Fundargerð stjórnar 29. jún 2017

Stjórnarfundir Heilaheilla 29. júní 2017 í Oddstofu, Sigtúni 42, með tengingu norður á Akureyri.

Allir mættir: Páll fyrir norðan. Þórir, Kolbrún, Axel og undirritaður syðra.

Gestur: Helgi Páll Þórisson.

 • Heimasíðumál ( sjá síðasta fund). Helgi Páll Þórisson fór yfir þau mál tilkvaddur af stjórninni.  Í máli hans kom m.a. fram að mikilvægt væri  að geta flutt gögn yfir tíma þ.e. að hægt væri að varðveita og flytja gömul gögn. Helgi Páll fór yfir fyrirliggjandi tilboð (sjá síðasta fund). Mælir með  tilboðum Tónaflóðs og Allta átta og Word press heimasíðu. Samþykkt var að Helgi Páll vinni áfram að málinu og móti ákveðnar tillögur. ,,Geri kröfulýsingu fyrir stjórnina”. (Helgi Páll vék af fundi)
 1.   Formaður gefur skýrslu.  
  • Safe-Riga. Páll og Þórir fóru á þann fund og gáfu skýrslu.
  • SAFE – Velferðarráðuneytið. Fyrirhugaður fundur í haust vegna samvinnuverkefna. Kolbrún tók að sèr að sækja þann fund.
  • SAFE – Stjórnarfundur – Kolbrún sótti þann fund sem stjórnarmaður og gaf skýrslu.
  • Þòrir hefur verið í sambandi við Ólaf Baldursson læknaframkvæmdastjóra LSH. Fyrirhugaður er fundur með honum í ágúst.
  • SAFE – Aðalfundur í desember 2017 – í Zagreb. Kolbrún verður á þeim fundi sem stjórnarmaður. Þórir fer sem fulltrúi Heilaheilla.
  • Afasirådet- septemberfundur, áhersla á málstol. Ingunn Högnadóttir og Axel Jespersen fari héðan.
  • HHH hópurinn Heilaheill, Hjartaheill og Hjartavernd. Fyrirhugaður er fundur í september. Kolbrún sinni honum og Baldur til vara og Axel til þrautavara.
  • Samtaug. Einnig fyrirhugaður fundur í september sem þórir sækir.
  • Alþjóðlegur Slagdagur (World Stroke Day) er 29. október 2017. Rætt um að virkja þann dag hér.
  • Slagorðið (blað). Pétur Bjarnarson ritstjóri kominn í startholurnar. Blað er fyrirhugað í haust.
  • Faðmur, afkvæmi Heilaheilla. Úthlutun fyrirhuguð.
 • 3. Fjármál félagsins. Prókúra fyrrum gjaldkera afturkölluð með undirskriftum.
 • 4. Sumarferð 2017. Farið verður til Vestmannaeyja 12. ágúst. Samþykkt að kaupa auglýsingu  um ferðina í Fréttablaðinu.
 • 5. Önnur mál 

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið.

Baldur Kristjánsson

ritari stjórnar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
 • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

 • wordpress_test_cookie
 • wordpress_logged_in_
 • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur