Stjórnarfjarfundur HEILAHEILLA fimmtudaginn 17. nóvember 2022 kl.17:00 með net-tengingu.
- Mætt: Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Sædís Þórðardóttir, varastjórn, Páll Árdal, gjaldkeri,
- Fjarverandi: Kristín Árdal, varastjórn
Engin athugasemd kom fram við dagskrá eða fundarboð þó fundarstjóri auglýsti eftir þeim.
Gengið var til dagskrár:
- Formaður gefur skýrslu.
- Farið yfir NORDISK AFASIRÅD fundinn.
- Almenn ánægja kom fram hjá þáttökuþjóðum með fundinn.
- Farið yfir alþjóðlega slagdaginn. Heilaheill kynnti starf sitt á Akureyri og Reykjavík í Kringlunni og Smáralind.
- Ánægja hom fram með Fréttablaðiðskálfinn, þar sem var kynning á Heilaheill. Fáum nokkur eintök til varðveizlu og dreifingar.
- Slagorðið kom vel út að dómi stjórnarmanna sem fengið hafa blaðið.
- Staðan varðandi SAPE. Kominn tími á að endurvekja þrýstinginn á stjórnvöld.
- Boðað til ráðstefnu SAFE 10. mars 2023. Einn maður fer væntanlega frá Heilaheill og fagaðili og formanni var falið að velja hann.
- Átakið “Tökum til máls”. Samstarf með talmeinafræðingum gengur vel. Tólf mæta á fundi þeirra. Þurfa að fara í Sjálfsbjargarheimilið vegna viðgerða á okkar húsbæði að Sigtúni 42, Reykjavík.
- Fjármál félagsins.
Erum ofansjávar að dómi gjaldkera. Allt gengur samkvæmt áætlun. Góð samskipti eru við Markaðsmenn að sögn Páls. - Starfið framundan.
Fundur í Færeyjum. Baldur og Þórunn sjá um hann. Laugardagsfundir aflagðir í bili vegna viðgerða.Rætt um dagsferð í sumar, en atjórnarmenn vilja gjarnan slíka ferð. - Önnur mál. engin.