirra sem fengið hafa slag”.

Fleira ekki.
Fundargerð ritaði Gísli Ólafur Pétursson.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur