Stjórnarfundur Heilaheilla haldinn 17 desember 2017 í Sigtúni. Allir voru mættir, Páll var þó fyrir norðan í sambandi gegnum tölvubúnað.
Dagskrá.
- Formaður gefur skýrslu um stöðu félagsins: Októberfundi var sleppt. Ekkert sérstakt lá fyrir. Samþykkt var að sækja um styrk til til Velferðarráðuneytisins með málstol sem meginuppistöðu í verkefni . Þórunn Hanna Halldorsdottir fyrv. form. félags talmeinafræðinga vinnur að umsóknin ásamt formanni. Tilgreina á í fimm liðum út á hvað umsóknin gangi. Senda skal umsókn fyrir 20. Nóvember. Rætt um að Heilaheill sé að sækja fram í aðkomu að málstoli. Ýmsar nytsamar upplýsingar komu fram um það.
- Fjármál félagsins. Axel fór yfir þau. Fram kom að fjárhagsstaðan er góð. . Eigum 4,1miljónir á reikningi hjá Íslandsbanka. Staða reiknings hjá Arion banka liggur ekki fyrir vegna þess að prókúrupappír týndist. Baldur og Þórir þurfa að endurtaka undiskrift.
- Tekin var ákvörðun um stofnun hópa innan Heilaheilla á landsbyggðinni. Velheppnur fundur var á Selfossi þar sem Baldur og Þórir mættu á vel auglýstan fund. Um 15 manns mættu. Samykkt að halda fleiri slîka fundi. Rætt var um að kynna appið á slíkum fundum skv. samningi við ráðuneytið þar um. Sem sagt: Samþykkt var að fara í átak með því að halda fundi víða um land, kynna félagið, kynna appið auk þess að drekka kaffi saman. Þórir, Axel og Gísli Ólafur fóru á fumd á Landsspítala um málefni heilans og gáfu skýrslu.
- Slagorðið er nýkomið út. Fram kom mikil ánægja með það.
- Málefni SAFE. Kolbrún er þar í stjórn. Ekkert nýtt er að frétta. Ársfundur SAFE verður í desember. Haldinn í Zagreb. SAFEgreiðir fyrir tvo héðan auk Kolbrúnar. Þórir og Páll fara.
- Málefni Nordisk Afasiråd. Axel gefur skýrslu. Málstolsfundur erlendis gekk vel en með Axel héðan fór sérfræðingur í málstoli.
- Önnur mál. HHH (Hjartaheill, Heilaheill og Hjartavernd) átakið gengur vel en það er á könnu Kolbrúnar.
-
-
-
- Búið að samþykkja tilboð Tónaflóðs um vefsíðu. .Samþykkt að skipta um mynd á forsíðu. Rætt um hvers konar mynd væri best. Sitt sýndist hverjum
- Málstolið. Megin ,,konsept“ hjá okkur núna að dómi formanns.
- Samþykkt fjárveiting til Páls út af kaffi og súpu. Páli var veitt opin heimild til að greiða kostnað á borð við fundarhúsnæði og kaffi án þess að leita eftir samþykki fyrirfram.Fleira gerðist ekki.
-
-
Fundi slitið kl. 19:00
Baldur Kristjánsson
fundarritari