Stjórnar-fjarfjarfundur HEILAHEILLA á JITSI fimmmtudaginn 15. október 2019 kl.17:00.
Allir mættir/tengdir: Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Ermenrekur Benedikt Kristjánsson, ritari, Páll Árdal, gjaldkeri og varamennirnir Bryndís Bragadóttir og Kolbrún Stefánsdóttir.
Dagskrá: Formaður setti fund, óskaði eftir athugasemdum við boðun fundarins og útsendri ( á internetinu) dagskrá hans. Engar athugasemdir komu fram.
- Formaður gefur skýrslu.
Formaður fór yfir helstu verkefni fèlagsins. - Fjármál félagsins.
Páll gjaldkeri gaf yfirlit yfir stöðu mála. Liítilsháttar er til í sjóði. Eitthvað er að byrja að koma inn fyrir auglýsingar og styrktarlínur í Slagorðinu. - Slagorðið.
Formaður upplýsti að blað félagsins Slagorðið væri að koma út með ágætis efni. - NORDISK AFASIRÅD.
Baldur fór yfir það helsta á þeim vettvangi. Árlegur fundur var haldinn í september (fjarfundur) þar sem Íslendingar/Heilaheill tóku að sér formennsku í ráðinu og þar með skrifstofuhald árið 2021. Í því felst fyrst og fremst að sækja um fjármuni úr Norrænum velferðarsjóði til þess að reka apparatið og vinna að verkefnum og undirbúa næsta aðalfund sem verður á Íslandi í júní og verður í tengslum við fund á vegum SAFE og ESO sem einnig er fyrirhugaður hér. Þórunn Halldórsdóttir talmeinafræðingur og Baldur Kristjánsson stjórnarmaður í Heilaheillum munu halda utanum verkefnið ásamt Þóri Steingrímssyni formanni Heilaheilla. Þá kynntu Finnar sem hafa verið með stjórnartaumanna samnorrænt myndband. María Vinberg heitir konan sem hefur verið í 1fyrirsvari, hafa verið að vinna að er nú tilbúið þar sem málstol er útlistað á öllum viðkomandi tungumálum. Gefið meiri tíma er okkar íslenska í myndbandinu sem lýsir mikilvægi þess að sýna þeim sem glímir við málstol þolinmæði. Gefa sér - Aðgerðaráætlun ESO og SAFE (Action Plan for Stroke in Europe 2018-2030).
Borist hefur eftirfarandi erindi og var sent út fyrir fundinn, þar sem það barst frá framkvæmdastjórn SAFE að HEILAHEILL ætti að taka þátt í þessu evrópska átaki, nefnt SAPE, um sérstaka aðgerðaráætlun ESO og SAFE, (Action Plan for Stroke in Europe 2018–2030) https://actionplan.eso-stroke.org/ er gert ráð fyrir að hvert land fyrir sig innan samtakanna hafi sameiginlegan skilning á markmiðunum. Skilgreining á völdum hugtökum sem notuð eru í evrópsku aðgerðaáætluninni um heilablóðfall er:SLAGDEILD – Heilablóðfallseining (strokeunit)
Skýrt afmörkuð deild á sjúkrahúsi, þar sem heilablóðfallssjúklingar eru lagðir inn og hlúð að af fjölfaglegu teymi (læknum, hjúkrunar- og meðferðarstarfsfólki) sem hafa sérþekkingu á heilastarfsemi, þjálfun og færni um heilablóðfall, umönnun með vel skilgreindu verkefni hvers og eins, regluleg samskipti við aðrar greinar með megináherslu á heilablóðfalli. Þetta samhæfða teymi (fagráð) bætir umönnun með reglulegum, þverfaglegum fundum.Heilablóðfallsmiðstöð:
Sjúkrahússaðstaða tengd ferli umönnunar og endurhæfingar er veitir umönnun allra heilablóðfallstilvika. Stöðin er samræmingaraðili allrar umönnunarkeðj-unnar og nær til allra sjúkrahúsa, áframhaldandi endurhæfingu í samfélaginu, forvarna í framhaldinu og aðgang að taugaskurðlækningum. SLAGDELDIN er einn mikilvægasti hluti heilablóðfallsmeðferðar og býður upp á heilablóðfalls-meðferð fyrir íbúa síns umdæmis og er tilvísunarmiðstöð fyrir nálæga heilsu-gæslu um bráðameðferð heilablóðfalls, er sjúklingar þurfa þjónustu sem er ekki fáanleg á staðnum.Alhliða heilablóðfallseiningar:
Svæði þar sem stjórnun á bráðum heilablóðfallsáföllum eru sameinuð snemmtækri íhlutun heilbrigðiskerfisins, virkri endurhæfingu og stuðning í samræmi við þarfir sjúklingsins í framhaldi af því.Snemmtæk útskrift:
Snemmtæk útskrift er hönnuð til að gera kleift að flýta fyrir heilablóðfallssjúk-lingum til síns heima, veita sérhæfða endurhæfingu og félagslegan stuðning heima fyrir frekar en bráðasjúkrahúsdeild. Fyrirtæki sem starfa með slagþola samanstanda af ýmsum sérfræðilæknum, félagsráðgjöfum og stuðningsfull-trúum. Teymið heimsækir sjúklinga í heimahúsum og gerir sjúklingum kleift að gangast undir endurhæfingu á kunnuglegu heimili og auka þannig flæði sjúklings og framboð rúms innan bráða sjúkrahússins.Samþykkt var að Heilheill tæki þátt í þessu átaki án skuldbinndinga. Kolbrún lýsti þó yfir hlutleysi í málinu. Allir tóku þátt í umræðum.
- Önnur mál
Engin og fleira gerðist ekki.
. Baldur Kristjánsson, ritari