Fundargerð stjórnar 13. apríl 2023

Mætt:
Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Sædís Þórðardóttir, varastjórn, Páll Árdal, gjaldkeri, og Kristín Árdal, varastjórn.

Engar athugasemdir komu fram við útsenda dagskrá eða fundarboð þó auglýst væri eftir slīku.  Gengið var til dagskrár sem er númeruð og nær fram að fyrsta punkti hvers liðar.

Dagskrá:

  1. Formaður gefur skýrslu.
    Bauð fólk velkomið. Fyrst og fremst fjallaði Þórir um ráðstefnur sem hann sótti í Barcelóna og Riga.Finnbogi Jakobsson læknir á Grensásdeild fór út til Barcelóna Þóri, en ætlast var til að annar aðilinn væri fagmaður í geiranum.Þetta var þing á vegum SAFE.  100 fulltrúar voru á þinginu sem var hið gagnlegast að sögn Þóris ekki hvað síst fyrir þau tengsl sem Finnbogi myndaði við talsmenn sjúklinga víðsvegar.
  2. Til Riga.
    Þórir fór einsamall.  Þeir fagaðilar sem til greina komu til fararinnar voru uppteknir.  Víða hlusta fagaðilar vel á sjúklinga og sjûklingafélög.  Þórir taldi misbrest á því hér á landi.  
    Of lítil samvinna væri á milli fagaðila og sjúklingafélaga.   Því var varpað fram hvort menn komi minna skaddaðir á Grensás en áður.  Ef svo er má eflaust þakka það framförum í greiningu og meðferð.
  3. Fjármál félagsins.
    Allt með felldu þar að sögn Páls gjaldkera.3,4miljónir eru á reikningi okkar í Arionbanka og 2,3 miljónir í Íslandsbanka.
  4. Appið – Framtíð þess.
    Þarf sennilega að endurnýja það. Sett er spurningamerki við Android kerfið? Gamall sími t.d. með Android kerfi tekur Appiðekki.Appið orðið gamalt og úrelt.  Öpp ganga úr sér eins og annað sem maðurinn býr til eða eins og maðurinn sjálfur.
  5. 9. maí – Facebókin.
    Þórir vakti athygli á ráðstefnu SAFE 9. maí. Ekkert var ákveðið um þátttöku til eða frá.
  6. Málstolsverkefnin og styrkur NWC (Baldur).
    Baldur Fundur/styrkur.Við höfum sótt um og fengið þann styrk sem við sóttum um til No
    rræna Velferðarsjóðsins.  Styrkur sem á að standa undir kostnaði við það að leiða Norrænu málstolssamtökin.  Af forystu okkar leiðir að það kemur í okkar hlut að halda ársfund sem verður væntanlega ekki fyrr en í haust.
  7. Stjórnarkjör SAFE.
    Fram kom að Þórir hefur verið hvattur til að gefa kost á sér til stjórnarsetu í SAFE. Allir stjórnarmenn hvöttu Þóri til leiksins og var framboðið einróma samþykkt en til slíks var ætlast þar sem Þórir fer í framboð sem fulltrûi Heilaheilla.Við tilnefnum hann sem sagt sem okkar fulltrúa.  
    Í bréfi frá framkvæmdastjóra SAFE er farið fram á að annar stjórnarmeðlimur t.d varaformaður eða ritari tilkynni framboðið og geri ég það með eftirfarandi bókun í fundargerð sem er í samhljóðan við ofanvert: “I, Baldur B. E. Kristjánsson, the secretary of the board of Heilaheill, hereby confirm that the decision was taken at the association board meeting  of Heilaheill, on April 13. , 2023 that Þórir Steingrímsson, the chairman of the association, would be encouraged  to apply to advertised board member position in SAFE (Stroke Allience for Europe) for the next term” I hereby confirm that with my signature,  Baldur Kristjánsson rhe secretary of the board of Heilaheill.
  8. SAP-E.
    Ekkert var samykkt undir þessum lið enda þurfti ritari að víkja af fundi.
  9. Staða félagsins um landið.
    Sama hér.
  10. Önnur mál.
    Sama hér.
Fleira gerðist ekki,
Baldur Kristjánsson, ritari.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur