Fundargerð stjórnar 17. nóv 2017

Stjórnarfundur Heilaheilla haldinn 17 desember 2017 í Sigtúni.  Allir voru mættir,  Páll var þó fyrir norðan í sambandi gegnum tölvubúnað.

Dagskrá. 

  1. Formaður gefur skýrslu um stöðu félagsins: Októberfundi var sleppt. Ekkert sérstakt lá fyrir. Samþykkt var að sækja um styrk til til Velferðarráðuneytisins með málstol sem meginuppistöðu í verkefni . Þórunn Hanna Halldorsdottir fyrv. form. félags talmeinafræðinga vinnur að umsóknin ásamt formanni. Tilgreina á í fimm liðum út á hvað umsóknin gangi.  Senda skal umsókn fyrir 20. Nóvember.  Rætt um að Heilaheill sé að sækja fram í aðkomu að málstoli. Ýmsar nytsamar upplýsingar komu fram um það.
  2. Fjármál félagsins. Axel fór yfir þau.  Fram kom að fjárhagsstaðan er góð. . Eigum 4,1miljónir á reikningi  hjá Íslandsbanka. Staða reiknings hjá Arion banka liggur ekki fyrir vegna þess að prókúrupappír týndist.  Baldur og Þórir þurfa að endurtaka undiskrift.
  3. Tekin var ákvörðun um stofnun hópa innan Heilaheilla á landsbyggðinni. Velheppnur fundur var á Selfossi þar sem Baldur og Þórir mættu á vel auglýstan fund. Um 15 manns mættu.  Samykkt að halda fleiri slîka fundi. Rætt var  um að kynna appið á slíkum fundum skv. samningi við ráðuneytið þar um. Sem sagt:  Samþykkt var að fara í átak með því að halda fundi víða um land, kynna félagið, kynna appið auk þess að drekka kaffi saman.  Þórir, Axel og Gísli Ólafur fóru á fumd á Landsspítala um málefni heilans og gáfu skýrslu.
  4. Slagorðið er nýkomið út. Fram kom mikil ánægja með það.
  5. Málefni SAFE.  Kolbrún er þar í stjórn. Ekkert nýtt er að frétta.  Ársfundur SAFE verður  í desember. Haldinn í Zagreb. SAFEgreiðir fyrir tvo héðan auk Kolbrúnar.  Þórir og Páll fara.
  6. Málefni Nordisk Afasiråd. Axel gefur skýrslu.  Málstolsfundur erlendis gekk vel en með Axel héðan fór sérfræðingur í málstoli.
  7. Önnur mál. HHH (Hjartaheill, Heilaheill og Hjartavernd) átakið gengur vel en það er á könnu Kolbrúnar.
        • Búið að samþykkja tilboð Tónaflóðs um vefsíðu. .Samþykkt að skipta um mynd á forsíðu. Rætt um hvers konar mynd væri best. Sitt sýndist hverjum
        • Málstolið. Megin ,,konsept“ hjá okkur núna að dómi formanns.
        • Samþykkt fjárveiting til Páls út af kaffi og súpu. Páli var veitt opin heimild til að greiða kostnað á borð við fundarhúsnæði og kaffi án þess að leita eftir samþykki fyrirfram.Fleira gerðist ekki.

 

Fundi slitið kl. 19:00

Baldur Kristjánsson

fundarritari

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur