Fundargerð stjórnar 27. sept 2017

Stjórnarfundur HEILAHEILLA haldinn miðvikudaginn 27. september 2017 kl.17:00 að Sigtúni 42, 105 Reykjavík með tengingu á Akureyri.

Mættir: Þórir, Baldur, Axel. Kolbrún hafði boðað forföll, Páll mættur í fjarvist.

Dagskrá:

1. Formaður gefur skýrslu um stöðu félagsins.
Formaður setti stjórnarfund. Fór yfir starfið í sumar. Laugardagsfundi, nýjungar í meðferðum á íslenskum spítölum, rakti fund á B2 þar sem margt kom fram, fór yfir samstarfið í Safe,  samstarf við stjórnvöld o.fl.

2. Fjármál félagsins.
Axel gjaldkeri fór yfir þau. Við erum nú með 5,336.091 kr. á banka. Staðan traust taldi gjaldkeri.

3. Tekin ákvörðun um vetktaka heimasíðu.
Samþykkt var að taka tilboði Tónaflóðs en ráðgjafi okkkar, Helgi Páll, mælir með því. Formaður mun gera grein fyrir málinu frekar á heimasíðu samtakanna.

4. Slagorðið.
29.október er alþjóðlegur slagdagur. Lendir ofaní alþingiskosningum hjá okkur. Form  stingur upp á því að við látum útgáfu Slagorðsins duga þennan dag. Samþykkt en upp komu hugmyndir um að dreifa blaðinu samt degi fyrr,  á kosningadegi.  Pétur Bjarnason ritstjóri er í sambandi um þetta.

5. Önnur mál.

* Axel gaf skýrslu um Nordiske Afaisråd: en norrænan fund sótti Axel ásamt Þórunni Halldórsdóttur þar sem Þórunn gaf skýrslu og kom fagþekking hennar í góðar þarfir, að sögn Axels. Axel og Þórunn hyggjast koma á ,,málstolsráði“ hér. Stjórnin sammála því.

*  Samtaug.
Baldur og Þórir sóttu fund Samtaugar með Elíasi yfirlækni á B2 og fleirum af deildinni. Fundinum lauk í góðu og ákveðið var hvernig staðið skyldi að upplýsingaskiptum í framtíðinni.

*  HHH: 
Hjartavernd, Hjartaheill og Heilaheill standa saman að GoRed deginum. Okkar vilji stendur til þess að þesssu samstarfi verði haldið áfram.

* Kaffifundir:
Þórir skýrði frá velheppnuðum fundi í Keflavík, komu 15 manns og ætla að halda fleiri slîka fundi þar. Rætt um að endurtaka leikinn á Selfossi um miðjan október. Tilheyrir ekki hefðbundnu starfi og samþykkt var að greiða kr.25.000,- fyrir að halda fyrirlestra á slíkum fundum um Heilaheill t.d. byggða á myndbandi um Heilaappið.

* Læknadagarnir í janúar –
Björn Logi Þórarinsson hafði samband vegna læknafundar (session)febrúar um strokið. Þóri beðinn að vera í panel – samþykkt. Þórir verður þarna sem formaður Heilaheilla.

* Akureyri:
Páll skýrði frá dagsferð sem farin var í maí í vor, Eyjafjarðarhringurinn, 9 manns voru í ferðinni. Þórir skýrði frá ferð Heilaheilla til Vestmannaeyja í vor en um 16 manns voru í ferðinni.  Baldur skýrði einnig frá ferðinni.

Dagskrá tæmd, fundi lokið

Baldur Kristjánsson
ritari

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur